Saga Fimleikadeildar Aftureldingar
Á þessari síðu gefur að líta sögu Fimleikadeildar Aftureldingar. Samkvæmt starfsskýrslu frá árinu 2000 mættu nokkrir foreldrar á fund 15. mars og ræddu áhuga á að stofna fimleikadeild í Mosfellsbæ. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og hefur deildin vaxið og dafnað vel. Hún hefur dafnað betur sum árin og tekið tvö skref áfram og eitt afturábak með reglulegu millibili. Undanfarin ár hafa farið í það að byggja upp áhaldakost deildarinnar og innra starf. Nú hefur deildin á að skipa fjölda ungra þjálfara sem aldir eru upp hjá deildinni. Þetta unga fólk eru framtíðarþjálfarar deildarinnar og munu koma henni á næsta stig í þróuninni. Í starfs- og ársskýrslum deildarinnar gefur að líta þessa þróun og eru foreldrar hvattir til þess að kynna sér þessa sögu.
Handbók fyrirmyndarfélags
Fimleikadeild Aftureldingar er fyrirmyndarfélag innan FSÍ. Það þýðir að unnið er eftir ákveðnum reglum sem settar eru á vegum ÍSÍ. Deildin varð fyrst fyrirmyndarfélag árið 2006 og sótti um endurnýjun árið 2010. Sækja þarf um á fjögurra ára fresti.
Hér má sjá fyrirmyndarfélagshandbók Fimleikadeildar.