Lið fyrri hluta Íslandsmótsins- Fulltrúar Aftureldingar

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Í dag, 29.janúar var tilkynnt um það hverjir væru í liði fyrri hluta tímabilsins, bæði hjá körlum og konum í blaki. Aftuelding átti einn fulltrúa kvennamegin, þar sem Valdís Unnur Einarsdóttir var valin ein af tveimur bestu miðjuspilurum mótsins.  Karlamegin átti Afturelding tvo fulltrúa þar sem Dorian Poinc var valinn einn af tveimur bestu köntum mótsins og Hafsteinn Már Sigurðsson …

Kveðja frá Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Blak

Þann 31. október lést Mundína Ásdís Kristinsdóttir. Munda hefur fylgt blakdeild Aftureldingar frá stofnun hennar.  Hún var sjálf leikmaður, síðar sjálfboðaliði, alltaf vinkona og einstök félagskona, auk þess að sinna svo ótal mörgum hlutverkum fyrir félagið. Munda vann afskaplega óeigingjarnt starf fyrir blakíþróttina, bæði hér í Mosfellsbæ, en hún fór einnig í fjölmargar ferðir fyrir hönd Blaksambands Íslands, sem sjúkraþjálfari …

U19 landslið kvenna á NEVZA í Finnlandi

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Kvennalið Íslands í U19 hélt til Finnlands á fimmtudagsmorguninn til að keppa á NEVZA mótinu í blaki. Afturelding á 3 fulltrúa í liðinu auk þjálfarans og fararstjóra liðsins. Leikmenn liðsins eru: Lejla Sara Hadziredezepovic, Rut Ragnarsdóttir og Valdís Unnur Einarsdóttir en þær tóku allar einnig þátt í verkefnum A landsliðsins s.l. sumar. Þjálfari liðsins er þjálfari mfl kk og kvk …

BRONS hjá Íslandi í U17 stúlkna

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

U17 kvennalið Íslands gerði góða ferð á NEVZA mótið í Danmörku í síðustu viku. Þær komu heim með bronsverðlaunin um hálsinn og með 2 stúlkur í liði mótsins auk þess að vera með mikilvægasta leikmann mótsins.  Frábær árangur hjá þessum stelpum og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni. Afturelding átti þrjá fulltrúa í liðinu, Ísabella Rink, Jórunn Ósk …

SKÓLABLAK Í FELLINU Á ÞRIÐJUDAGINN

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Skólablak er verkefni á vegum CEV, (Blaksamband Evrópu)  UMFÍ, ÍSÍ og BLÍ þar sem skólakrökkum um allt land í 4.-6. bekk er boðið að koma og keppa í einfaldri og skemmtilegri útgáfu af blaki með skólafélögum. Fyrsti SKÓLABLAKSDAGURINN verður í Fellinu að Varmá á þriðjudaginn, þann 29.september þegar krakkar úr grunnskólum Mosfellsbæjar koma saman og spila og keppa í SKÓLABLAKI. …

Fulltrúar Aftureldingar með íslenska landsliðinu

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Íslenska kvennalandsliðið í blaki er nú að spila leiki í undankeppni EM og hafa þær spilað 3 leiki alla erlendis. Þær eru nýkomnar úr 10 daga keppnisferðalagi um Tékkland, Svartfjallaland og Finnland þar sem matareitrun herjaði á liðið og starfsfólk. Nú er komið að leikjunum á Íslandi og er fyrsti leikurinn á morgun,laugardaginn 3.sept. kl 15:00 og taka stelpurnar á …

Blakæfingar hefjast samkvæmt tímatöflu 1. september

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Æfingar allra hópa innan Blakdeildarinnar hefjast 1.september samkvæmt tímatöflu.  Í vetur er skemmtilegt samstarf í gangi með sunddeildinni og frjálsum fyrir yngstu iðkendurnar okkar í 1. og 2. bekk og fer það fram í Lágafelli þar sem börnin æfa þessar þrjár íþróttir jöfnum höndum en greiða bara eitt æfingargjald. Þær æfingar eru undir heitinu Íþróttablanda og eru á mánudögum og …

Frábær viðbót til meistaraflokks karla í blaki

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Landsliðsmennirnir Atli Fannar Pétursson og Hafsteinn Már Sigurðsson skrifuðu undir samning við Blakdeild Aftureldingar í dag. Atli Fannar er alin upp í Mekka blaksins, Neskaupstað hjá Þrótti Nes og hefur síðustu 2 árin spilað með Fylki í úrvalsdeild karla. Hafsteinn Már er frá Ísafirði og hefur verið burðarstólpi í frábæru liði Vestra undanfarin ár. Báðir eru þeir á landsliðsæfingum með …

Sumarnámskeið í krakkablaki

Blakdeild Aftureldingar Blak

Blakdeildin býður körkkum sem kláruðu 3-6 bekk á sumarnámskeið í krakkablaki dagana. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Rósborg Halldórsdóttir. Námskeiðið er frá kl 09:00-12:00 mánudag til fimmtudags og er fyrir krakka sem voru að klára 3-6.bekk.(8-12 ára) Verð 4900 kr. Lágmarks fjöldi: 8 krakkar. Námskeiðið fer fram í sal 3 að Varmá og ef  það er gott veður verður farið út …