Þjálfarar óskast fyrir yngri flokka í frjálsum íþróttum

Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar Frjálsar

Ungmennafélagið Afturelding (UMFA) óskar eftir þjálfara/þjálfurum til að þjálfa yngri flokka í frjálsum íþróttum. Möguleiki er einnig á að viðkomandi komi inn í aðstoð og afleysingar við þjálfun eldri flokka. Umsóknir og fyrirspurnir er hægt að senda til stjórnar frjálsíþróttadeildarinnar á netfangið: frjalsar@afturelding.is Áhugasamir geta einnig haft samband við Teit Inga í síma 842-2101 eða Guðrúnu Björgu í síma 694-4906 …

Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar 4. mars 2021 kl. 18

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Frjálsar

Kæru foreldrar og forráðamenn, Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar verður haldinn fimmtudaginn 4. mars kl. 18:00 á skrifstofu Aftureldingar Á fundinum verða fundarstörf þessi: 1. Fundarsetning. 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3. Formaður deildar gerir grein fyrir starfsemi deildarinnar á liðnu starfsári. 4. Gjaldkeri deildar leggur fram reikninga deildarinnar til samþykktar. 5. Fjárhagsáætlun deildarinnar lögð fram til samþykktar. 6. Kosningar: a) Kosinn …

Íslandsmeistaratitill á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum

Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar Frjálsar

Afturelding átti 3 keppendur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór helgina 25. og 26. Júlí s.l. Gylfi Ingvar Gylfason gerði sér lítið fyrir og sigraði langstökkskeppnina með stökki upp á 6,82 metra. Þetta var aðeins einum sentimetra frá hans besta árangri. Þá átti Guðmundur Ágúst Thoroddsen gott mót og varð í öðru sæti í 200 metra hlaupi …

Unglingameistaramót Íslands – einn Íslandsmeistaratitill!

Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar Frjálsar

Afturelding átti 5 keppendur á Unglingameistaramóti Íslands 15-22 ára sem fram fór í Kaplakrika helgina 18. – 19. Júlí s.l. Þau nældu sér samtals í 6 verðlaun. Arna Rut Arnarsdóttir varð Íslandsmeistari í kúluvarpi stúlkna 15 ára með kast uppá 10,78 metra. Þá fékk Arna Rut silfur í 300 metra grindarhlaupi og tvenn bronsverðlaun, í kringlukasti og hástökki. Elsa Björg …

Barion stund – Frjálsíþróttamót

Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar Frjálsar

Frjálsíþróttadeildir Aftureldingar og Fjölnis í samstarfi við Barion Matbar stóðu fyrir stuttu og skemmtilegu frjálsíþróttamóti í frábæru veðri á Varmárvelli miðvikudaginn 1. Júlí s.l. Keppt var í 100 mtr, 200 mtr og 1500 mtr hlaupum í fullorðinsflokki og kúluvarpi í öllum flokkum. Sterkir keppendur mættu og nokkrar eldri hetjur mættu til að styðja við keppendur. Þar ber helst að nefna …

Álafosshlaup 2020

Ungmennafélagið Afturelding Frjálsar

Álfosshlaupið verður haldið þann föstudaginn 12. júní í  Mosfellsbæ og hefst kl. 18:00. Hlaupið verður frá Varmárvelli um austursvæði Mosfellsbæjar. Mosfellbær býður öllum þátttakendum í sund í Varmárlaug að hlaupi loknu. Skráning fer fram á www.hlaup.is Vegalengd Boðið verður upp á 2 vegalengdir, uþb 5 km og uþb 10 km. Tímataka er með flögutímatöku. Hlaupaleiðin Hlaupið er eftir merktum leiðum, …

Einn Íslandsmeistaratitill á MÍ 15-22 ára

Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar Frjálsar

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 15-22 ára fór fram í íþróttahöllinni í Kaplakrika helgina 25.-26. Janúar s.l. Afturelding átti 7 keppendur á mótinu sem komu heim með 6 verðlaun. 1 gullverðlaun, þrenn silfurverðlaun og 2 brons sem er frábær árangur hjá þessu unga og efnilega íþróttafólki. Þau sem komust á verðlaunapall eru: Arna Rut Arnarsdóttir, íslandsmeistari í kúluvarpi stúlkna …

Mikilvægir leikir að Varmá um helgina

Blakdeild Aftureldingar Frjálsar

Afturelding tekur á móti KA í Mizunodeild kvenna um helgina. Liðin spila 2 leiki, kl 14:00 á laugardag og kl 13:00 á sunnudaginn. Auk þess spila B liðin í 1.deild kl 16:00 á laugardaginn. Bæði liðin hafa unnið alla sína leiki á leiktíðinni og eru þetta síðustu leikir fyrir jólafrí í deildinni. Búast má við hörkuleikjum milli þessara liða og …

Silfurleikar ÍR 2019

Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar Frjálsar

Silfurleikar ÍR voru haldnir laugardaginn 23. Nóvember s.l. í 24. sinn. Þetta er eitt stærsta innanhússmót í frjálsum íþróttum sem haldið er ár hvert. Mótið fór fram í Laugardalshöll. Mótið er haldið í minningu afreks Vilhjálms Einarssonar í þrístökki á Ólympíuleikunum árið 1956 en hann varð annar og hlaut þar með silfurverðlaun. Afturelding átti 10 keppendur þetta árið og stóðu …

Fjölnota knatthús vígt að Varmá þann 9. nóvember

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Frjálsar, Knattspyrna

Nýtt fjölnota knattspyrnuhús verður vígt að Varmá laugardaginn 9. nóvember. Dagskrá hefst kl. 14 þegar Sturla Sær Erlendsson formaður íþrótta- og tómstundanefndar býður gesti velkomna. Þá munu bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Haraldur Sverrisson, og Birna Kristín Jónsdóttir formaður Aftureldingar ávarpa samkomuna. Alverk ehf. mun afhenda húsið formlega og kynnt verður samkeppni meðal bæjarbúa um nafn á húsið. Boðið verður upp á knattspyrnu- …