Afturelding – Þór Ak. Olísdeild karla kl 19.30 að Varmá

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Olísdeildin hefst í kvöld þegar Afturelding tekur á móti Þór Ak. Leikurinn hefst klukkan 19.30 að Varmá. Miðasala á leiki í Olísdeildinni veturinn 2020-2021 fer fram í miðasöluappinu Stubb. Stubbur auðveldar stuðningsmönnum að kaupa miða á leiki, ásamt því að stuðningsmenn geta fylgt sínu liði. Það sem þú getur gert í appinu:  -Keypt miða á leiki í Olísdeildinni. -Fylgt Aftureldingu …

Æfingar hefjast mánudaginn 31. ágúst

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Nú er æfingataflan fyrir komandi tímabil klár. Æfingar hefjast samkvæmt henni mánudaginn 31. ágúst. Skráning er hafin inn Mínum síðum hjá Mosfellsbæ, http://afturelding.felog.is/  

Aðalfundur Handboltadeildar 25. maí

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Aðalfundur Handboltadeildar Aftureldingar verður haldinn mánudaginn 25. maí næstkomandi kl. 17.00 í Vallarhúsinu við íþróttamiðstöðina að Varmá. Dagskrá samkvæmt reglum Aftureldingar: 1. Fundarsetning. 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3. Formaður deildar gerir grein fyrir starfssemi deildarinnar á liðnu starfsári. 4. Gjaldkeri deildar leggur fram til samþykktar og gerir grein fyrir reikningum deildarinnar, sem staðfestir hafa verið af kjörnum skoðunarmanni og …

Fréttir frá HSÍ vegna mótahalds

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Í gær fundaði HSÍ með ÍSÍ og öðrum sérsamböndum eins og hafði verið ákveðið á fundi sambandanna á mánudag með almannavörnum. Í dag er enn óbreytt staða frá yfirvöldum þ.e. að ekki er um að ræða samkomubann. HSÍ mun almennt fara eftir þeim tilmælum og munu allir leikir fara fram skv. leikjadagskrá þar til annað verður tilkynnt. Hins vegar hefur …

Þjálfarar Aftureldingar útskrifast með Master Coach gráðuna

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Laugardaginn 29. febrúar útskrifuðust 23 þjálfarar með Master Coach gráðuna. Þjálfarar Aftureldingar í meistaraflokki, Einar Andri Einarsson og Guðmundur Helgi Pálsson voru þeirra á meðal. Námið þeirra hófst í byrjun árs 2019 og var námið unnið í samvinnu við HR og EHF en Master Coach gráðan er æðsta gráða í alþjóðlegum handbolta. Var þetta í fyrsta skiptið sem boðið var upp á …

Skemmtikvöld meistaraflokks kvenna í handbolta. – FRESTAÐ

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

því miður þarf að fresta skemmtikvöldinu vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Við hlökkum mikið til að hitta alla seinna. Meistarflokkur kvenna í handbolta heldur kemmtikvöld þann 14. mars. – Miðaverð 6.900kr. – Björgunarsveitahúsið við Völuteig – Miðapantanir: alda@murefni.is  

Afturelding mætir Stjörnunni í undanúrslitum á fimmtudag

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Fimmtudagskvöldið 5. mars mætast Afturelding og Stjarnan í undanúrslitum í CocaCola-bikarnum í handbolta. Sigurvegarinn fer í úrslitaleikinn sem er leikinn tveimur dögum síðar. Leikurinn hefst kl. 20:30. Upphitun hefst á Barion kl. 18.00 verða frábær tilboð á mat og drykk fram að leik. Rútuferðir verða fyrir stuðningsmenn frá Barion kl. 19:30 og svo aftur tilbaka í Mosfellsbæ að leik loknum. …

Afturelding endurnýjar samstarf við Bónus

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Bónus verður áfram einn af styrktaraðilum handknattleiksdeildar Aftureldingar líkt og undanfarin ár. Í morgun var undirritaður nýr samningur þess efnis í nýrri verslun Bónus í Bjarkarholti og mun Bónus áfram styrkja meistaraflokk karla með myndarlegum hætti. „Samstarfið með Bónus hefur verið mjög mikilvægt fyrir okkur hjá Aftureldingu og mjög ánægjulegt að þetta góða samstarf haldi áfram,“ segir Haukur Sörli Sigurvinsson, …