Leiga á sal

Lesið vel yfir covid leiðbeiningarnar hjá okkur

Þar sem covid-19 faraldurinn er ekki búinn þá verðum við að hafa sóttvarna leiðbeiningar fyrir þá sem leigja salinn hjá okkur.
Við viljum fá fullt nafn allra foreldra sem koma með hópnum sem er að leigja hjá okkur. Það er hægt að senda það á okkur eða gefa það upp við mætingu. Þetta er einungis gert svo að ef það kemur upp smit þá verður auðveldara að rekja það.
1. Takmarkið fjölda á foreldrum sem koma með hópnum inn í íþróttahúsið hjá okkur en ekki svo mikið að þið getið ekki stjórnað hópnum.
2. Spritta sig vel og passa upp á handþvott.
3. Ef börn eða fullorðnir finna fyrir slappleika eða mögulegum veikindum þá er æskilegt að halda sig heima.
4. Andlitsgrímur er persónulegt val ef ekki er hægt að hafa 1 meters fjarðlægð.

Leiga á fimleikasalnum

Hægt er að leigja fimleikasalinn okkar fyrir ýmsa viðburði eins og afmæli eða bekkjarkvöld.
Sjá má lausa tíma í bókunarferlinu.
Hægt er óska eftir styttri tíma eða lengri tíma með því að senda tölvupóst á fimleikasalur@afturelding.is
VERÐSKRÁ

1 klst – 14000
1.5 klst – 21.000kr
2 klst – 28.000kr
Innifalið í allri leigu eru afnot af salnum, afnot af aðstöðu og þjálfari sem fylgist með í sal (öryggisatriði). Miðað er við að hópur megi vera allt að 30 stk. Ef hópurinn er stærri en 30 krakkar þarf að fá tilboð sérstaklega í það.
Í aðstöðu eru borð, stólar og vatnskönnur en aðstandendur verða sjálfir að koma með allar veitingar og drykki og þá glös fyrir vatn ef þeir vilja. Allur frágangur, þ.e. henda rusli ofl, er í höndum þess sem leigir salinn.
Allar nánari upplýsingar á fimleikasalur@afturelding.is
Smelltu hér til að bóka sal