Thelma Dögg útnefnd blakkona ársins

Aftureldingarstúlkan og Mosfellingurinn Thelma Dögg Grétarsdóttir var útnefnd í gær sem Blakkona ársins hjá Blaksambandi Íslands og er það annað árið í röð sem hún hlýtur þessa útnefningu. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í höfuðstöðvum ÍSÍ í dag. Samtímis var tilkynnt val á liði fyrri hluta Íslandsmótsins og á Afturelding besta frelsingjann í kvennaliðinu, Kristina Apostolova og besta dióinn í karlaliðinu …

Afturelding – HK tvíhöfði #égábaraeittlíf

Aftur er fjörugur miðvikudagur fyrir blakdeild Aftureldingar. Bæði liðin okkar í Mizunodeild karla og kvenna taka á móti liðum HK miðvikudaginn 5 des. Kvennaleikurinn hefst kl 18:30 og karlaleikurinn í kjölfarið eða kl 20:30. Leikurinn á miðvikudaginn verður tileinkaður minningarsjóð Einars Darra #égábaraeittlíf og rennur allur inngöngueyrir óskiptur til sjóðsins. Við hvetjum allt blakháhugafólk og Mosfellinga til að styðja við …

Tvíhöfði í blaki

Bæði liðin okkar í Mizunodeild karla og kvenna taka á móti liðum Álftaness í kvöld, miðvikudag og hefst kvennaleikurinn kl 18:30 og karlaleikurinn í kjölfarið eða kl 20:30. Við hvetjum okkar fólk til að mæta í rauðu á pallana og hvetja liðin okkar áfram.    Áfram Afturelding

Blakveisla að Varmá um helgina

Mikil blakveisla verður að Varmá um helgina þegar Afturelding tekur á móti firnasterkum liðum KA bæð í karla-og kvennaflokki.  KA liðið karlamegin voru þrefaldir meistarar á síðasta keppnistímabili og hafa styrkt sig enn meira fyrir tímabilið og ætla sér greinilega stóra hluti. Kvennalið KA hefur einnig styrkt sig mjög mikið en liðið var í síðasta sæti á síðasta Íslandsmóti. Karlaliðin …

Annar sigur hjá strákunum, og núna í 1.deild karla

Blakdeild Aftureldingar teflir fram þremur karlaliðum í Íslandsmóti Blaksambands Íslands. Strákarnir í Mizunodeildinni gerðu góða ferð í Kópavog og nældu sér í 3 stig á miðvikudaginn.  Á fimmtudaginn hélt 1.deildar liðið okkar einnig í Kópavog  en þá spiluðu þeir sinn fyrsta leik í Benecta deildinni og gerðu eins, komu heim með 3 stig eftir viðureign við HKarla. Glæsileg byrjun hjá …

Strákarnir byrja vel – sigur í fyrsta leik.

Keppnin í Mizunodeild karla í blaki hófst í gærkvöldi þegar Afturelding sótti HK heim í Fagralund. Strákarnir okkar byrjuðu af krafti og unnu HK 1-3. Glæsileg byrjun hjá strákunum og lofar góðu. Næstu leikir eru 10. og 11. nóvember þegar Afturelding fær lið KA í  heimsókn og spila þá bæði karla- og kvennaliðin við KA.

Blakferð til Hvammstanga

Helgina 13.-14.okt s.l. héldu 8 stúlkur úr 2.og 3. flokki Blakdeildar Aftureldingar til Hvammstanga þar sem þær kepptu í blaki í  fyrstu umferð Íslandsmóts kvenna í 4.deild.  Mótið er spilað í þremur helgarmótum yfir blaktímabilið 2018-2019.  Blakdeild Aftureldingar hefur undanfarin ár skráð 1 stúlknalið til þátttöku í þessa deildarkeppni hjá konunum.  Þetta er mikil og góð reynsla fyrir stúlkurnar, auk …

Íslandsmót í blaki á Neskaupstað hjá 4. og 5. flokk.

Helgina 27.-28. október síðastliðinn fór fram Íslandsmót 4. og 5. flokks í blaki á Neskaupstað. Á mótinu var Afturelding með eitt kvennalið í 4. flokki og tvö blönduð lið í 5. flokki. Þessi frábæri hópur stóð sig afar vel bæði utan vallar sem innan og lenti 4. flokkur í 4. sæti og 5. flokkur lenti í 5. og 7. sæti. …

Norður-Evrópumót í blaki

Afturelding átti fimm fulltrúa í U19 landsliði Íslands sem tók þátt í móti Northern European Volleyball Zonal Association (NEVZA). Það verður haldið í Kettering á Englandi dagana 28.-30.október. Aðrar þjóðir sem þar taka þátt eru Danmörk, Noregur, England, Svíþjóð og Færeyjar. Það eru bæði kvenna- og karlalið sem fara til leiks. Þeir sem fara frá Aftureldingu eru: Kristín Fríða Sigurborgardóttir, …

Afturelding með sigur í fyrsta leik tímabilsins

Afturelding fékk Völsung í heimsókn í dag í fyrsta leik Mizunodeildar kvenna í blaki. Afturelding hóf leikinn af miklum krafti og var staðan fljótlega orðin 10-4, heimakonum í vil. Völsungur átti í vandræðum í móttökunni en það sama mátti segja um Aftureldingu í lok hrinunnar. Þá skoraði Rut Gomez þrjá ása í röð. Það dugði þó ekki til og Afturelding …