Þjálfarar

Sævaldur Bjarnason
Netfang: saebi(at)simnet.is
Sími 893 8052

Sævaldur er yfirþjálfari hjá körfuknattleiksdeildinni. Hann hefur mikla reynslu af þjálfun, meistaraflokka, yngri landsliða og yngri flokka. Sævaldur hefur spilað lykilhlutverk í uppbyggingu körfunnar í Mosó og hefur verið hjá félaginu síðustu tvö ár. Hann starfar einnig  sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Fjölni Grafarvogi og yngri flokkum. Sævaldur hefur lokið þjálfaranámi 3 hjá KKÍ og er sem stendur í mjög umfangsmiklu þjálfaranami á vegum FIBA Europe sem kallast FECC.  Það er eitt besta þjálfaranám sem er i boði i Evrópu um þessar mundir. Sævaldur hefur auk þessa M.ed. gráðu frá Háskóla Íslands og hefur starfað við kennslu í Varmárskóla síðustu ár.

Aníka Linda Hjálmarsdóttir
Aníka byrjaði í körfubolta 2011 og spilar með meistaraflokki Fjölnis. Hún hefur þjálfað stráka og stelpur á aldrinum 6 til 13 ára frá árinu 2015. Aníka hóf nám árið 2017 hjá HÍ í sjúkraþjálfunarfræðum. Hún lauk námi sem ÍAK styrktarþjálfari 2017 og hefur einnig klárað  KKÍ þjálfaranámskeið 1.a og stefnir á 1.b og 1.c haust 2017.

Bjarki Þorsteinsson
Bjarki er nýjasti meðlimur þjálfarateymisins. Hann er 18 ára Mosfellingur og afar áhugasamur þjálfari. Hann hefur lokið KKÍ þjálfaranámskeið 1.a og stefnir á 1.b og 1.c í haust.