Skráning

Skráning í knattspyrnu – Frístundaávísanir

Mosfellsbær styrkir frístundaiðkun barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára (fædd 1997-2010) með lögheimili í Mosfellsbæ með framlagi að upphæð kr. 27.500. Iðkendur Aftureldingar sækja sína ávísun samhliða skráningu í skráningarkerfi félagsins.

Skráning í knattspyrnu – Félagakerfið Nori

Afturelding notar skráningarkerfið Nora, vefskráningar- og greiðslukerfi, sem er sérhannað fyrir íþróttafélög til að halda utan um iðkendaskráningu, æfingagjöld og mætingu. Forráðamenn sjá sjálfir um skráningu  sinna barna á netinu og þannig má gera ráð fyrir að skráningarupplýsingar séu alltaf réttar.

Greitt er með kreditkorti eða greiðsluseðlum sem birtast í netbönkum. Hægt er að dreifa greiðslum í Nora innan hvers tímabils bæði með kreditkorti eða greiðsluseðlum. Ef greitt er með greiðsluseðlum bætist útskriftargjald kr. 390 við hverja greiðslu.

Leiðbeiningar um skráningu í Nora

Frekar upplýsingar eru gefnar um netfangið fotbolti(at)afturelding.is