Páll Óskar í Túninu Heima – Forsala hafin!

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Knattspyrnudeild Aftureldingar stendur fyrir skemmtilegasta balli ársins í Mosfellsbæ! Páll Óskar mætir í Íþróttahúsið að Varmá 31. ágúst og leikur fyrir dansi fram á nótt. Viðburðinn er hluti af bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í Túninu heima.

Húsið opnar 23:30 og ballið stendur til klukkan 04:00!
Miðaverð aðeins 2.500 í forsölu og 3.500 í hurð

Mætum og skemmtum okkur saman á bæjarhátíðinni!

Forsala fer í ár fram í gegnum vefverslun Aftureldingar. Hægt er að kaupa miða í forsölu til 30. ágúst. Kaupendur fá kvittun senda í tölvupósti sem síðan er framvísað dagana fyrir ballið eða á dansleiknum sjálfum. Hægt verður að spara sér tíma í röð með að sækja miða dagana fyrir dansleikinn. QR kóði er á kvittun sem er skönnuð inn af hálfu Aftureldingar. Nánari upplýsingar veittar þegar nær dregur.

Forsala á Pallaballið í Túninu heima

Viðburðurinn á Facebook