Leiga á sal

Hægt er að leigja fimleikasalinn okkar fyrir ýmsa viðburði eins og afmæli eða bekkjarkvöld.
Á vorönn verður hægt að leigja salinn á eftirfarandi tímum:
fimmtudaga frá 20:30 – 22:00
föstudaga frá 18:30-20:00 og/eða 20:00 til 21:30
laugardaga frá  12:30 til 14:00 og/eða 14:30 til 16:00
Hægt er óska eftir styttri tíma eða lengri tíma með því að senda tölvupóst á fimleikar@afturelding.is
VERÐSKRÁ

1.5 klst – 21.000kr
2 klst – 28.000kr
Innifalið í allri leigu eru afnot af salnum, afnot af aðstöðu og þjálfari sem fylgist með í sal (öryggisatriði). Miðað er við að hópur megi vera allt að 30 stk. Ef hópurinn er stærri en 30 krakkar þarf að fá tilboð sérstaklega í það.
Í aðstöðu eru borð, stólar, dúkur fyrir borðin og vatnskönnur en aðstandendur verða sjálfir að koma með allar veitingar og drykki og þá glös fyrir vatn ef þeir vilja. Allur frágangur, þ.e. henda rusli ofl, er í höndum þess sem leigir salinn.
Allar nánari upplýsingar á fimleikar@afturelding.is
Smelltu hér til að bóka sal