Skráning og greiðslur

Afturelding hefur tekið í gagnið nýtt greiðsukerfi, Sportabler. Sportabler tekur við af Nóra og er sérhannað fyrir allar þarfir íþróttafélags.

Forráðamenn sjá sjálfir um skráningu sinna barna á netinu og þannig má gera ráð fyrir að skráningaupplýsingar séu alltaf réttar.

Hægt að ganga frá greiðslu með kreditkorti eða greiðsluseðlum og geta forráðamenn  dreift greiðslum á mánuði ef vill en hver greiðsluseðill kostar aukalega 390 kr.
Ath. til þess að nota frístundaávísun iðkanda þarf forráðamanaður að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.

Við bendum á spjallglugga Sportabler neðst niðri í hægra horni á vefsíðunni.

Innifalið í æfingagjöldum eru þjónustugjöld til FSÍ.

Mótagjöld eru innheimt sér og fer það allt í gegnum Sportabler.

Lengd tímabila

Haustönn er yfirleitt 15 vikur og vorönn 20 vikur

Reynslutími / Biðlistar / Endurgreiðsla

  • Þegar nýr iðkandi hefur æfingar má hann stunda æfingar í allt að viku áður en æfingagjöld eru innheimt. Ef hann hættir innan þess tíma þarf ekki að greiða æfingagjöld. Ef iðkandi æfir lengur en í tvær vikur skal greiða fyrir allt það tímabil sem hann hóf æfingar á.
  • Fimleikadeild getur þó ekki ábyrgst að laust pláss sé í hóp iðkanda eftir að prufutíma lýkur og það er því á ábyrgð foreldra að skrá barn tímanlega til að tryggja að barnið fái pláss.
  • Ef hópur iðkanda er fullur er hægt að skrá á biðlista og reynir Fimleikadeild eftir bestu getu að koma þeim börnum inn. Biðlistarnir byggjast á fyrstur skráður, fyrstur inn.
  • Ef iðkandi hefur verið skráður en forráðamaður sér fram á að iðkandi vilji hætta æfingum er hægt að senda tölvupóst á fimleikar(at)afturelding.is innan viku frá upphafi annar og barn verður afskráð.
  • Ef iðkandi hættir æfingum innan tímabils eru æfingagjöld ekki endurgreidd nema ef um alvarleg veikindi eða meiðsl er að ræða. Sá hluti sem greiddur er með frístundaávísun fæst ekki endurgreiddur.
  • Sendi foreldrar ekki tölvupóst um að þeirra barn þiggi ekki pláss á námskeiðinu er litið svo á að barnið muni vera með og hafi foreldrar ekki sjálfir gengið frá skráningu og greiðslu fyrir 9. september áskilur deildin sér rétt til að skrá barnið og verður greiðsluseðill sendur í kjölfarið.
  • Ef ekki er látið vita innan þess tíma, er litið svo á að barn sé fullskráð.