Afturelding

Ungmennafélagið Afturelding var stofnað þann 11. apríl 1909. Strax í öndverðu var félagsstarfið öflugt, fjölbreytt og viðfangsefnin meðal annars íþróttir, kórsöngur, leiklist, fyrirlestrar, blaðaútgáfa, ferðalög og skógrækt. Í seinni tíð hefur Afturelding einbeitt sér að íþróttastarfi með ágætum árangri.

Ungmennafélagið heldur úti íþróttastarfsemi í 11 deildum og er iðkendafjöldi félagsins í kringum 1.350. Formaður félagsins er Birna Kristín Jónsdóttir.

Heimilisfang: Íþróttamiðstöðin Varmá 270 Mosfellsbær
Sími:  566 7089
Netfang: umfa@afturelding.is

Merki félagsins í prentupplausn