Æfingagjöld

Æfingagjöld Blakdeildar haustönn 2019

Æfingagjöld Haustið 2019 hjá Blakdeild Aftureldingar eru:

Æfingagjöld BUR Blak haust 2019
Flokkur Gjöld
2.flokkur 16 – 20 ára 38.500 ISK
3.flokkur 9. – 10. bekkur 38.500 ISK
4.flokkur 7. – 8. bekkur 33.500 ISK
5.flokkur 5. – 6. bekkur 33.500 ISK
6. og 7. flokkur 1. – 4. bekkur 18.000 kr

Innifalið í æfingagjöldum öll mótagjöld á mót vetrarins.

Ganga þarf frá æfingagjöldum fyrir 1. mót vetrarins

Frítt að koma og prufa ! Það má bjóða vinum með á æfingar.

Frístundaávísun

Mosfellsbær styrkir frístundaiðkun barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára (fædd 2002-2013) með lögheimili í Mosfellsbæ með framlagi að upphæð kr. 50.000. Iðkendur Aftureldingar sækja sína ávísun samhliða skráningu í skráningarkerfi félagsins.

Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur

Barna- og unglingaráð vill sérstaklega minna á Minningarsjóð Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur sem m.a. styrkir efnaminni leikmenn til þáttöku í íþróttum með Aftureldingu:

Hlutverk sjóðsins kemur fram í 2. grein úthlutunarreglna hans:

2. grein – Tilgangur og hlutverk
Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi yngri flokka, styrkja efnaminni leikmenn til þátttöku og veita leikmönnum yngri flokka Ungmennafélagsins Aftureldingar ferðastyrkt til keppnisferða eða þjálfunarferða sbr. ákvæði í 3.gr. skipulagsskrár. 

Tekið er við umsóknum í sjóðinn allt árið.  Sjá nánar á svæði Aðalstjórnar:

https://afturelding.is/afturelding/minningarsjodur.html