Goggi galvaski

Verið velkomin á Gogga galvaska 2015 20. júní

Goggi Galvaski er 25 ára í ár og ætlum við svo sannanlega að halda honum eftirminnanlega afmælisveislu.

Nýbreytni verður í ár að mótið verður haldið aðeins á einum degi. Það verður mikið um að vera og stutt í fjörið.

Þrautabraut verður á sínum stað fyrir yngstu keppendunar okkar og verður skipt eftir aldri, 6 – 8 ára og 9-10 ára.

Almennar greinar verða svo í boði fyrir 11-14 ára krakka.

Okkur til skemmtunar verðum við með ratleiki og leiki eftir mót, sundlaugapartí og endum mótið með hamborgarveislu.

Goggi er nútímatjaldur og heldur úti eigin facebooksíðu.

http://www.facebook.com/pages/Goggi-galvaski/197921286892166

SKRÁNING

Tímaseðill Gogga Galvaska 2015 er kominn inní Mótaforrit Þórs inná Fri.is

Skráning þarf að hafa borist fyrir miðnætti þann 18. júní næstkomandi.

Skráningargjald fyrir þrautabraut 2500kr

Skráningargjald fyrir almennar greinar 3500kr