Skráning

Skráning í knattspyrnu – Frístundaávísanir

Mosfellsbær styrkir frístundaiðkun allra barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára með lögheimili í Mosfellsbæ með fjárframlagi á móti kostnaði við frístundaiðkun.

Börn fædd á árunum 2002 til 2013 eiga rétt á frístundaávísun á frístundatímabilinu 15. ágúst 2019 til 31.maí 2020. Þar að segja fyrir börn sem verða 6 ára og 18 ára á árinu, börn sem eru að hefja nám í fyrsta bekk grunnskóla til og með unglinga á öðru ári í framhaldsskóla. Sé barn orðið 18 ára sækir það sjálft um á íbúagáttinni. Athugið að aðeins börn með lögheimili í Mosfellsbæ fá valmöguleika um að nýta frístundaávísun.

Frístundaávísun 2019-2020 er 50.000 kr. en hækkar fyrir þriðja barn upp í 60.000, einnig fyrir fjórða og fimmta barn o.s.frv.. Þetta á við um fjölskyldur sem skráð eru með sama lögheimili og fjölskyldunúmeri hjá foreldra.

 

Skráning í knattspyrnu – Félagakerfið Nori

Afturelding notar skráningarkerfið Nora, vefskráningar- og greiðslukerfi, sem er sérhannað fyrir íþróttafélög til að halda utan um iðkendaskráningu, æfingagjöld og mætingu. Forráðamenn sjá sjálfir um skráningu  sinna barna á netinu og þannig má gera ráð fyrir að skráningarupplýsingar séu alltaf réttar.

Greitt er með kreditkorti eða greiðsluseðlum sem birtast í netbönkum. Hægt er að dreifa greiðslum í Nora innan hvers tímabils bæði með kreditkorti eða greiðsluseðlum. Ef greitt er með greiðsluseðlum bætist útskriftargjald kr. 390 við hverja greiðslu.

Leiðbeiningar um skráningu í Nora

Frekar upplýsingar eru gefnar um netfangið fotbolti(at)afturelding.is