Andrea Daidzic til liðs við Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Hin 24 ára gamla handknattleikskona, Andrea Daidzic, hefur skrifað undir samning við kvennalið Aftureldingar fyrir komandi átök í Olísdeildinni. Andrea er króatískur línumaður sem spilaði síðustu tímabil með Osijek í heimalandinu. „UMFA fjölskyldan er gríðarlega ánægð með ákvörðun Andreu að leika með liðinu í vetur og býður hana hjartanlega velkomna í Mosó,“ segir Hannes Sigurðsson formaður handknattleiksdeildarinnar.

Afturelding sigraði á Opna Norðlenska

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Undirbúningur fyrir Olísdeild kvenna er í fullum gangi og um síðustu helgi fór fram Opna Norðlenska mótið fram hjá Þórs/KA á Akureyri. Okkar stelpur í Aftureldingu gerðu sér lítið fyrir og fögnuðu sigri í mótinu. Afturelding vann góðan sigur á Stjörnunni í fyrsta leik, 14-18 og vann svo frábæran sigur á gestgjöfum Þórs/KA, 25-26. Þrátt fyrir tap gegn HK í …

Sportís í samstarf við Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Sportís ehf umboðsaðili Asics og Afturelding handboltadeild gera með sér samning um sölu og markaðssetningu á Asics handboltaskóm. Leikmenn meistaraflokka Aftureldingar spila í Asics næstu 3 árin. Sportís bíður félagsmönnum frábær kjör á skóm í verslun sinni í Mörkinni 6. Nánar um samstarfið kemur í næsta mosfelling og á heimasíðu Aftureldingar. Á myndinni eru Hannes Sigurðsson formaður handknattleiksdeild og Skúli …

Skelltu þér í handbolta – æfingar hefjast 2. september 2019

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Æfingar hjá yngri flokkum (5.-8. flokki) handknattleiksdeildar hefjast mánudaginn 2. september 2019. Við í handknattleiksdeildinni hlökkum mikið til og bjóðum alla fyrri iðkendur sem og nýja hjartanlega velkomna. Nýjum iðkendum gefst tækifæri á að koma og prufa að æfa í tvær vikur án skuldbindingar. Skráning er hér Tímatafla er hér (Tímataflan er birt með fyrirvara um breytingar).    

Afturelding UMSK meistari karla

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Karlalið Aftureldingar varð um helgina UMSK meistari í handbolta árið 2019 en leikið var í Kórnum í Kópavogi. Afturelding tók þátt í mótinu ásamt Gróttu, Stjörnunni og gestgjöfum HK. Afturelding vann tvo leiki af þremur og gerði jafntefli við HK í lokaleiknum. Afturelding vann því mótið. Guðmundur Árni Ólafsson lék vel í mótinu og skoraði alls 25 mörk í þessum …

Sumarskóli Sigrúnar í handbolta

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Okkur langar bara að minna á frábæra sumarskóla Sigrúnar. Sumarskóli Sigrúnar verður haldinn í Varmá vikuna 12-16. ágúst (mán-fös) Verð 7500 kr Börn fædd 2010-2013 æfa frá kl 10-12 Börn fædd 2006-2009 æfa frá 12:30-14:30 Mælt með að börnin hafi með sér létt nesti. Námskeiðið er fyrir byrjendur sem og lengra komna. Farið verður yfir sendingar, grip, skot, tækniæfingar, varnar …

Silja og Telma leika með Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Tveir nýjir leikmenn skrifuðu undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Aftureldingar fyrir komandi átök í Olís deildinni. Silja Ísberg kemur til liðsins frá ÍR. Silja er snöggur og kraftmikill hornamaður sem býr yfir mikilli reynslu. Telma Rut Frímannsdottir er uppalin í Aftureldingu en þurfti að taka sér hlé frá handbolta vegna náms. Telma er öflugur leikmaður sem getur leyst margar stöður …

Handboltaskóli Tuma – Tvö námskeið í júlí

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Tvö handboltanámskeið verða haldin í Varmá í júlí fyrir áhuga- og metnaðarfulla handboltaiðkendur. Um er að ræða námskeið fyrir iðkendur í 5. og 6. flokki (stelpur og stráka). Farið verður í grunnatriði handboltans í gegnum leiki og skemmtilegar boltaæfingar.  Dagsetningar Handboltaskólans Námskeið 1: 8. júlí – 12. júlí (5 dagar) Námskeið 2:  15. júlí – 19. júlí (5 dagar) Æfingatími: …

Íris og Þóra María semja við Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Íris Kristín Smith og Þóra María Sigurjónsdóttir hafa framlengt samninga sína við Aftureldingu og munu leika með félaginu næstu tvö árin. Afturelding vann sér sæti í Olísdeild kvenna á næstu leiktíð eftir að hafa unnið Grill66-deildina í vor. Þóra María hefur þrátt fyrir ungan aldur verið í lykilhlutverki hjá Aftureldingu síðustu tímabil. Hún skoraði 116 mörk í 20 leikjum á …

Guðmundur Árni til Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Hornamaðurinn öflugi Guðmundur Árni Ólafsson hefur samið við Aftureldingu til næstu þriggja ára.  Guðmundur sem er margreyndur og öflugur leikmaður lék með HK í vetur auk þess að vera um tíma spilandi aðstoðarþjálfari. Guðmundur lék afar vel fyrir HK í umspili um sæti í úrvalsdeild og hjálpaði félaginu að tryggja sér sæti í Olísdeildinni næsta vetur. Tímabilið á undan var …