Álafosshlaupið 100 ára

Ungmennafélagið Afturelding Frjálsar

Álafosshlaupið fer að venju fram þann 12. júní í Mosfellsbæ, ræst verður kl 10.00. Boðið verður upp á 10 km og 5 km hlaup sem eru að mestu á malarstígum um holt og hæðir í Mosfellsbæ. Hlaupið er eftir merktum leiðum, en samt óvenjulegum, göngustígum og malarvegum. Á brattann er að sækja fyrri helming en síðan er farinn malarvegur eða …

Þjálfarar óskast fyrir yngri flokka í frjálsum íþróttum

Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar Frjálsar

Ungmennafélagið Afturelding (UMFA) óskar eftir þjálfara/þjálfurum til að þjálfa yngri flokka í frjálsum íþróttum. Möguleiki er einnig á að viðkomandi komi inn í aðstoð og afleysingar við þjálfun eldri flokka. Umsóknir og fyrirspurnir er hægt að senda til stjórnar frjálsíþróttadeildarinnar á netfangið: frjalsar@afturelding.is Áhugasamir geta einnig haft samband við Teit Inga í síma 842-2101 eða Guðrúnu Björgu í síma 694-4906 …

Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar 4. mars 2021 kl. 18

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Frjálsar

Kæru foreldrar og forráðamenn, Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar verður haldinn fimmtudaginn 4. mars kl. 18:00 á skrifstofu Aftureldingar Á fundinum verða fundarstörf þessi: 1. Fundarsetning. 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3. Formaður deildar gerir grein fyrir starfsemi deildarinnar á liðnu starfsári. 4. Gjaldkeri deildar leggur fram reikninga deildarinnar til samþykktar. 5. Fjárhagsáætlun deildarinnar lögð fram til samþykktar. 6. Kosningar: a) Kosinn …

Íslandsmeistaratitill á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum

Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar Frjálsar

Afturelding átti 3 keppendur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór helgina 25. og 26. Júlí s.l. Gylfi Ingvar Gylfason gerði sér lítið fyrir og sigraði langstökkskeppnina með stökki upp á 6,82 metra. Þetta var aðeins einum sentimetra frá hans besta árangri. Þá átti Guðmundur Ágúst Thoroddsen gott mót og varð í öðru sæti í 200 metra hlaupi …

Unglingameistaramót Íslands – einn Íslandsmeistaratitill!

Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar Frjálsar

Afturelding átti 5 keppendur á Unglingameistaramóti Íslands 15-22 ára sem fram fór í Kaplakrika helgina 18. – 19. Júlí s.l. Þau nældu sér samtals í 6 verðlaun. Arna Rut Arnarsdóttir varð Íslandsmeistari í kúluvarpi stúlkna 15 ára með kast uppá 10,78 metra. Þá fékk Arna Rut silfur í 300 metra grindarhlaupi og tvenn bronsverðlaun, í kringlukasti og hástökki. Elsa Björg …

Barion stund – Frjálsíþróttamót

Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar Frjálsar

Frjálsíþróttadeildir Aftureldingar og Fjölnis í samstarfi við Barion Matbar stóðu fyrir stuttu og skemmtilegu frjálsíþróttamóti í frábæru veðri á Varmárvelli miðvikudaginn 1. Júlí s.l. Keppt var í 100 mtr, 200 mtr og 1500 mtr hlaupum í fullorðinsflokki og kúluvarpi í öllum flokkum. Sterkir keppendur mættu og nokkrar eldri hetjur mættu til að styðja við keppendur. Þar ber helst að nefna …

Álafosshlaup 2020

Ungmennafélagið Afturelding Frjálsar

Álfosshlaupið verður haldið þann föstudaginn 12. júní í  Mosfellsbæ og hefst kl. 18:00. Hlaupið verður frá Varmárvelli um austursvæði Mosfellsbæjar. Mosfellbær býður öllum þátttakendum í sund í Varmárlaug að hlaupi loknu. Skráning fer fram á www.hlaup.is Vegalengd Boðið verður upp á 2 vegalengdir, uþb 5 km og uþb 10 km. Tímataka er með flögutímatöku. Hlaupaleiðin Hlaupið er eftir merktum leiðum, …

Einn Íslandsmeistaratitill á MÍ 15-22 ára

Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar Frjálsar

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 15-22 ára fór fram í íþróttahöllinni í Kaplakrika helgina 25.-26. Janúar s.l. Afturelding átti 7 keppendur á mótinu sem komu heim með 6 verðlaun. 1 gullverðlaun, þrenn silfurverðlaun og 2 brons sem er frábær árangur hjá þessu unga og efnilega íþróttafólki. Þau sem komust á verðlaunapall eru: Arna Rut Arnarsdóttir, íslandsmeistari í kúluvarpi stúlkna …

Mikilvægir leikir að Varmá um helgina

Blakdeild Aftureldingar Frjálsar

Afturelding tekur á móti KA í Mizunodeild kvenna um helgina. Liðin spila 2 leiki, kl 14:00 á laugardag og kl 13:00 á sunnudaginn. Auk þess spila B liðin í 1.deild kl 16:00 á laugardaginn. Bæði liðin hafa unnið alla sína leiki á leiktíðinni og eru þetta síðustu leikir fyrir jólafrí í deildinni. Búast má við hörkuleikjum milli þessara liða og …

Silfurleikar ÍR 2019

Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar Frjálsar

Silfurleikar ÍR voru haldnir laugardaginn 23. Nóvember s.l. í 24. sinn. Þetta er eitt stærsta innanhússmót í frjálsum íþróttum sem haldið er ár hvert. Mótið fór fram í Laugardalshöll. Mótið er haldið í minningu afreks Vilhjálms Einarssonar í þrístökki á Ólympíuleikunum árið 1956 en hann varð annar og hlaut þar með silfurverðlaun. Afturelding átti 10 keppendur þetta árið og stóðu …