Handboltaskóli Tuma – Tvö námskeið í júlí

Tvö handboltanámskeið verða haldin í Varmá í júlí fyrir áhuga- og metnaðarfulla handboltaiðkendur. Um er að ræða námskeið fyrir iðkendur í 5. og 6. flokki (stelpur og stráka). Farið verður í grunnatriði handboltans í gegnum leiki og skemmtilegar boltaæfingar.  Dagsetningar Handboltaskólans Námskeið 1: 8. júlí – 12. júlí (5 dagar) Námskeið 2:  15. júlí – 19. júlí (5 dagar) Æfingatími: …

Íris og Þóra María semja við Aftureldingu

Íris Kristín Smith og Þóra María Sigurjónsdóttir hafa framlengt samninga sína við Aftureldingu og munu leika með félaginu næstu tvö árin. Afturelding vann sér sæti í Olísdeild kvenna á næstu leiktíð eftir að hafa unnið Grill66-deildina í vor. Þóra María hefur þrátt fyrir ungan aldur verið í lykilhlutverki hjá Aftureldingu síðustu tímabil. Hún skoraði 116 mörk í 20 leikjum á …

Guðmundur Árni til Aftureldingar

Hornamaðurinn öflugi Guðmundur Árni Ólafsson hefur samið við Aftureldingu til næstu þriggja ára.  Guðmundur sem er margreyndur og öflugur leikmaður lék með HK í vetur auk þess að vera um tíma spilandi aðstoðarþjálfari. Guðmundur lék afar vel fyrir HK í umspili um sæti í úrvalsdeild og hjálpaði félaginu að tryggja sér sæti í Olísdeildinni næsta vetur. Tímabilið á undan var …

Roberta Ivanauskaitė til liðs við Aftureldingu

Aft­ur­eld­ing hef­ur fengið liðstyrk fyr­ir næsta tíma­bil í efstu deild kvenna í hand­knatt­leik en fé­lagið hef­ur gert samn­ing við Roberta Ivanauskaitė. Ivanauskaitė spil­ar stöðu skyttu og kem­ur frá Lit­há­en en hún er 22 ára og var á mála hjá þýska fyrstu deild­ar liðinu Neckar­sul­mer SU á síðustu leiktíð. Hún hef­ur átt sæti í landsliði Lit­há­en um nokk­urt skeið. Ivanauskaitė er um …

Sveinn og Karolis til Aftureldingar – Tumi og Gestur framlengja samninga sína

Meistaraflokkur karla hjá Aftureldingu heldur áfram að styrkja liðið fyrir næsta tímabil í handboltanum. Félagið hefur gert samninga við þá Sveinn Jose Rivera og Karolis Stropus sem koma til félagsins í sumar einnig hefur Afturelding endurnýjað samninga sína við þá Tuma Stein Rúnarsson og Gest Ólaf Ingvarsson. „Það er mikið gleðiefni að geta tilkynnt stuðningsmönnum Aftureldingar og Mosfellingum um nýjustu …

Þorsteinn Gauti genginn til liðs við Aftureldingu

Handknattleiksmaðurinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson er genginn til liðs við Aftureldingu en hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Ljóst er að Afturelding ætlar sér áfram stóra hluti boltanum. Í vetur var Þorsteinn Gauti einn besti leikmaður deildarinnar og varð meðal annars fjórði markahæsti leikmaður deildarinnar.  Undanfarin ár hefur Þorsteinn Gauti leikið með Fram en áður lék hann með …

Grátlegt tap fyrir Val í fyrsta leik – Leikur tvö á mánudag

Einvígi Aftureldingar og Vals í 8-liða úrslitum í Íslandsmeistaratitil karla í handbolta hófst í gær í Origohöllinni að Hlíðarenda. Valur hafði betur í dramatískum leik þar sem heimamenn náðu að jafna leikinn á lokasekúndunum. Afturelding fékk gullið tækifæri til að vinna leikinn en tókst ekki ætlunarverk sitt og varð að sætta sig við tap í framlengdum leik, 28-25. Staðan að …

Myndir: Bikarinn á loft – Afturelding deildarmeistari

Afturelding tók á móti deildarmeistaratitlinum í Grill66-deild kvenna eftir góðan útisigur á FH í loka leik tímabilsins í gærkvöldi. Leikurinn fór fram í Kaplakrika og lyktaði með 22-24 sigri Aftureldingar. Staðan í hálfleik var 12-13 fyrir Aftureldingu. Leikurinn var jafn og spennandi en Afturelding hafði frumkvæðið og náði góðri forystu sem líð lét ekki af hendi. Kiyo Inage og Jónína …

Apótekarinn býður á leik!

Apótekarinn í Mosfellsbæ bíður á leik Aftureldingar og Fram í Olísdeild karla sem fram fer að Varmá miðvikudaginn 3. apríl kl. 19:30. Þeir sem versla í Apótekaranum í Mosfellsbæ og koma með kvittun fyrir kaupunum á leik Aftureldingar og Fram fá frítt fyrir sig og fjölskylduna á leikinn. Þetta er geysilega mikilvægur leikur fyrir Aftureldingu og því þarf liðið allan …

Birkir framlengir við Aftureldingu

Birkir Benediktsson hefur framlengt samning sinn við uppeldisfélag sitt Aftureldingu. Birkir sem er 22 ára gamall hóf feril sinn ungur að árum í meistaraflokki Aftureldingar og hefur verið lykilmaður hjá félaginu síðustu ár ásamt því að hafa verið með betri leikmönnum deildarinnar. Á þessu tíma­bili hef­ur hann komið við sögu í 17 af 20 leikj­um Aft­ur­eld­ing­ar í Olís-deild­inni og hef­ur …