Skráning

Afturelding hefur tekið í gagnið nýtt greiðsukerfi, Sportabler. Sportabler tekur við af Nóra og er sérhannað fyrir allar þarfir íþróttafélags.

Forráðamenn sjá sjálfir um skráningu sinna barna á netinu og þannig má gera ráð fyrir að skráningaupplýsingar séu alltaf réttar.

Hægt að ganga frá greiðslu með kreditkorti eða greiðsluseðlum og geta forráðamenn  dreift greiðslum á mánuði ef vill en hver greiðsluseðill kostar aukalega 390 kr.
Ath. til þess að nota frístundaávísun iðkanda þarf forráðamanaður að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.

Við bendum á spjallglugga Sportabler neðst niðri í hægra horni á vefsíðunni.

  • Skilyrði er að æfingagjöld séu greidd í upphafi tímabils.
  • Greiðsla æfingagjalds er forsenda fyrir þátttöku á æfingum og mótum sem flokkur/hópur eða einstaklingur fer á.
  • Allar skráningar á námskeið eru endanlegar og ekki er hægt að afskrá/afpanta á netinu. Kjósi iðkandi að hætta við námskeið verður úrsögn að berast með tölvupósti á netfang handboltibur@afturelding.is
  • Æfingagjöld eru ekki endurgreidd eftir að námskeið er hafið. Hægt er að sækja um undanþágu frá þessu ef um búferlaflutning og/eða alvarleg veikindi eða meiðsli er að ræða verður úrsögn að berast með tölvupósti á netfang handboltibur@afturelding.is.
  • Ef iðkandi mætir á æfingar og forráðamaður gengur ekki frá æfingagjöldum innan þriggja vikna frá upphafi námskeiðs er sendur rafrænn greiðsluseðill fyrir æfingagjöldum. Enda litið svo á að forráðamaður vilji nýta sér þjónustu yngri flokka hjá handknattleiksdeild. Ef forráðamaður vill breyta þeim greiðslumáta leggst á aukagjald 1.500 kr.
  • Til þess að ráðstafa frístundastyrk verður að skrá sig inn í félagagjaldakerfið með Ís-lykli eða stafrænum kennilykli í snjallsíma.
  • Ekki má flytja frístundakort milli systkina né milli ára.
  • Ráðstafaður frístundastyrkur sveitarfélaga er ekki endurgreiddur.
  • Veittur er 10% systkina afsláttur innan deilda og 10% fjölgreinaafsláttur
  • Mikilvægt að hafa samband við skrifstofu ef um fjárhagserfiðleika er að ræða og finna úrlausn sem leiðir til áframhaldandi þáttöku iðkandans.  Hægt er að sækja um í Minningarsjóð Guðfinnu.