Stefna knattspyrnudeildar – yngri flokka

MARKMIÐ OG STEFNA

KNATTSPYRNUDEILDAR

Knattspyrnuleg markmið

  • Að bjóða uppá faglegt og heilbrigt starf sem er deildinni, þjálfurum, iðkendum og foreldrum til sóma.
  • Að gera iðkendur sína að betri knattspyrnumönnum.
  • Að gera iðkendur sína að betri félagsmönnum.
  • Að leitast við að ráða til starfa þjálfara með viðeigandi þjálfarastig KSÍ og senda aðstoðarþjálfara á slík námskeið.
  • Að taka þátt í Íslandsmóti, Bikarkeppni og Faxaflóamóti í þeim flokkum sem hafa þátttökurétt.

 

Íþróttaleg markmið

Í íþróttum læra börn að fylgja reglum og tileinka sér hollar lífsvenjur og sjálfsaga. Mikilvægt er að hver og einn fái með íþróttaiðkun sinni tækifæri til þess að upplifa sjálfan sig á jákvæðan hátt og öðlast sjálfstraust og sjálfsvirðingu. Jafnframt er mikið lagt upp úr því að læra einbeitingu, þolinmæði, umburðarlyndi, tillitssemi, sýna traust og kærleik og vera einn af hópnum.

Íþróttir hafa uppeldislegt, menningarlegt og heilsufarslegt gildi fyrir þá sem þær stunda. Við uppbyggingu íþróttastarfs, hvort sem um æfingar eða keppni er að ræða, skal miða að því að allir hafi jafngild tækifæri og séu metnir að verðleikum óháð uppruna, þjóðfélagsstöðu, litarhætti eða kyni.

Félagsleg markmið

Að bjóða bæjarbúum uppá jákvætt og hvetjandi íþróttarumhverfi, þar sem iðkendur, foreldrar og forráðamenn geti fengið upplýsingar um starfsemi deildarinnar á sem bestan hátt. Að stuðla að aukningu innan deildarinnar og kynningu hennar meðal bæjarbúa.

Markmið deildarinnar er að halda iðkanda sem lengst og að iðkandi sé ánægður og stoltur innan vallar sem utan. Að skilgreina starf og markmið deildarinnar og starfsmanna hennar í handbók svo verksvið og verkefni hvers og eins séu skýr. Að rækta starf sitt í góðu samstarfi við aðalstjórn, bæjaryfirvöld, skóla, félagsmiðstöð, kirkju, foreldra og aðra aðila sem koma nálægt tómstunda- og íþróttaiðkun í Mosfellsbæ

Kennslu- og æfingaskrá

Leitast skal við að byggja kennslu- og æfingaskrá knattspyrnudeildar á stefnuyfirlýsingu ÍSÍ um íþróttir barna og unglinga og fylgja þeim viðmiðum sem þar eru. Æfingaskrá  skal dreift til foreldra í upphafi hvers knattspyrnuárs. Auk almennra þátta í áðurnefndri stefnuyfirlýsingu ÍSÍ er lögð eftirfarandi knattspyrnuleg áhersla á þjálfun í hverjum aldursflokki:

Markmið eru ólík eftir aldurshópum og eru þau eftirfarandi eftir aldri:

Í þessum aldurshópi er lögð áhersla á fjölbreytni í þjálfun, þar sem leitast er við að koma til móts við hina miklu hreyfiþörf barna. Tækni og leikfræðileg atriði eru sett í leikrænan búning þar sem knötturinn er þungamiðja hverrar æfingar. Mikilvægt fyrir iðkendur á þessum aldri að venjast knettinum. Mikil áhersla skal lögð á að allir fái tækifæri til að vera með, að öll börn fái jöfn tækifæri til þátttöku og að allir fái sömu viðurkenningu fyrir þátttöku. Iðkendur læri háttvísi og framkomu innan vallar sem utan. Þeir læri að bera virðingu fyrir samherjum, mótherjum, þjálfara, dómara, áhorfendum, félaginu og aðstöðu þess.

Í þjálfun 8. flokks er lögð áhersla á:

  • Að leikur er stærsti hluti þjálfunar
  • Fyrstu kynni af knattspyrnu sé jákvæð
  • Einfaldar æfingar með bolta
  • Einfaldar sendingar
  • Kenna leikreglur
  • Tækniæfingar

Í þjálfun 7. flokks er lögð áhersla á:

  • Að leikur er hluti af þjálfun.
  • Knattæfingar
  • Þjálfa tæknilega færni
    • Knattrak, stefnubreytingar, gabbhreyfingar.
    • Einfaldar leikbrellur.
    • Knattsendingar, innanfótarspyrnur
    • Knattmóttaka
  • Grunntækni
    • Skalla úr kyrrstöðu.
  • Leikfræði
    • Leikæfingar, fáir í liði
    • Kenna leikreglur
    • Fara yfir skipulag í 7-manna bolta

