Opið á leigu !!

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Fyrstur kemur fyrstur fær !

Við höfum opnað aftur á leiguna hjá okkur í fimleikasalnum.

Það er enþá covid tímar svo það er mikilvægt að allir sem ætla að leigja hjá okkur kynni sér þau viðmið sem við höfum sett upp og má finna á heimasíðunni okkar undir fimleikar/leiga á sal.

Það hefur verið gríðaleg aðsókn í leiguna hjá okkur þar sem þetta er mjög vinsælt. Við mælum með því að bóka sem fyrst.

Salurinn er opin fyrir leigu frá 20:00-22:00 á virkum dögum, 14:30-17:00 á laugardögum og 13:00-16:00 á sunnudögum.

Það er mjög vinsælt að halda bekkjakvöld og náttfatapartý á virkum dögum á meðan afmæli hjá þeim yngri er um helgar.

Helstu upplýsingar má finna á www.afturelding.is/fimleikar/leiga-a-sal/ og hægt er að senda fyrirspurnir á fimleikasalur@afturelding.is þar sem hún Mía Viktorsdóttir tekur vel á móti ykkur.