Síðasti leikur í Grill66 deildinni

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Stelpurnar í Aftureldingu taka á móti Víking stelpum í sínum síðasta handboltaleik vetrarins, þá kveðja þær Grill66 deildina heima að Varmá. En þær hafa unnið sér sæti í Olís deildinni í haust. Leikurinn fer fram föstudaginn 7. maí kl 19.30. Miðasala fer fram á Stubb.  Leikurinn verður einnig sýndur á YouTube rás Aftureldingar:  AftureldingTV.

Eva Dís framlengir við Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Gleðilegar fréttir fyrir Aftureldingu. Markvörðurinn Eva Dís Sigurðardóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Aftureldingar. Eva Dís, sem er 20 ára er uppalin  í Mosfellsbæ og hefur spilað með Aftureldingu upp alla yngri flokka. Hún hefur einnig spilað fyrir yngri landsliðin og var nú vetur valin í æfingahóp A landsliðsins. Eva er mikilvægur hlekkur í skemmtilegu liði Aftureldingar …

Sumargjafirnar fást hjá okkur

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Blak, Handbolti

Þótt að íslenska veðrið segi ekki endilega til um það þá er sumarið bara rétt handan við hornið. Sumargjafir Mosfellinga og Aftureldingafólks fást hjá okkur. Við hvetjum alla til að kíkja á það sem er í boði HÉR Þessar vörur eru seldar sem fjáröflun og er því tilvalið að smella sér á sumargjafir merktar félaginu og í leið styrkja starfið.

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Aftureldingar 26. apríl

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Aftureldingar verður haldinn mánudaginn 26. apríl næstkomandi kl. 18 í Vallarhúsi að Varmá. Dagskrá fundarins er: Fundarsetning Kosning fundarstjóra og fundarritara Formaður deildar gerir grein fyrir starfsemi deildarinnar á liðnu starfsári Gjaldkeri deildar leggur fram ársreikning til samþykktar og gerir grein fyrir reikningum deildarinnar Fjárhagsáætlun deildarinnar lögð fram til samþykktar Kosningar (kosningar fara fram á aukaaðalfundi að hausti) …

Þór Guðmundsson kominn í þjálfarateymi m.fl.kvenna

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti, Óflokkað

Þór Guðmundsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari hjá m.fl. kvenna. Hann verður í þjálfarateyminu ásamt Guðmundi Helga Pálssyni og Einari Bragasyni. Þór mun einnig þjálfa yngri flokka félagsins. Þór hefur starfað við þjálfun síðustu 9 ár og hefur hann þjálfað hjá bæði Fram og Víking. Sístu ár var hann þjálfari m.fl. kvenna hjá Víking. „Fyrst og fremst hlakka hlakka ég til …

Eva Dís til æfinga með A-landsliðshópnum

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari A-landliðsins í handknattleik hefur valið 19 leikmenn til æfinga hjá liðinu, Næsta verkefni hjá stelpunum er 19. – 21. mars nk. en þá fer fram undankeppni HM. Liðið drógst í riðil með Norður-Makedóníu, Litháen og Grikklandi. Riðilinn verður leikinn í Norður-Makedóníu. Afturelding á einn fulltrúa að þessu sinni. Markvörðurinn Eva Dís Sigurðardóttir hefur verið valin í æfingahóp …

Byggingafélagið Bakki framlengir samstarfssamning við Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Blak, Handbolti, Knattspyrna, Körfubolti

Byggingafélagið Bakki hefur framlengt samstarfssamningi við Aftureldingu til ársins 2022, en fyrri samningurinn rann út í lok árs 2020. Samningurinn kveður á um að Bakki sé aðalstyrktaraðili barna- og unglingaráða í blaki, handbolta, knattspyrnu og körfubolta. Afturelding er afar þakklát Bakka fyrir áframhaldandi stuðning við félagið.  Merki Bakka er sem fyrr framan á keppnisbúningum Aftureldingar í yngri flokkum í þeim …

Jóla happdrætti – vinningar

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Búið er að draga í jóla happadrættinu. Jói í Jako sá um dráttinn og þökkum við honum fyrir það Hægt er að nálgast vinningana að Desjamýri 8 alla virka daga 08-17 eða hafa samband í síma 8969605.

Jólahappdrætti

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Meistaraflokkur kvenna í handknattleik eru komnar af stað með sitt árlega jólahappdrættismiða. 2000,- kr miðinn. Dregið verður þann 13 desember. 1 miði 2000 3 miðar 5000 Hægt er að panta miða á alda@murefni.is Ykkar stuðningur er dýrmætur 🖤