Í þjálfun 6. flokks er lögð áhersla á:

Aðalháerslan sé á þjálfun tæknilegrar færni

Æfingar þurfa að vera fjölbreyttar og skemmtilegar

  • Tækni:
    • Knattæfingar
    • Knattrak með gabbhreyfingum.
    • Knattsendingar, innanfótarspyrna, ristarspyrna.
    • Skalla, úr kyrrstöðu og með uppstökki
    • Halda bolta á lofti
    • Knattmóttaka, innan fótar, læri, brjóstkassa
  • Grunntækni.
    • Innkast.
  • Leikfræði:
    • Markskot, úr kyrrstöðu, eftir knattrak, skot á ferð.
    • Leikið einn á móti einum
    • Leikæfingar, fáir í liði.
    • Fara yfir skipulag í 7-manna bolta
    • Grunn leikkerfi- skipulagning sóknar og varnar
    • Kenna leikreglur
    • Liðleiki-teygjur

*               Fræðsla um nauðsyn hollrar næringar og hæfilegrar hvíldar

Í þjálfun 5. flokks er lögð áhersla á:

Aðalháerslan sé á þjálfun tæknilegrar færni
Æfingar séu fjölbreyttar og skemmtilegar 

  • Tækni:
    • Knattsendingar, með jörðu og á lofti
    • Spyrnur, innanfótar, utanfótar og ristarspyrnur
    • Knattrak, hratt knattrak og knattrak með gabbhreyfingum.
    • Knattmóttaka hárra bolta og jarðarbolta, innan fótar, læri og brjóstkassa
    • Skalli, beint áfram, fljúgandi skalli, skalli með bolvindu.
    • Gabbhreyfingar
    • Hraðar fótahreyfingar, mýkt
    • Samleikur, samleikur sem endar með markskoti.
  • Leikfræði:
    • Markskot eftir knattrak, samspil og skot á ferð
    • Skallað að marki eftir fyrirgjöf
    • Leikið einn á móti einum.
    • Varnarstaða: rétt staða gagnvart manni með bolta æfð
    • Leikæfingar með fáum í liði (farið yfir undirstöðuatriði liðssamvinnu)
    • Skallatennis
    • Leikfræði, innkast, hornspyrna, aukaspyrna, vítaspyrna
    • Grunn leikkerfi- skilningur á skipulagi varnar og sóknar aukinn
    • Liðleiki: teygjur

*                 Fræðsla um nauðsyn hollrar næringar og hæfilegrar hvíl

Í 4. flokki er lögð áhersla á:

Í þessum aldurshópi er áframhaldandi áhersla á fjölbreytta
þjálfun þar sem byggt er ofan á þann grunn sem fyrir er.

Þjálfun byggist meira en áður á þoli, krafti og hraðaæfingum ásamt liðleikaþjálfun.
Viðhalda og bæta áður lærða tæknilega færni

Auka skilning á leikfræðilegum atriðum

  • Spyrna og móttaka bolta æfð undir pressu
  • Knattrak og leikbrellur æfð undir pressu
  • Skallatækni
  • Fyrirgjafir
  • Hornspyrnur
  • Vítaspyrnur
  • Innköst
  • Aukaspyrnur
  • Markskot, eftir móttöku, eftir snertingar, viðstöðulaust,
  • Undirstöðuatriði í liðssamvinnu, dýpt, fríhlaup, vídd, opna svæði, loka svæði.
  • Hreyfingu án knattar og aðstoð við knatthafa
  • Undirstöðu atriði varnarleiks, rétta varnarstöðu, samvinnu leikmanna, rangstöðu.
  • Hreyfing án bolta, aðstoð við boltamann
  • Undirstöðuatriði liðssamvinnu í sókn: dýpt, fríhlaup,vídd, hreyfing, opna svæði og aðstoð

Ýmiss konar samsetning liðs, jafnmargir í liði, færri, fleiri veggsendingar, knattvíxlun og framhjáhlaup (utanáhlaup), rennitæklingar

  • Markmenn:
    • Grípa knött yfir höfði í kyrrstöðu og með uppstökki
    • Kýla knött út
    • Grípa eftir að hafa kastað sér
    • Spyrna frá marki
    • Kasta frá marki
    • Að verjast fyrirgjöfum
    • Að verjast með úthlaupum
  • Fræðsla um nauðsyn hollrar næringar og hæfilegrar hvíldar
  • Gera þjálfaramat og sjálfsmat og vinna í bætingu á veikleika úr frá því

Í þjálfun 3. flokks er lögð áhersla á:

Í þessum aldurshópi er áframhaldandi áhersla á fjölbreytta

þjálfun þar sem byggt er ofan á þann grunn sem fyrir er.

