Hafsteinn var valinn besti íslenski leikmaðurinn 2024-2025

Hafsteinn Már á leið í atvinnumennsku í Svíþjóð

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Blakarinn og landsliðsmaðurinn Hafsteinn Már Sigurðsson sem spilað hefur með karlaliði Aftureldingar undanfarin tvö ár er á leið til Svíþjóðar í atvinnumennsku í blaki. Hafsteinn kemur frá Ísafirði og spilaði með Vestra þangað til hann kom suður og gekk til liðs við Aftureldingu. Hafsteinn hefur verið lykilmaður í liðinu undanfarin tvö tímabil og skrifaði söguna með félaginu í vor þegar karlalið félagsins komst í fyrsta skipti í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn.  Einnig hefur Hafsteinn komið að þjálfun yngri iðkenda og staðið sig mjög vel þar.

Hafsteini er óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi og það verður spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni.

Hér er  linkur inn á skemmtilega kynningu hjá Svíunum og viðtal við Hafstein.

Gangi þér allt í haginn Hafsteinn og takk fyrir tvö frábær tímabil.