Leiga á sal

Leiga á fimleikasalnum

Hægt er að leigja fimleikasalinn okkar fyrir afmæli eða aðra viðburði. Með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan er hægt að skoða lausa tíma og bóka. Hægt er að óska eftir styttri eða lengri tíma með því að senda tölvupóst á fimleikasalur@afturelding.is

VERÐSKRÁ:

1 klst – 29.000kr

1,5 klst – 43.500kr

2 klst – 58.000kr

Innifalið í allri leigu er afnot af salnum, afnot af aðstöðu og þjálfari sem fer yfir allar reglur og fylgist með í salnum (öryggisatriði). Í aðstöðu eru borð, stólar og vatnskönnur en leigjendur verða sjálfir að koma með allar veitingar og drykki, glös, diska, dúk, ofl. Leigjendur sjá svo um að ganga vel um, henda öllu rusli ásamt því að fara út með ruslið í gáminn við frjálsíþróttavöllinn (þ.m.t. pizzakassar o.fl.) Miðað er við að hópur megi vera allt að 30 stk. Ef hópur er stærri en 30 krakkar þarf að fá sérstaklega tilboð í það.

SKILMÁLAR:

  • Salurinn er alltaf leigður með þjálfara til þess að öllum reglum sé fylgt og til að auka öryggi þeirra sem mæta
  • Leigutaki bera ábyrgð á öllum þeim sem mæta á þeirra vegum í fimleikasalinn
  • Senda skal tölvupóst á fimleikasalur@afturelding.is ef afbóka þarf salinn

GOTT AÐ HAFA Í HUGA:

  • Best er að vera í fötum sem gott er að hreyfa sig í.
  • Gott er að biðja alla um að mæta 5-10 mín fyrir ykkar tíma í salnum svo hægt sé að nýta tímann sem best. Þegar ykkar tími hefst hleypir þjálfari inní sal og fer yfir reglur í salnum. 
  • Í aðstöðunni er lítill ísskápur þar sem geyma má mat/drykki í en passa þarf að hann sé tæmdur undir lokin.
Allar nánari upplýsingar má nálgast á fimleikasalur@afturelding.is 
Smelltu hér til að bóka sal