Rothöggið – Stuðningsmannafélag

Kæri handboltaunnandi!

Handknattleiksdeild Aftureldingar hefur ákveðið að stofna styrktarklúbb sem mun bera nafnið Rothöggið.

Tilgangur klúbbsins er fyrst og fremst til að standa við bakið á handknattleik í Aftureldingu, bæði afreksstarf meistaraflokka sem og yngri flokka félagsins. Öflugt stuðningsnet fólks sem vill sjá handknattleik í Afturelding þróast og eflast um ókomin ár.

Starf klúbbsins mun byrja með einföldum hætti og þróast í átt að samskonar klúbbum hérlendis sem og erlendis með mismunandi stigum aðildar.

Það sem er innifalið í aðild til að byrja með er:

Rothöggið

  • Ársmiði á alla deildarleiki í meistaraflokki karla og kvenna.
  • Þjálfarateymið leggur línurnar fyrir stærri leiki tímabilsins og í úrslitakeppni
  • Reglulegur tölvupóstur með stórum og smáum fréttum um meistaraflokkana og starfið
  • Verð: 1.500 krónur á mánuði í 12 mánuði á ári.
  • Hjón: 2.500 krónur á mánuði í 12 mánuði á ári

Eins og kemur fram hér að ofan munu þessir fjármunir fara í að standa við bakið á öllu starfi handknattleiksdeildar Aftureldingar. Einnig viljum við hvetja alla sem áhuga hafa á því að starfa í kringum Rothöggið, já eða handknattleiksdeild að setja sig í samband við stjórn deildarinnar. Allar hendur eru vel þegnar.

Skráning í Rothöggið hefst innan tíðar og verður auglýst fljótlega.

Með von um jákvæð viðbrögð,
Stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar