Æfingagjöld

Æfingagjöld Blakdeildar veturinn 2020-2021

Æfingagjöld veturinn2020-21 hjá Blakdeild Aftureldingar eru:

Æfingagjöld 2020-2021
Vetrargjald Haustönn Vorönn
6-7. flokkur 42.000 20.000 25.000
5. flokkur 70.000 34.000 40.000
4. flokkur 80.000 39.000 45.000
3. flokkur 90.000 45.000 55.000
2. flokkur 90.000 45.000 55.000

Ganga þarf frá æfingagjöldum fyrir 1. mót vetrarinsInnifalið í æfingagjöldum öll mótagjöld á mót vetrarins.

Frítt að koma og prufa ! Það má bjóða vinum með á æfingar.

Frístundaávísun

Mosfellsbær styrkir frístundaiðkun barna og unglinga á aldrinum 5-18 ára (fædd 2003-2015) með lögheimili í Mosfellsbæ með framlagi að upphæð kr. 50.000. Iðkendur Aftureldingar sækja sína ávísun samhliða skráningu í skráningarkerfi félagsins.

Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur

Barna- og unglingaráð vill sérstaklega minna á Minningarsjóð Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur sem m.a. styrkir efnaminni leikmenn til þáttöku í íþróttum með Aftureldingu:

Hlutverk sjóðsins kemur fram í 2. grein úthlutunarreglna hans:

2. grein – Tilgangur og hlutverk
Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi yngri flokka, styrkja efnaminni leikmenn til þátttöku og veita leikmönnum yngri flokka Ungmennafélagsins Aftureldingar ferðastyrkt til keppnisferða eða þjálfunarferða sbr. ákvæði í 3.gr. skipulagsskrár. 

Tekið er við umsóknum í sjóðinn allt árið.  Sjá nánar á svæði Aðalstjórnar:

https://afturelding.is/afturelding/minningarsjodur.html