Foreldrar og keppendur

Hagnýtar upplýsingar til foreldra og keppenda í badmintoni

•    Upplýsingar um öll mót tímabilsins er að finna í mótaskrá á www.badminton.is

•    Þrjár helstu tegundir badmintonmóta á Íslandi eru:
o    Unglingamót B&C  (Fyrir byrjendur á unglingastigi)
o    Unglingamót A  (Fyrir lengra komna á unglingastigi)
o    Fullorðinsmót  (Fyrir alla sem hafa nægilega getu)
Keppt í B-, A- og Meistaraflokki

•    Þjálfari metur hvaða mót og hvaða flokkar henta hverjum og einum keppanda og sendir tölvupóst eða bréf til foreldra yngri barna þegar mótsboð hefur verið gefið út.

•    Uppgefinn skráningarfrestur á mótsboði er sá frestur sem þjálfara hvers félags er gefinn til að skila skráningu fyrir félagið.
o    Þjálfari sendir tilkynningu um mót með skráningarfresti sem gefur honum svigrúm til að skila á réttum tíma.

•    Foreldrar barna í yngri flokkum deildarinnar bera ábyrgð á því að láta þjálfara vita tímanlega um þátttöku krakkanna.
o    Taka þarf fram í hvaða greinum viðkomandi ætlar að keppa.  Mögulegar keppnisgreinar eru
Einliðaleikur
Tvíliðaleikur
Tvenndarleikur

•    Þegar skráning hefur verið send þurfa foreldrar að fylgjast með á www.badminton.is þar sem nálgast má niðurröðun og tímasetningar á fyrstu leikjum,   yfirleitt 1-2 dögum fyrir mót

•    Athuga þarf að þú þarft að vita í hvaða flokki barnið þitt keppir.  Mynd 2 sýnir niðurröðun á Fullorðinsmót þar sem keppt er í A-, B- og Meistaraflokkum.  Á Unglingamótum er keppt í U13, U15, U17 og U19. Sjá: www.badminton.is undir Mótamál – Flokkaskiptingar

•    Mikilvægt er að mæta tímanlega því að barnið þarf að hafa tíma til að hita sig upp til að fyrirbyggja meiðsli.  Einnig ganga unglingamót oft hratt fyrir sig þannig að þörf getur verið á að flýta leikjum sem skráðir eru seinni hluta dags.

•    Greiða þarf mótsgjöld fyrir þátttöku í mótum.  Gjaldið er mismunandi eftir því hvaða grein barnið tekur þátt og eftir því hve margar keppnisgreinar barnsins eru.  Einnig skiptir máli hvort um er að ræða unglingamót eða fullorðinsmót.
o    Upplýsingar um mótsgjöld er hægt að nálgast í mótsboðinu sem finna má á www.badminton.is undir því móti sem ræðir.
o    Greiða þarf í peningum og tekur þjálfari við greiðslu.

•    Tapi maður leik á unglingamóti gildir sú regla að maður á að telja næsta leik sem spilaður er á vellinum.

•    Takið með ykkur vatn og nesti því að dagurinn gæti orðið langur.  Eitthvað lesefni eða önnur afþreying getur líka komið sér vel fyrir foreldra.

Punkta Kerfi – Reglur

Punktakerfi Badmintondeildar Aftureldingar
Iðkendur geta unnið sér inn punkta með því að taka þátt í mismunandi  atburðum á vegum Badmintondeildarinnar. Iðkendur geta einnig unnið sér inn punkta með framtaki foreldra og/eða aðstandenda.  T.d. vinnur iðkandi sér inn punkta með vinnuframlagi foreldris í sjoppu um keppnishelgi.
1.    Punktar geta nýst til niðurgreiðslu ferðalaga, kaup á fatnaði  eða  kaup á búnaði í gegnum Badmintondeildina.
2.    Ef iðkandi hættir í deild, falla niður allir punkta og viðkomandi punktar fara í sameiginlegan ferðasjóð.  Iðkandi fær ekki punkta útgreidda.
3.    Ef iðkandi hættir og byrjar aftur í deild, heldur iðkandi áunnum punktum.
4.    Formaður og gjaldkeri halda utanum áunna punkta.