Tímatafla Taekwondo

Beltaröðin í taekwondo er sem hér segir:

Hvítt belti

Hvítt belti með gulri rönd – 10. geup

Gult belti – 9. geup

Appelsínugult belti – 8. geup

Grænt belti – 7. geup

Blátt belti – 6. geup

Blátt belti með rauðri rönd – 5. geup

Rautt belti – 4. geup

Rautt belti með einni svartri rönd – 3. geup

Rautt belti með tveimur svörtum röndum – 2. geup

Rautt belti með þremur svörtum röndum – 1. geup

Svart belti – 1. dan

 

Krílatími

Sérstakar æfingar á laugardögum fyrir leikskólabörn á aldrinum 3ja til 6 ára.  Kennt er í 45 mínútur og einkennast æfingar af leikjum og glensi, með léttum taekwondo æfingum inn á milli.  Öll þjálfunin miðar þó að því að efla hreyfifærni barnanna og undirbúa þau sem best fyrir almenna hreyfingu og einnig frekari þjálfun í taekwondo.  Sérstaklega er horft til æfinga sem þjálfa jafnvægisskyn, rýmisgreind, snerpu og stökkkraft.

11 ára og yngri – byrjendur
Hvítt belti til og með gulu belti, iðkendur sem eru yngri en 11 ára (eða verða 11 ára á árinu)

11 ára og yngri – framhald
Appelsínugult belti og hærra, iðkendur sem eru yngri en 11 ára (eða verða 11 ára á árinu)

12 ára og eldri – byrjendur
Hvítt belti til og með hvíts beltis með gulri rönd, iðkendur sem náð hafa 12 ára aldri á árinu.

12 ára og eldri – framhald
Gult belti og hærra, iðkendur sem náð hafa 12 ára aldri á árinu.

Keppnisparring
Sérstakar æfingar fyrir þjálfun í bardaga.  Æfingar haldnar í aðdraganda móta og auglýstar sérstaklega

Keppnispoomsae
Sérstakar æfingar fyrir þjálfun í poomsae (formum).  Æfingar haldnar í aðdraganda móta og auglýstar sérstaklega

Foreldrar
Lokaður hópur fyrir foreldra iðkenda til að kenna þeim grunnatriði íþróttarinnar.  Iðkendur í þessum hópi læra grunnatriði íþróttarinnar og geta fræðst um þjálfunaraðferðir og kynnst kennurum.  Þessir tímar eru hugsaðir fyrir foreldra sem vilja styðja af fullum krafti við börn sín í íþróttinni.

Sjálfsvörn kvenna
Lokaður hópur fyrir konur 12 ára og eldri, ókeypis 8 vikna námskeið í sjálfsvörn.  Auglýst sérstaklega.

Freestyle poomsae
Sérstakar æfingar fyrir þjálfun í freestyle poomsae, eingöngu fyrir rauða rönd og hærra