Áframhaldandi áhersla á fjölbreytta þjálfun þar sem lögð er áhersla á styrkingu allra grunnatriða og tækni.

Aukin áhersla á þrek, svo sem þol,kraft, snerpu og liðleika. Leikmenn læri að bera ábyrgð á eigin þjálfun, upphitun og niðurlagi æfinga (upphitun og teygjur).

Leggja þarf mikla áherslu á að allar æfingar séu gerðar undir keppnislíku álagi

  • Æfa:
    • sköllun
    • hornspyrnur fyrirgjafir eftir einleik/samspil
    • skjóta á mark við ýmsar aðstæður
    • rennitæklingu
    • rétta varnarstöðu
    • samleik
    • hreyfingu án knattar
    • undirstöðuatriði í liðssamvinnu, dýpt, fríhlaup, vídd, hreyfing, opna svæði, loka svæði, gæsla, samþjöppun, völdun, aðstoð.
    • Varnarstöðu, samvinnu varnarmanna og rangstöðu.
    • Föst leikatriði: vítaspyrnu, hornspyrnu, aukaspyrnur, innköst
    • Ákveðin leikkerfi
    • Pressuvörn, svæðisvörn
    • Ákveðið leikskipulag, áhersla á að læra leikkerfi (4:4:2, 4:5:1 og 4:3:3)
    • Að spila upp á rangstöðu
  • Markmenn:
    • Grípa knött yfir höfði í kyrrstöðu og með uppstökki
    • Kýla knött út
    • Grípa eftir að hafa kastað sér
    • Spyrna frá marki
    • Kasta frá marki
    • Að verjast fyrirgjöfum
    • Að verjast með úthlaupum
    • Að aðstoða, stjórna vörninni
    • Að koma bolta í leik
    • Lesa leik, staðsetja sig
  • Fræðsla um nauðsyn hollrar næringar og hæfilegrar hvíldar
  • Gera þjálfaramat og sjálfsmat og vinna í bætingu á veikleika úr frá því

Í þjálfun 2. flokks er lögð áhersla á:

Í þessum aldurshópi er áframhaldandi áhersla á fjölbreytta þjálfun þar sem byggt er ofan á þann grunn sem fyrir er.

Áframhaldandi áhersla á fjölbreytta þjálfun þar sem lögð er áhersla á styrkingu allra grunnatriða og tækni.

Aukin áhersla á þrek, svo sem þol,kraft, snerpu og liðleika. Leikmenn læri að bera ábyrgð á eigin þjálfun, upphitun og niðurlagi æfinga (upphitun og teygjur).

Í þessum aldurshópi er lögð áhersla á að fjölga æfingum og að álag á leikmenn verði svipað og á meðal afreksmanna í meistaraflokki.

Allir þjálfunarþættir teknir fyrir
Auka þjálfunarálagið verulega
Afrekshugsunarháttur verði ríkjandi

Leggja þarf mikla áherslu á að allar æfingar séu gerðar undir keppnislíku álagi

  • Fínpússa tækni
  • Æfa:
    • sköllun
    • hornspyrnur fyrirgjafir eftir einleik/samspil
    • skjóta á mark við ýmsar aðstæður
    • rennitæklingu
    • rétta varnarstöðu
    • samleik
    • hreyfingu án knattar
    • undirstöðuatriði í liðssamvinnu, dýpt, fríhlaup, vídd, hreyfing, opna svæði, loka svæði, gæsla, samþjöppun, völdun, aðstoð.
    • Varnarstöðu, samvinnu varnarmanna og rangstöðu.
    • Föst leikatriði: vítaspyrnu, hornspyrnu, aukaspyrnur, innköst
    • Ákveðin leikkerfi
    • Pressuvörn, svæðisvörn
    • Ákveðið leikskipulag, áhersla á að læra leikkerfi (4:4:2, 4:5:1 og 4:3:3)
    • Að spila upp á rangstöðu
    • Efla samvinnu leikmanna, sköpun og sjálfstæða hugsun
  • Markmenn:
    • Grípa knött yfir höfði í kyrrstöðu og með uppstökki
    • Kýla knött út
    • Grípa eftir að hafa kastað sér
    • Spyrna frá marki
    • Kasta frá marki
    • Að verjast fyrirgjöfum
    • Að verjast með úthlaupum
    • Að aðstoða, stjórna vörninni
    • Að koma bolta í leik
    • Lesa leik, staðsetja sig
    • Auk þess þurfa markverðir sem og aðrir leikmenn
    • Að auka þol
    • Að auka styrktarþjálfun
    • Að auka snerpu og hraða
    • Að auka liðleika og fimi
    • Að auka áræðni
    • Að bæta staðsetningar
    • Liðleiki: teygjur
  • Fræðsla um nauðsyn hollrar næringar og hæfilegrar hvíldar
  • Gera þjálfaramat og sjálfsmat og vinna bætingu veikleika úr frá því