Keppnishópar

Skiptingar í hópa

Aldursskipting sem er flokkaskipt er samkvæmt fyrirkomulagi Fimleikasambands Íslands og eru:

Kvennaflokkar:

– 5. flokkur (9 ára)

– 4. flokkur (10 og 11 ára)

– 3. Flokkur (12 og 13 ára)

– 2. Flokkur (14 og 15 ára)

– 1. Flokkur (16 og 17 ára)

–  Meistaraflokkur (18 ára og eldri)

Karlaflokkar:

– KKY (9 til 12 ára)

– KKE (12 til 15 ára)

– 1. flokkur (16 og 17 ára)

– Meistaraflokkur (18 ára og eldri)

Iðkendum er skipt upp í hópa á þeirri haustönn sem þeir eru á 8. aldursári og fara á sitt 9. aldursár eftir áramót. Fimleikasamband íslands (FSÍ) er með mót fyrir iðkendur þá vorönn sem iðkendur verða 9 ára á árinu (5. Flokkur).

Eftir aldurskiptingar í flokka samkvæmt viðmiðum FSÍ þá er hverjum hópi  skipt  Úrvalshóp (ÚH) og Keppnishóp (KH). Það er alltaf einn Úrvalshópur og svo fer fjöldi keppnishópa eftir fjölda iðkenda á saman aldri.

Keppnishópar skiptast í A, B og Stökkfimi. Allir hóparnir fylgja sömu gildum og fá sama utanumhaldið. Mismunur hópanna er t.d. erfiðleikastig æfinga sem miðast við að allir fái verkefni við hæfi, bæði vegna getu og öryggissjónarmiða. Úrvalshópur og Keppnishópur A hafa fleiri æfingartíma.

Nöfn hópanna eru til þess að vera skýr með þessar skiptingar og markmið en svo koma þjálfarar til með að finna önnur nöfn á hópana sem notuð eru yfir veturinn. Hópar yngri flokkanna hafa fengið önnur nöfn eins og t.d. Minions, Hetjurnar og Teygju strákarnir.

Hver hópur fylgir vissum markmiðum yfir veturinn sem eru sambærileg kröfum móta hjá FSÍ.

Úrvalshópur: Markmiðið er að keppa í sterkustu deildinni (A deild FSÍ) og lenda í 1-3. sæti á flestum mótum.

Keppnishópar: Markmiðið er að keppa í deildum sem passa vel fyrir getu hópsins og ýta undir jákvæða upplifun yfir keppnistímabilið.

Markmið Fimleikadeildar Aftureldingar er fyrst og fremst að allir iðkendur hafi gaman af fimleikum og fái jákvæða reynslu út úr verkefnum vetursins, þess vegna er fyrirkomulagið með þessum hætti og hefur reynst mjög vel.

Stöðumat

Það sem stýrir hópaskiptingum er hlutlaust stöðumat sem tekið er í upphafi hverrar annar. Stöðumatið er staðlað matsform sem sniðið er að aldri og getu iðkenda.   Með stöðumati er tekið mat á stöðu á færni og getu hvers iðkenda hverju sinni.  Með þeim hætti er unnt að meta mælanlegar framfarir iðkenda og endurmeta raðanir í hópa. Reglubundið stöðumat er mikilvægt svo iðkendur æfi eftir getu og færni en einnig til að draga úr hættu á meiðslum. Þjálfarar vinna eftir stöðumatinu og hjálpa þannig iðkendum að ná þeim markmiðum sem sett eru hverju sinni.

Fimleikadeild Aftureldingar skiptir hópum upp eftir getu með þessi markmið í huga:

  1. Styrkja sjálfstraust iðkenda okkar með verkefni við hæfi.
  2. Tryggja öryggi iðkenda á æfingum.
  3. Veita persónulegri þjónustu og betri þjálfun. Smærri hópar sem fá fastan þjálfara bæta samskipti milli iðkenda, þjálfara og foreldra.
  4. Skipulagðir hópar eiga auðveldara með sameiginleg markmið, félagsleg tengsl og ná upp liðsanda. Allir innan hópsins (einnig þjálfarar) kynnast betur og mynda sterkari tengsl.
  5. Fimleikadeildin nær frekar að halda utan um iðkendur.