Gleðilegt nýtt körfuboltaár

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Körfubolti

Stjórn, þjálfarar og allir þeir sem að starfi KKD – Aftureldingar koma, óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og farsældar á árinu sem nú er gengið í garð 2024.

Körfuboltaárið 2023 einkenndist af mikilli fjölgun í flokkunum okkar með þeim vaxtarverkjum sem því fylgja. Farið var í æfingaferð á erlenda grundu í fyrsta skipti, vonandi sú fyrsta af mörgum slíkum, eignuðumst iðkenndur í æfingahópum yngri landsliða og flottur árangur hjá mörgum okkar flokkum en stöðugar framfarir hafa verið í öllum flokkum. Því miður tókst okkur þó ekki að halda úti kvennaflokki sökum fámennis en við erum staðráðin í því að halda áfram að byggja upp kvennastarfið til jafns við strákastarfið en fullt af stelpum eru nú í 1-4. bekknum okkar og tökum við afskaplega glöð á móti hressum körfukrökkum hvers kyns sem vill prófa leikinn fagra.

Nú í upphafi janúar 2024 hefjast síðan æfingar hjá flokkunum í samræmi við æfingatöflu deildarinnar en síðust til að hefja leik verður 1-4. bekkur sem byrjar sínar æfingar föstudaginn 5.janúar nk. Mikið af mótum leikjum og keppnum verða á nýja árinu.

Við viljum að endingu koma kærum kveðjum og þökkum á þá fjölmörgu foreldra og forráðamenn sem að starfinu koma í svona ungri deild eins og okkar er mikilvægt að hafa ykkur á bak við tjöldin til þess að styðja við og efla starfið. Árið 2024 verður vonandi frábært og körfuboltalega séð ekki síðra með nóg af leikjum og verkefnum fyrir alla okkar iðkenndur en við hlökkum til þess að taka á móti nýjum andlitum á sama tíma og við tökum vel á móti þeim sem hafa verið hjá okkur áður og finnst frábært í körfu 🙂

Áfram Afturelding Körfubolti