Íslandsmeistaramót fullorðinna í kata

Karatedeild Aftureldingar Karate

Íslandsmeistaramót fullorðinna í kata var haldið 9. mars. Afturelding hefur ekki átt keppanda í fullorðinsflokki í nokkur ár, en Þórður Jökull Henrysson hefur nýlega öðlast þátttökurétt í flokkinum og var hann eini keppandi Aftureldingar á mótinu að þessu sinni.

Þórður sýndi og sannaði að hann hefur bætt sig gríðarlega undanfarið ár en hann lenti í 3. sæti eftir tvo örugga sigra.

Elías Snorrason úr KFR varði Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki og Svana Katla Þorsteinsdóttir úr Breiðabliki varði Íslandsmeistaratitilinn í fimmta sinn í kvennaflokki. Þórshamar varð liðameistari, en hópkatalið þeirra sigruðu bæði í karla- og kvennaflokki.

Úrslitin út mótinu má nálgast hér.