Frjálsíþróttaæfingar vorönn 2023

Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar Frjálsar

Gleðilegt nýtt ár kæru frjálsíþróttaunnendur! Æfingar í frjálsum hefjast mánudaginn 9. janúar samkvæmt stundaskrá.

Fyrirkomulagið frá því á haustönn verður óbreytt, þeas 8-10 ára og 11-14 ára verða í Varmá, sal 3 tvisvar í viku, mánudaga og miðvikudaga kl 16:30 til 17:30. Gunnar Freyr verður áfram þjálfari.

Opnað hefur verið fyrir skráningu í Sportabler (sjá efst á síðunni) en öllum er frjálst að koma og prófa í eina til tvær vikur án þess að skrá sig. Bara gefa sig fram við þjálfara á staðnum.

Með nýárskveðju og ósk um farsælt ár framundan,

stjórnin