Úrslit í jólahappdrætti meistaraflokks kvenna

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Dregið var í jólahappdrætti meistaraflokks kvenna í handbolta í desember s.l. Alls voru 57 vinningar í happdrættinu í ár og margir hverjir mjög glæsilegir. Hægt er að vitja vinninga hjá Vínilparket í Desjamýri 8 alla virka daga milli 8-17 eða með því að hafa samband í síma 896-9605. Sækja þarf vinninga fyrir 15.2.2020 Meistaraflokkur kvenna vill koma á framfæri þökkum …

Prufaðu að æfa handbolta – EM tilboð

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Handknattleiksdeild Aftureldingar býður öllum nýjum iðkendum að prufa að æfa handbolta án skuldbindingar á meðan EM í handbolta stendur yfir. Mótið fer fram dagana 9. – 26. janúar 2020.

Silfur hjá strákunum í 5. flokki í Gautaborg

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

5. flokkur karla í handbolta hjá Aftureldingu tók þátt í hinu sterka móti Norden Cup sem lauk í dag. Afturelding stóð sig frábærlega í mótinu og hafnaði í 2. sæti í mótinu eftir tap í úrslitaleik gegn Team Favrskov Håndbold frá Danmörku. Afturelding fékk boð í mótið sem Íslandsmeistari í 5. flokki og mótið því geysilega sterkt. Hafn Guðmundsson og Aron …

Birkir og Guðmundur Árni í úrvalsliði Olísdeildarinnar

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Afturelding á tvo fulltrúa í úrvalsliðinu fyrir áramót í Olísdeild karla í handbolta sem kynnt var í Seinni Bylgjunni í vikunni. Birkir Benediktsson og Guðmundur Árni Ólafsson voru valdir í liðið en þeir hafa verið frábærir fyrir Aftureldingu í vetur. Guðmundur Árni hefur skorað 94 mörk á leiktíðinni og verið algjörlega frábær í hægra horninu hjá Aftureldingu. Birkir Ben hefur …

Gunnar Magnússon tekur við Aftureldingu í sumar

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Gunnar Magnússon þjálfari Hauka og aðstoðarþjálfari íslenska handknattleikslandsliðsins mun taka við þjálfun meistaraflokks Aftureldingar sumarið 2020. Einar Andri Einarsson hættir eftir yfirstandandi keppnistímabil, þegar samningur hans rennur út, eftir sex ár í Mosfellsbænum. Lið Aftureldingar hefur spilað mjög vel á tímabilinu og er í 2. sæti Olís-deildarinnar nú þegar jólafríið er hafið. Gunnar er mjög reyndur og sigursæll þjálfari og …

Guðmundur Helgi stýrir Aftureldingu út tímabilið

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Handknattleiksdeild Aftureldingar hefur skrifað undir samning við Guðmund Helga Pálsson um þjálfun meistaraflokks kvenna í handbolta. Guðmundur stýrir liðinu í fyrsta leik eftir pásu í Olís-deildinni 18. janúar. Hann var áður þjálfari meistaraflokks karla í Fram en fær nú það krefjandi verkefni að stýra kvennaliði Aftureldingar. „Handknattleiksdeild Aftureldingar er afar stolt að fá svona flottan þjálfara í slaginn með okkur,“ segir Hannes …

Brynjar Vignir og Þorsteinn Leó í U18 hópi Íslands

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Afturelding á tvo glæsilega fulltrúa í 20 manna hópi U-18 karla sem leikur Sparkassen Cup milli jóla og nýárs. Brynjar Vignir Sigurjónsson er í 16 manna lokahóp og Þorsteinn Leó Gunnarsson er einn fjögurra aukamanna sem æfa með liðinu fram að móti og gætu fengið kallið. Heimir Ríkarðsson og Guðmundur Helgi Pálsson þjálfar liðið en æfingar hefjast 17.desember og mótið …

Jólahappdrætti meistaraflokks kvenna – Glæsilegir vinningar!

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Meistaraflokkur kvenna í handbolta stendur fyrir stórglæsilegu happdrætti fyrir jólin þar sem hægt er að vinna stórglæsilega vinninga. Miðinn kostar aðeins 2.000 kr.  og verður dregið í beinni úsendingu á Facebook síðu Handknattleiksdeilar þann 17. desember næstkomandi. Hér er frábær tækifæri til að styðja við kvennahandboltann hjá Aftureldingu og eiga jafnvel möguleika á að vinna sér sinn glæsilegan vinning. Hægt …

Mættu á leiki Aftureldingar gegn Stjörnunni og þú gætir unnið landsliðstreyju!

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Í tilefni af leikjum Aftureldingar og Stjörnunnar í Olísdeild karla og kvenna laugardaginn 7. desember ætlum við að efna til skemmtilegs leiks. Til að taka þátt í leiknum þarftu að hafa Geddit-appið í símanum þínum. Hægt er að finna Geddit í App Store eða Google Play. Á leikdegi 7. desember geturðu „veitt staur“ í Geddit og spilað leiki. Allir sem …

Haraldur hættir sem þjálfari meistaraflokks kvenna

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Stjórn Handknattleiksdeildar Aftureldingar og Haraldur Þorvarðarson hafa komist að samkomulagi um að hann láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna. Þetta er niðurstaða hlutaðeigandi aðila eftir skoðun og viðræður um stöðu flokksins og heildrænt mat. Stjórnin vill þakka Haraldi fyrir aðkomu hans að uppbyggingu kvennahandboltans hjá félaginu, en hann hefur sýnt mikinn áhuga og metnað í þeim efnum, sem hefur …