BIKARMEISTARAR 2024

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Kvennalið Aftureldingar eru Bikarmeistari  í  blaki 2024. Um síðustu helgi fór fram FINAL4 helgin í  Kjörísbikarnum í blaki.  Í undanúrslitunum fengu stelpurnar lið Blakfélags Hafnafjarðar og vannst sá leikur 3-0 .  Á  laugardaginn var síðan úrslitaleikurinn við ríkjandi Íslands-og bikarmeistara KA .  Leikurinn var sýndur beint á RUV en síðast þegar RUV sýndi beint frá blakleik var það einmitt á …

Stelpurnar okkar komnar í FINAL 4 í Kjörísbikarnum

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Meistaraflokkur kvenna í blaki er komin áfram í FINAL 4 helgina í Kjörísbikarnum í blaki.  Undanúrslitin verða spiluð á fimmtudaginn 15.febrúar og spilar Afturelding við Blakfélag Hafnafjarðar kl 19:30.  Sigurliðið úr þeim leik fer í úrslitaleikinn á móti HK eða KA og verður sá leikur spilaður kl 13:00 á laugardaginn þann 17.febrúar.  Undanúrslitaleikirnir eru sýndir beint á RUV 2 og …

Thelma Dögg er blakkona ársins hjá BLÍ

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Blakkona Blaksambands Íslands hefur verið kosin Thelma Dögg Grétarsdóttir úr blakdeild Aftureldingar. Við óskum Thelmu Dögg og Aftureldingu innilega til hamingju með útnefninguna enda frábær íþróttakona þarna á ferð. Umsögn um Blakfólk ársins má finna hér:  https://www.facebook.com/blaksamband.islands

Blakarar á ferð og flugi um helgina

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Íslandsmót neðri deilda í blaki var haldið vítt og breitt um landið um liðna helgi.  Spilað var í deildum 2-6 hjá konum og í deildum 2 og 3 hjá körlum. Afturelding er með lið í 2.deild kvk, 3 lið í 4.deild kvk og unglingalið í 5.deild kvk.  Einnig erum við með unglingalið í 2.deild karla og karlalið í 3.deild karla. …

Fulltrúar Aftureldingar í U landsliðum Íslands

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Íslensku landsliðin í U17 og  U19 landsliðum hafa verið á faraldsfæti undanfarnar vikur. U17 spiluððu á NEVZA mótinu sem haldið var í Danmörku um miðjan október.  Þar átti Afturelding fulltrúa í kvennaliðinu í Sunnu Rós Sigurjónsdóttur og aðstoðarþjálfari liðsins var Thelma Dögg Grétarsdóttir. Bæði liðin náðu 5.sæti á mótinu eftir sigur á Færeyjum í síðustu leikjum liðanna. Í síðustu viku …

Villý heiðruð, hefur spilað 300 leiki fyrir Aftureldingu ♥GOAT ♥

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Fyrir leik Aftureldingar og Þróttar Reykjavíkur í blaki í gærkvöldi var Velina Apostolova heiðruð. Villý okkar kom til Aftureldingar þegar Blakdeildin ákvað að tefla fram kvennaliði í efstu deild haustið 2011. Með henni komu foreldrar hennar, Apostol  sem var þjálfari liðsins, móðir hennar, Miglena sem þjálfaði yngri iðkendur deildarinnar og yngri systir hennar Kristina sem spilaði lengi sem frelsingi liðsins. …

Blakæfingar hefjast samkvæmt stundatöflu 1. september

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Blakdeildin hefur sitt 24. starfsár og  21. starfsár fyrir yngri flokka föstudaginn 1.september samkvæmt tímatöflu deildarinnar. Skráning fer fram á Sportabler.is  Við bjóðum yngri iðkendur sérstaklega velkomna á æfingar og er frítt að koma og prufa æfingar en æfingar fara fram bæði í Lágafellsskóla fyrir U10 börn (3.og 4.bekkur) og að Varmá en U12 (5.og 6.bekkur) æfa bæði í Lágafelli …

Íslandsmeistaratitill í strandblaki kvenna !!!

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Íslandsmótið í strandblaki var haldið í Kjarnaskógi á Akureyri um liðna helgi. Frábær þátttaka var í mótinu og spilað í tveimur karladeildum og 4 kvennadeildum ásamt unglingadeild, og markar þetta lok strandblakssumarsins og upphaf inniblaksins hjá mörgum.   Okkar kona; Thelma Dögg Grétarsdóttir  ásamt spilafélaga sínum Hjördísi Eiríksdóttur urðu Íslandsmeistarar eftir sigur á Daníelu Grétarsdóttur og hennar spilafélaga, Margréti sem …

Íslenska karlaliðið í blaki á lokamóti Evrópskra smáþjóða

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Afturelding á tvo fulltrúa í íslenska karlalandsliðinu sem tekur nú þátt í lokamóti Evrópskra smáþjóða sem spilað er  í Edinborg í Skotlandi. Fulltrúar  Aftureldingar eru Atli Fannar Pétursson og Hafsteinn Már Sigurðsson sem báðir spila með karliði félagsins og þjálfa yngri iðkendur.  Íslensku strákarnir héldu erlendis í gær, miðvikudag og spiluðu fyrtsa leikinn í dag sem þeir töpuðu 3-1  gegn …

Aftureldingarfólk með gullið og Evrópumeistarar Smáþjóða í blaki kvenna

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Í dag, sunnudag, spilaði íslenska kvennalandsliðið í blaki til úrslita um Evrópumeistaratitil Smáþjóða en lokakeppnin fór fram í Luxemborg. Úrslitaleikurinn var á milli Skotlands og Íslands og vann Ísland leikinn 3-2. Afturelding var með 4 leikmenn í íslenska landsliðinu auk þjálfara og fararstjóra. Í lok mótsins er valið draumalið mótsins og átti Ísland 3 leikmenn í liðinu og koma þeir …