Þrír leikmenn Aftureldingar í 16 manna lokahóp í U15

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Körfubolti

Þjálfarar landsliða U15, U16, U18 drengja og stúlkna og U20 karla og kvenna hafa nú valið lokahópa fyrir verkefni sumarsins. Alls eru valdir 130 leikmenn frá 23 íslenskum félögum og níu erlendum félögum eða skólum. Það er okkur sönn ánægja að upplýsa að í U15 ára landsliðið drengja eigum við þrjá fulltrúa frá Aftureldingu. Í 16 manna lokahópinn voru valdir …

Aðaldfundur körfuknattleiksdeildar – ný dagsetning og nýr tími!

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Körfubolti

Vegna óviðráðanlegra orsaka þarf að færa aðalfund körfuknattleiksdeildar fram um einn dag. Stjórn körfuknattleiksdeildar Aftureldingar boðar til aðalfundar miðvikudaginn 10. apríl kl 17:30 Fundurinn verður haldinn í Vallarhúsinu við íþróttamiðstöðina að Varmá í Mosfellsbæ. Dagskrá fundar Fundarsetning Kosning fundarstjóra og fundarritara Formaður deildarinna gerir grein fyrir starfsemi deildarinnar á liðnu starfsári Gjaldkeri deildar leggur fram til samþykktar og gerir grein …

Afturelding náði 7. sæti á sínu fyrsta Scania Cup

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Körfubolti

Í morgun sigraði 9. flokkur Aftureldingar í körfubolta lið Sötertälje BBK nokkuð örugglega 67-53. Þessi sigur tryggði okkar mönnum 7. sæti af 19 liðum sem komu til leiks í þessum flokki. Drengirnir mættu ákveðnir til leiks og stóðu vörnina sérstaklega vel og fylgdu eftir með hnitmiðuðum sóknu.  Maður leiksins var valinn Sigurbjörn Einar Gíslason en samheldni og ákveðni hópsins skóp …

Keppa um 7. sætið á Scania Cup

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Körfubolti

Afturelding mætti í dag HNMKY frá Finnlandi sem koma með feiknasterkt lið til keppni.  Okkar menn töpuðu nokkuð stórt, 100-37, en í kvöld tryggðu Finnarnir sér leik um gullið með sigri á Stjörnunni. Maður leiksins hjá Aftureldingu var Kristófer Óli Kjartansson. Afturelding hélt því áfram að keppa um 5.-8. sæti mótsins og mætti KR seinni partinn í dag.  Því miður …

Afturelding áfram á Scania Cup

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Körfubolti

Afturelding spilaði tvo leiki í dag. Fyrri leikurinn var gegn Sisu besta liði Danmerkur í þessum flokki. Stórt test fyrir okkar stráka og svakalega gaman að mæta svona sterku liði, máttum þola frekar stærra tap miðað við frammistöðu. Strákarnir stóðu sig frábærlega framan af leiknum en Sisu stakk okkur svo af í seinni hálfleik. Frábær lærdómur sem kemur að mæta …

Sigur á fyrsta degi mótsins

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Körfubolti

Lið Aftureldingar í 9. flokki í körfubolta mætti í gær til Södertelje þar sem Scania Cup fer fram.  Drengirnir komu sér vel fyrir og hvíldu vel eftir ferðalagið.  Í dag tók svo við alvaran og fyrsti leikur við EB-85 frá Noregi.  Okkar menn byrjuðu leikin nokkuð vel en í hálleik höfðu Norðmennirnir náð eins stig forrystu í leiknum.  Seinni hálfleikur …

9.flokkur körfunnar á Scania Cup ´24

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Körfubolti

Strákar fæddir 2009 halda í fyrramálið í fyrsta skiptið í stuttri körfuboltasögu Aftureldingar á óopinbert Norðurlandamót félagsliða í körfuknattleik en það er haldið yfir páskana í Södertelja í Svíþjóð. Mótið heitir Scania Cup og hefur verið haldið síðan 1981 og er mjög vinsælt ár hvert og alltaf haldið um páska. Scania Cup er að öllum líkindum sterkasta félagsliðamót í Skandínavíu …

Sævaldur áfram hjá Aftureldingu

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Körfubolti

Starfinu í körfuknattleiksdeild Aftureldingar hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár.  Það er ekki síst yfirþjálfara deildarinnar, Sævaldi Bjarnasyni, að þakka sem kom að deildinni árið 2015 og voru þá um 15 iðkendur í deildinni en nú 9 árum seinna eru iðkendur orðnir rúmlega 160 og fjöldin því tífaldast á þessum tíma.  Stjórn deildarinnar hefur nú gert samning við Sævald …

Fréttir úr körfuboltastarfinu

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Körfubolti

Starfið í körfunni er í fullum gangi en hér koma nokkrar fréttir frá okkur: Dósasöfnun hjá 7.-10. flokki fór fram í gær laugardaginn 2. mars en á milli 50 og 60 einstaklingar tóku þátt í söfnunni að þessu sinni, iðkendur og foreldrar.  Gengið var í hús í öllum Mosfellsbæ í frábæru sólríku veðri.   Vel safnaðist að þessu sinni og frábær …

Körfuboltamaraþon

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Körfubolti

Nú stendur yfir körfuboltamaraþon hjá drengjum í 8.-10. flokki sem eru að safna sér fyrir keppnisferð til Danmerkur og Svíþjóðar í vor.  Ragnar Ágúst gerði þetta stórskemmtilega myndaband í byrjun dags en strákarnir hófu maraþonið klukkan 8 í morgun og verða til klukkan 20 í kvöld.  Ekki var hægt að vera allan daginn í körfubolta þar sem aðrar deildir Aftureldingar …