Afturelding notar skráningarkerfið Nóra, vefskráningar- og greiðslukerfi, sem er sérhannað fyrir íþróttafélög til að halda utan um iðkendaskráningu, æfingagjöld og mætingu. Forráðamenn sjá sjálfir um skráningu sinna barna á netinu (slóðin er:https://afturelding.felog.is/ ) og þannig má gera ráð fyrir að skráningarupplýsingar séu alltaf réttar.
ATH! Muna að haka við efst í horninu á Innskráningar valmyndinni, þar sem stendur Samþykkja skilmála
Athugið að einungis er hægt að ganga frá greiðslu með kreditkorti eða greiðsluseðlum.
Forráðamenn geta í kerfinu dreift greiðslum á nokkra mánuði ef vill en hver greiðsluseðill kostar aukalega.