Æfinga- og keppnisbúnaður

Taekwondodeild Aftureldingar á til flestar stærðir af æfingagöllum og hlífum á lager.
2-3 sinnum á ári er safnað í pantanir, frá www.daedo.com, eftir þörfum og þá er hægt að sérpanta ýmislegt fyrir hvern og einn.
Fyrirspurnir varðandi búnað og sérpantanir er annað hvort hægt að senda á taekwondo@afturelding.is, eða spyrja þjálfarana.

Deildin á töluvert af hlífum til notkunar fyrir þá sem eru að byrja og því er engin ástæða til að fjárfesta í öllum hlífum strax.
Fyrir þá sem eru lengra komnir, rautt belti og hærra, er æskilegt að eiga allar hlífar, raftáslur, brynju og hjálm.

Smellið HÉR til að skoða verðlista.