Gott gengi Aftureldingar á Eyjablikkmóti 5. flokks

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Eyjablikksmótið í umsjón ÍBV var haldið í Vestmannaeyjum 1.-3. nóvember. Afturelding átti þrjú eldra árs lið á mótinu, tvö drengjalið og eitt stúlknalið skipuð 25 iðkendum, sem öll stóðu sig mjög vel. Afturelding 1 sigraði í 1. deild með fullt hús stiga. Afturelding 2 varð í öðru sæti í 3. deild B og stúlknaliðið hafnaði einnig í öðru sæti í …

Sex úr Aftureldingu í Hæfileikamótun HSÍ

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins fór fram um helgina í TM-höllinni í Garðabæ. Þar æfðu strákar og stelpur fædd 2006 undir stjórn nýráðinna þjálfara, en það eru þau Halldór Jóhann Sigfússon og Rakel Dögg Bragadóttir. Hæfileikamótunin er mikilvæg bæði HSÍ og krökkunum sem þar æfa en þarna fá þau að kynnast umhverfi yngri landsliðanna. Þá hélt Bjarni Fritzson fyrirlestur fyrir …

Eggjasala til styrktar meistaraflokki Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Meistaraflokkur kvenna í handbolta er með til sölu eggjabakka frá Stjörnueggjum til fjáröflunar. Í hverjum bakka eru 30 egg og kostar bakkinn 2.200 kr. Bakkinn kemur einu sinni í mánuði. Hægt er að vera í áskrift út tímabilið en einnig er hægt að velja um að fá bakka annan hvern mánuð. Eggjunum verður skutlað upp að dyrum hjá kaupendum af leikmönnum …

Handknattleiksdeild: Greiðsla æfingagjalda

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Mikilvæg skilaboð til foreldra Við viljum þakka þeim sem hafa gengið frá greiðslu æfingagjalda í Nora kærlega fyrir. Við viljum minna þá foreldra sem eiga eftir að ganga frá greiðslu æfingagjalda að gera það sem allra fyrst. Því miður þá er ennþá töluverður fjöldi iðkenda ekki ennþá skráður í flokkunum. Forsenda fyrir því að greiða þjálfurum okkar í deildinni laun …

Andrea Daidzic til liðs við Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Hin 24 ára gamla handknattleikskona, Andrea Daidzic, hefur skrifað undir samning við kvennalið Aftureldingar fyrir komandi átök í Olísdeildinni. Andrea er króatískur línumaður sem spilaði síðustu tímabil með Osijek í heimalandinu. „UMFA fjölskyldan er gríðarlega ánægð með ákvörðun Andreu að leika með liðinu í vetur og býður hana hjartanlega velkomna í Mosó,“ segir Hannes Sigurðsson formaður handknattleiksdeildarinnar.

Afturelding sigraði á Opna Norðlenska

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Undirbúningur fyrir Olísdeild kvenna er í fullum gangi og um síðustu helgi fór fram Opna Norðlenska mótið fram hjá Þórs/KA á Akureyri. Okkar stelpur í Aftureldingu gerðu sér lítið fyrir og fögnuðu sigri í mótinu. Afturelding vann góðan sigur á Stjörnunni í fyrsta leik, 14-18 og vann svo frábæran sigur á gestgjöfum Þórs/KA, 25-26. Þrátt fyrir tap gegn HK í …

Sportís í samstarf við Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Sportís ehf umboðsaðili Asics og Afturelding handboltadeild gera með sér samning um sölu og markaðssetningu á Asics handboltaskóm. Leikmenn meistaraflokka Aftureldingar spila í Asics næstu 3 árin. Sportís bíður félagsmönnum frábær kjör á skóm í verslun sinni í Mörkinni 6. Nánar um samstarfið kemur í næsta mosfelling og á heimasíðu Aftureldingar. Á myndinni eru Hannes Sigurðsson formaður handknattleiksdeild og Skúli …

Skelltu þér í handbolta – æfingar hefjast 2. september 2019

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Æfingar hjá yngri flokkum (5.-8. flokki) handknattleiksdeildar hefjast mánudaginn 2. september 2019. Við í handknattleiksdeildinni hlökkum mikið til og bjóðum alla fyrri iðkendur sem og nýja hjartanlega velkomna. Nýjum iðkendum gefst tækifæri á að koma og prufa að æfa í tvær vikur án skuldbindingar. Skráning er hér Tímatafla er hér (Tímataflan er birt með fyrirvara um breytingar).    

Afturelding UMSK meistari karla

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Karlalið Aftureldingar varð um helgina UMSK meistari í handbolta árið 2019 en leikið var í Kórnum í Kópavogi. Afturelding tók þátt í mótinu ásamt Gróttu, Stjörnunni og gestgjöfum HK. Afturelding vann tvo leiki af þremur og gerði jafntefli við HK í lokaleiknum. Afturelding vann því mótið. Guðmundur Árni Ólafsson lék vel í mótinu og skoraði alls 25 mörk í þessum …

Sumarskóli Sigrúnar í handbolta

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Okkur langar bara að minna á frábæra sumarskóla Sigrúnar. Sumarskóli Sigrúnar verður haldinn í Varmá vikuna 12-16. ágúst (mán-fös) Verð 7500 kr Börn fædd 2010-2013 æfa frá kl 10-12 Börn fædd 2006-2009 æfa frá 12:30-14:30 Mælt með að börnin hafi með sér létt nesti. Námskeiðið er fyrir byrjendur sem og lengra komna. Farið verður yfir sendingar, grip, skot, tækniæfingar, varnar …