Komdu í blak!

Ungmennafélagið Afturelding Blak

Blakdeild Aftureldingar fagnaði 20 ára afmæli í fyrra. Við erum rík af afreksfólki í blakdeildinni en við erum svo heppin að þjálfarar meistaraflokkana þjálfa einnig A landslið kvenna. Sturluðar staðreyndir um blakdeild Aftureldingar:   Blakdeildin er með þrjá þjálfara og öll hafa þau spilað eða tekið þátt í landsliðsstarfi á Íslandi Allir leikmenn meistaraflokks kvenna í blaki voru valdar á …

Vel­ina Apostolova í viðtali á mbl.is

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Blak

Flott viðtal við Velina Apostolova sem  æfir blak með Aftureldingu. Hún segir: „Ég æfi blak með Aft­ur­eld­ingu og kem úr mik­illi blak­fjöl­skyldu þannig að íþrótt­ir og heilsa hafa ávallt verið stór part­ur af lífi mínu.“ Einnig seg­ir hún blak vera allra meina bót. Viðtalið í heild má finna hér.

Luz Medina gerir tveggja ára samning

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Luz Medina kom til kvennaliðs Aftureldingar í janúar s.l. frá KA. Luz náði að spila nokkra leiki með kvennaliði Aftureldingar áður en Covid lokaði leiktíðinni. Nú hefur Luz gert 2ja ára samning við Aftureldingu og er sest að í Mosfellsbæ. Luz er frábær uppspilari  og mikil og góð viðbót við okkar flotta kvennalið sem auk þess getur kennt okkar yngri …

Tvöfalt gull, silfur og brons til Aftureldingarfólks á 3. stigamóti sumarsins í strandblaki

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Um síðustu  helgi fór fram stigamót 3 í strandblaki og var það haldið í Garðabæ og í Laugardalnum. Keppt var í fjórum kvennadeildum og þremur karladeildum.  Afturelding átti samtals 7 fulltrúa í efstu tveimur deildum kvenna og  2 fulltrúa í efstu deild karla í . Thelma Dögg Grétarsdóttir spilaði með Paulu Del Olmo og unnu þær alla sína leiki-2-0 og …

Sigurvegarar í strandblaki

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Um liðna helgi fór fram stærsta strandblakmót sem haldið hefur verið á Islandi.en það var fyrsta stigamót sumarsins. Strandblaksmótaröðinni lýkur svo með Íslandsmóti í ágúst. Einnig var spilað í U15 ára unglingaflokki drengja. 82 lið skráðu sig á mótið og var spilað í 5 kvennadeildum og 4 karladeildum.  Til að fá að spila í efstu deild þá þarf viðkomandi að …

Afturelding með 3 fulltrúa í liði ársins

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Þegar Blaksamband Íslands aflýsti allri keppni í vor vegna COVID-19 átti einungis eftir að spila lokaumferðina í Mizunodeildum karla og kvenna. Undanfarnar vikur hafa liðin í deildinni verið að kjósa í lið ársins og er komið að því að tilkynna um valið. Mizunodeild kvenna – lið ársins 2019-2020 er þannig skipað og á Afturelding 3 fulltrúa þar. Kantar: María Rún …

Vinningaskrá í happdrætti Blakdeildar Aftureldingar

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Vinningaskrá í happdrætti blakdeildar Aftureldingar er nú aðgengileg hér. Til að nálgast vinninga vinsamlegast verið í sambandi á tölvupóstinum: blakdeildaftureldingar@gmail.com þar sem við getum ekki afhent vinningana í íþróttahúsinu að Varmá eins og venjulega. Blakdeildin þakkar öllum fyrir veittan stuðning. Hann skiptir miklu máli.

Aðalfundur Blakdeildar verður 18.maí

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Aðalfundur BLAKDEILDAR Aftureldingar            verður haldinn mánudaginn 18.maí  2020 kl. 20:00 í                                         vallarhúsinu að Varmá. Dagskrá fundarins: 1.   Kosning fundarstjóra og fundarritara.2.   Skýrsla stjórnar.3.   Reikningar síðasta árs lagðir fram. 4.   Kosning formanns blakdeildar.5.   Kosning í ráð innan deildarinnar 6.   Önnur mál.7.   Fundi slitið.

Happdrætti Blakdeildar hleypt af stokkunum í dag !!!

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Hið árlega happdrætti blakdeildarinnar var hleypt af stokkunum í dag og hafa iðkendur deildarinnar byrjað að selja miða.  Happdrættið er mikilvægur þáttur í fjármögnun  deildarinnar og taka allir iðkendur þátt í fjáröfluninni. Hver iðkandi fær hlutdeild af andvirði miðans og er því  verið að styrkja deildina sem og iðkandann sjálfan með kaupum á miða.  Í ár mun miðasalan fara mest …