Meistaraflokkur karla hefur ráðið Stefán Árnason í þjálfarateymið og mun hann vera Gunnari Magnússyni til halds og trausts. Stefán mun einnig taka að sér þjálfun yngri flokka félagsins. Við erum gríðarlega ánægð með að tryggja okkur starfskrafta Stefáns næstu árin sem hefur sýnt bæði metnað og góðan árangur í sínum störfum. Velkomin í Aftureldingu Stebbi
Gunnar áfram í Aftureldingu
Gunnar Malmquist hefur samið við Aftureldingu til næstu þriggja ára. Sannarlega ánægjulegt að hafa gengið frá samningum við Gunnar þar sem hann er mikill félagsmaður og baráttujaxl. Gunnar hefur verið stór hluti af Aftureldingu síðan hann kom til félagsins og því mikið ánægjuefni að svo verði áfram.
Pétur komin heim
Það er mikið ánægjuefni að fá Pétur Júníusson aftur til liðs við félagið, sterkur karakter og heimamaður. Pétur hefur verið að glíma við töluverð meiðsli síðustu ár og urðu þau til þess að hann lagði skónna til hliðar. Góður batavegur hefur verið á hans meiðslum og er hann óðum að ná fyrri styrk, sem er mikið gleðiefni þar sem Pétur …
Jovan Kukobat til Aftureldingar
Það er okkur ánægja að tilkynna Jovan Kukobat sem leikmann Aftureldingar til næstu þriggja ára. Jovan er öflugur markmaður sem hefur mikla reynslu af Olísdeildinni og mun hann efla okkar unga lið með reynslu sinni. Jovan mun einnig reynast fengur fyrir yngri markmenn félagsins þar sem hann mun veita þeim tilsögn og þjálfun á komandi árum. Við bjóðum Jovan velkomin …
Aðalfundur Handknattleiksdeildar Aftureldingar 3. maí
Aðalfundur Handknattleiksdeildar Aftureldingar verður haldinn þriðjudaginn 3. maí kl. 19 í Vallarhúsi að Varmá. Dagskrá fundarins er: Fundarsetning Kosning fundarstjóra og fundarritara Formaður deildar gerir grein fyrir starfsemi deildarinnar á liðnu starfsári Gjaldkeri deildar leggur fram ársreikning til samþykktar og gerir grein fyrir reikningum deildarinnar Fjárhagsáætlun deildarinnar lögð fram til samþykktar Kosningar Önnur mál Fundarslit Fyrir hönd stjórnar Handknattleiksdeildar Aftureldingar, …
Sokkar með merki Aftureldingar á
Nú er hægt að kaupa Aftureldinga sokka í gegnum Sportabler og sækja í íþróttahúsið að Varmá. Hér er hægt að kaupa hina fullkomna sumargjöf
Olísdeild kvenna: Afturelding – Fram
Stelpurnar í handboltanum taka á móti Framkonum á morgun Laugardaginn 2. apríl kl 16.00 Við hjá Aftureldingu erum að taka í gagnið nýtt kerfi, Spiideo til þess að sýna frá leikjum liðsins. Því verður leikurinn ekki á AftureldingTV einsog áður heldur má nálgast hann HÉR
Síðasti leikur í Grill66 deildinni
Stelpurnar í Aftureldingu taka á móti Víking stelpum í sínum síðasta handboltaleik vetrarins, þá kveðja þær Grill66 deildina heima að Varmá. En þær hafa unnið sér sæti í Olís deildinni í haust. Leikurinn fer fram föstudaginn 7. maí kl 19.30. Miðasala fer fram á Stubb. Leikurinn verður einnig sýndur á YouTube rás Aftureldingar: AftureldingTV.
Eva Dís framlengir við Aftureldingu
Gleðilegar fréttir fyrir Aftureldingu. Markvörðurinn Eva Dís Sigurðardóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Aftureldingar. Eva Dís, sem er 20 ára er uppalin í Mosfellsbæ og hefur spilað með Aftureldingu upp alla yngri flokka. Hún hefur einnig spilað fyrir yngri landsliðin og var nú vetur valin í æfingahóp A landsliðsins. Eva er mikilvægur hlekkur í skemmtilegu liði Aftureldingar …