Frábær foreldraæfing núna í morgunsárið hjá 1-4.bekk

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Körfubolti

Vel yfir 100 manns foreldrar og krakkar léku við hvurn sinn fingur þar sem krakkarnir sýndu foreldrum sínum hvar Davíð keypti ölið og líka hvað þau hafa æft vel og bætt sig. Unnu foreldra nokkuð sannfærandi, sögðu þau amk Stjórn kkd, yfirþjálfari og þjálfarar deildarinnar þakka kærlega fyrir önnina en nú er jólafrí hafið í þessum flokkum og æfingar hefjast …

Jólafjör Aftureldingar körfubolta

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Körfubolti

Körfuboltadeild Aftureldingar ætlar að bjóða upp á æfingar núna í jólafríinu eins og áður! Okkur finnst svo skemmtilegt að æfa og vera saman og því kjörið að bjóða upp á æfingar fyrir þá sem langar að æfa meira og vera fyrr á daginn nú þegar grunnskólarnir fara í jólafrí. Við munum bjóða 5.-10.bekk að æfa og allir velkomnir að mæta. …

52 leikir spilaðir í yngri flokkum körfunnar í liðinni viku!

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Körfubolti

1-4.bekkurinn okkar spilaði á Jólamóti Vals núna um helgina þar sem gleðin var við völd.  Við mættum með 11 strákalið og eitt stelpulið á mótið, hvert lið lék fjóra leiki og því voru um 48 leikir spilaðir af okkar fólki um helgina.    Hátt í 50 krakkar fóru frá okkur og hafði Óli Jónas á orði hversu frábærir krakkarnir voru, mikil …

Verkefnin eru mörg í Aftureldingu

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Körfubolti

Nú styttist í að fyrri hluta keppnistímabilsins ljúki hjá körfuboltafólki í Aftureldingu en núna um helgina voru fjölmargir leikir spilaðir af okkar fólki.   5.bekkurinn, sem kallast minnibolti 10 ára, spilaði í glæsilegum Ólafssal þeirra Hafnfirðinga.  Leikið var í 2. umferð Íslandsmótsins og sendum við tvö lið til keppni. Skemmst frá því að segja að af 8 leikjum sem leiknir voru …

Landsliðshópar KKÍ

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Afturelding, Körfubolti

KKÍ og landsliðsþjálfarar hafa valið æfingahópa sem æfa í desember. Um er að ræða fyrstu æfingahópa, liðin hittast svo nokkrum sinnum í vetur og næsta vor áður en endanlegir hópar verða valdir í verkefni sumarsins 2024. Við í Aftureldingu erum ákaflega stolt af því að eiga fjóra fulltrúa í þessum æfingahópum í ár. Þau sem valinn voru frá okkur eru …

Afturelding áfram í VÍS bikarnum

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Afturelding, Körfubolti

Á laugardaginn mætti 9. flokkur Aftureldingar liði Grindavíkur í VÍS bikarnum. Leikurinn var heimaleikur Greindvíkinga og fór hann fram í Sandgerði.  Um var að ræða 16 liða úrslit en áður hafði Afturelding keppt við Stjörnuna C í 32 liða úrslitum og haft betur.  Fyrri hálfleikur var brokkgengur hjá okkar mönnum og var Grindavík yfir í hálfleik, 25-33. Sævaldur Bjarnason, þjálfari …

Hefur þú gaman af körfubolta?

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Afturelding, Körfubolti

Finnst þér skemmtilegt að horfa á eða fylgjast með boltanum en værir alveg til í að prófa þessa frábæru íþrótt og veist alls ekki hvar þú ættir að koma og prófa? Þá erum við í Aftureldingu einmitt staðurinn fyrir þig því að á þriðjudagskvöldum frá kl 20.30 í íþróttahúsinu við Lágafellslaug erum við með körfuboltaæfingar fyrir 16+ aldur. Hvort sem …

Körfuboltakrakkar á ferð og flugi

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Afturelding, Körfubolti

Krakkarnir okkar í Aftureldingu Körfubolta spiluðu um helgina fjölmarga leiki. 8. bekkurinn, krakkar fæddir 2010, spiluðu í 1. umferð Íslandsmótsins vestur í bæ um helgina. Hvar þeir sigruðu báða leiki sína á laugardaginn. Fyrst ÍA eftir hörkuleik og fylgdu því svo eftir með öðrum flottum sigri á KR-e. Á sunnudaginn lék liðið hreinan úrslitaleik gegn Haukum –b  um hvort liðið …

Leikir helgarinnar í körfunni

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Afturelding, Körfubolti

Um helgina voru leikir í 9. og 10. flokki. Í gær, laugardag, fór 10. flokkur í heimsókn á Laugarvatn og kepptu við Laugdæli/Hrunamenn.  Leikurinn byrjaði brösuglega fyrir okkar menn en í loka leikhlutanum duttu nokkrir þristar og komst spenna í leikinn. Leikurinn endaði þó með tapi okkar manna 74-68. Strákarnir sigruðu báða sína leiki í dag á heimavelli í Varmá …

Körfubolti – leikir um helgina

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Afturelding, Körfubolti

Íslandsmótið í 9. og 10. flokki drengja er komið á fullt í körfuboltanum.  Um síðustu helgi lék Afturelding við Aþenu/Leikni í Austurbergi og tapaði naumlega með 2 stigum, 73-75.  Á sunnudaginn lék svo lið 2 Aftureldingar í 9. flokki við Laugdæli/Hrunamenn í Varmá en liðið leikur í 4 deild.  Eftir spennandi leik fór viðureignin samt svo að okkar menn töpuðu …