Úthlutun sjóða – Minningarsjóður Guðfinnu og Ágústínu og Afrekssjóður Aftureldingar og Mosfellsbæjar

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Nú fer að líða að úthlutun úr tveimur sjóðum hjá okkur í Aftureldingu. Annars vegar er það Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur og hins vegar er það Afreks- og styrktarsjóður Aftureldingar og Mosfellbæjar. Upplýsingar um sjóðina má finna á heimasíðu Aftureldingar, www.afturelding.is Þetta er fyrri úthlutun af tveimur sem fer fram þann 29. janúar 2021, en sú síðar fer fram í júní 2021.   Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur. Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi yngri …

Íþróttaskóli barnanna

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Íþróttaskóla barnanna frestað um óákveðin tíma. Á facebook síðu skólans segir: „Ástæður eru m.a. þær að skv. almannavörnum má ég ekki taka nema 20 fullorðna inn í salinn (hélt að ég mætti vera með 50 fullorðna). Það þýðir að það komast ekki nema 16 – 17 börn í hvern hóp. Hóparnir fylltust alveg strax og nú stend ég frammi fyrir …

Byggingafélagið Bakki framlengir samstarfssamning við Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Blak, Handbolti, Knattspyrna, Körfubolti

Byggingafélagið Bakki hefur framlengt samstarfssamningi við Aftureldingu til ársins 2022, en fyrri samningurinn rann út í lok árs 2020. Samningurinn kveður á um að Bakki sé aðalstyrktaraðili barna- og unglingaráða í blaki, handbolta, knattspyrnu og körfubolta. Afturelding er afar þakklát Bakka fyrir áframhaldandi stuðning við félagið.  Merki Bakka er sem fyrr framan á keppnisbúningum Aftureldingar í yngri flokkum í þeim …

Kjör íþróttafólk Mosfellsbæjar: Alexander valinn Þjálfari ársins 2020

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Fimleikar

Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar fór fram við hátíðlega athöfn á veitingastaðnum Blik miðvikudaginn 6. janúar 2021 í beinni útsendingu í gegnum Youtube. Að þessu sinni voru 13 konur og 16 karlar tilnefnd til kjörsins og hafa aldrei verið fleiri. Íþróttakona Mosfellsbæjar 2020 var kjörin: Cecilía Rán Rúnarsdóttir knattspyrnukona í Fylki. Íþróttakarl Mosfellsbæjar 2020 var kjörinn: Kristófer Karl Karlsson golfíþróttamaður …

Skráning iðkenda

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Við minnum forráðamenn á að ganga frá skráningu á vorönn. Til þess að fá aðgang að Sideline appinu verða iðkendu að vera skráðir í Nóra, afturelding.felog.is. Æfingatímar birtast á XPS Sideline appinu. Einnig er þetta samskiptatól þjálfara. Hægt er að kynna sér appið betur HÉR. Mikilvægt er að allir iðkendur séu skráðir og hægt sé að ná í forráðamenn komi …

Íþróttamaður og íþróttakona Aftureldingar 2020

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Í morgun vorum verðlaun íþróttamanns og íþróttakonu Aftureldingar 2020 afhent. Viðburðurinn var öllu látlausari í ár en undanfarin ár, en við fengum til okkar það íþróttafólk sem stendur fremst meðal jafninga. Viðburðinum var streymt beint frá facebook og hægt er að nálgast útsendinguna HÉR. Íþróttamaður Aftureldingar 2020 var valinn Guðmundur Árni Ólafsson handknattleiksmaður. Guðmundur Árni lék mjög vel á seinni …

Jólakveðja frá skrifstofu Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Okkar bestu óskir um gleðileg jól og heillaríkt komandi nýtt ár Þökkum kærlega fyrir frábært samstarf á árinu sem var senn krefjandi og reyndi á þolinmæði okkar allra Hlökkum til að takast á við nýtt og skemmtilegra íþróttaár 2021!! Skrifstofa Aftureldingar verður lokuð á Þorláksmessu, 23. desember næstkomandi. Við viljum jafnframt vekja athygli á því að skrifstofa Aftureldingar er flutt …

Kveðjum fljótlega krefjandi ár Desemberkveðja formanns

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Kæru félagar, þetta er aldeilis búið að vera krefjandi en lærdómsríkt ár hjá okkur í Aftureldingu sem og í heiminum öllum. Við höfum þurft að bregðast við ýmsum áskorunum og ég verð að hrósa þjálfurunum okkar sem hafa verið ótrúlega hugmyndaríkir og duglegir að mæta nýjum þörfum og svo sannarlega tilbúnir til þess að gera þetta auka og hugsa út …

Íþróttahreyfingin skorar á yfirvöld

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Ungmennasamband Kjalarnesþings (UMSK), héraðssamband Aftureldingar er í hóp héraðssambanda sem hefur skorað á yfirvöld að huga betur að unga fólkinu í sóttvarnaraðgerðum sínum. „Raddir unga fólksins okkar eru því miður of fáar og þegar við getum ekki hvatt þau til íþróttaiðkunar í jafn langan tíma og raun ber vitni þá höfum við miklar áhyggjur af brottfalli þeirra sem myndi auka …