Tímatöflur

Æfingatafla veturinn 2020-2021

Æfingar hefjast samkvæmt töflu þann 14. september

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kæru forráðamenn og iðkendur,

Nú erum við að fara í okkar annað tímabil með notkun á XPS Network / Sideline appinu. Samningur á milli Aftureldingar og Sideline Sports gerir öllum þjálfurum Aftureldingar kleift að vinna með Sideline í sínu starfi sem mun hjálpa félaginu við að efla umgjörð, skipulag og gæði í kringum íþróttastarf félagsins. Fyrir forráðamenn og iðkendur þá er um að ræða nýjan samskiptahluta í vörulínu Sideline. Samskiptahlutinn er ekki síst mikilvægur en með honum geta þjálfarar, iðkendur og forráðamenn haft yfirsýn með starfi Aftureldingar í gegnum app í snjallsíma eða spjaldtölvu. Með Sideline appinu er með einföldum hætti hægt að hafa yfirsýn yfir æfingar, mætingar og margt fleira. Þjálfari getur með einföldum hætti sent út tilkynningar og haft samskipti við iðkendur eða forráðamenn.

Forráðamenn og iðkendur sem eru 18 ára og eldri eru beðin um að skrá sig út og aftur inn með rafrænum skilríkjum.
Ef iðkendur fá beiðni um að skrá inn með fjögurra stafa PIN númer þá þurfa forráðamenn að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum HÉR. Forráðamenn og iðkendur eru beðin um að ná í appið HÉR.
Allar nánari upplýsingar og aðstoð má nálgast HÉR.
Aðeins þeir sem hafa gengið frá skráningu í félagið í Nóra fá aðgang að appinu og því mikilvægt að ganga frá því á skráningasíðunni okkar https://afturelding.felog.is/.

Við erum að vinna í uppsetningu á nýrri önn og biðjum ykkur að sýna biðlund og þolinmæði

Um aldursskiptinguna í fótboltanum


Leiktímabil knattspyrnudeildar er frá byrjun september til loka ágúst. Þegar tímabili lýkur á haustin færast allir árgangar til þannig að eldra ár í hverjum flokki flyst upp í næst flokk fyrir ofan og yngra árið verður eldra ár og fær til sín nýjan yngri árgang úr næsta flokk fyrir neðan, ekki ólíkt bekkjarkerfi í skóla þó hver „bekkur“ séu tveir árgangar í fótboltanum.
Þar sem krakkarnir eru þá saman í flokki annað hvert ár þekkjast þau yfirleitt ágætlega og ekki er mikið um erfiðleika vegna þess. Þjálfarar gæta þess sérstaklega að taka vel á móti nýliðum og miða oft dagskrá fyrstu vikurnar á haustin við að kynnast hópnum, einkum hjá yngri krökkunum.
Stærsta breytingin er milli 5. og 4 flokks en þá fara liðin að spila 11manna bolta á stórum velli með stórum mörkum, rangstöðu og talvert lengri leiktíma svo eitthvað sé nefnt. Eflaust kvíðir einhverjum fyrir breytingunni en langflest hlakka krakkarnir til enda „loksins“ farin að leika fótbolta eins og fullorðnu hetjurnar sínar.
Bjarki Már Sverrisson yfirþjálfari Barna- og unglingaráðs, bjarki(at)afturelding.is tekur alltaf við fyrirspurnum frá foreldrum og stjórnarmenn að sjálfsögðu líka, fotbolti(at)afturelding.is.