Aðalfundur handknattleiksdeildar Aftureldingar 28. mars

Aðalfundur Handknattleiks Aftureldingar fer fram fimmtudaginn 28. mars næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 20.00 og fer fram í Vallarhúsinu að Varmá. Dagskrá fundarins: 1. Fundarsetning 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara 3. Skýrsla stjórnar 4. Reikningar ársins 2018 5. Kosning formanns 6. Kosning stjórnarmanna 7. Tillögur sem borist hafa til stjórnar 8. Önnur mál Við hvetjum félagsmenn og allt áhugafólk um handbolta …

Sleggjumót UMFA – Íslandsmót 5. flokks karla | Eldra ár

Sleggjumót UMFA í handbolta fer fram að Varmá laugardaginn 23. og sunnudaginn 24. mars. Leikjaniðurröðun mótsins má nálgast hér. Heildartími frá upphafi leiks til næsta leiks í hverri deild eru 40 mínútur. Leiktíminn er 2×15 mínútur og 10 mínútur eru á milli leikja. Allar upplýsingar um leiki og úrslit á mótinu má nálgast rafrænt hér á síðunni. Úrslit leikjanna verða …

Stúka reist við gervigrasvöllinn að Varmá

Í bæjarráði Mosfellsbæjar í morgun var samþykkt að ráðast í stúkubyggingu við gervigrasvöllinn að Varmá auk fleiri framkvæmda. Gert er ráð fyrir 300 sæta stúku en gerð er krafa um slíka stúku í leyfiskerfi KSÍ fyrir félög sem leika í Inkasso-deild karla. Afturelding á lið í bæði Inkasso-deild karla og kvenna í ár. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar er samkvæmt kostnaðaráætlun um …

Aðalfundur Sunddeildar Aftureldingar – 21. mars

Aðalfundur Sunddeildar Aftureldingar fer fram fimmtudaginn 21. mars næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 20.00 og fer fram í Vallarhúsinu að Varmá. Dagskrá fundarins: 1. Fundarsetning 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara 3. Skýrsla stjórnar 4. Reikningar ársins 2018 5. Kosning formanns 6. Kosning stjórnarmanna 7. Tillögur sem borist hafa til stjórnar 8. Önnur mál Við hvetjum félagsmenn og allt áhugafólk um sund …

Deildarmeistara í 4.deild kvk B

Helgina 16.-18.mars fór fram síðasta umferðin í Íslandsmóti 4.deildar kvenna í blaki en keppt var í B úrslitum. Mótið var haldið á Flúðum og er skemmst frá því að segja að ungu stúlkurnar okkar í 2.og 3.fl gerðu sér lítið fyrir og unnu alla 5 leiki helgarinnar og stóðu þar með uppi sem sigurvegarar B deildarinnar. Virkilega vel gert hjá …

Jafnt hjá Aftureldingu gegn FH

Afturelding mætti nýkrýndum bikarmeisturum FH í Kaplakrika í gærkvöld í Olís-deild karla. Leikurinn var í járnum lengst af og lyktaði að lokum með jafntefli 22-22 eftir æsispennandi lokamínútur. Afturelding hóf leikinn af miklum krafti og fékk ekki á sig mark fyrstu sjö mínútur leiksins. Liðið skoraði fjögur mörk á sama tíma og leiddu því 4-0. FH-ingar tóku sig þó saman …

Oddný með silfur á Katapokalen

Laugardaginn 16. mars fór fram sterkt opið bikarmót í Svíþjóð. Landslið og unglingalandslið Íslands tóku þátt og unnu alls til 17 verðlauna. Oddný Þórarinsdóttir úr Aftureldingu náði lengst í einstaklingsgreinum, en hún lenti í 2. sæti í flokki 14 – 15 ára stúlkna, en 38 keppendur voru í flokknum. Alls keppti Oddný 5 bardaga og vann 4. Þórður Jökull Henrysson …

Afturelding á toppnum þegar tvær umferðir eru eftir

Afturelding vann góðan útisigur á Fylki í Grill66-deild kvenna í handbolta í gærkvöld, 21-22. Afturelding hafði yfirhöndina í leiknum og komst best sex mörkum yfir. Staðan í hálfleik var 8-12 fyrir okkar konur. Mikil spenna var á lokamínútunum en Fylkir vann sig vel inn í leikinn. Afturelding náði að standast áhlaup Fylkiskvenna og fagnaði vel eins marks sigri. Kiyo Inage …

Aðalfundur hjóladeildar Aftureldingar

Aðalfundur hjóladeildar verður haldinn fimmtudaginn 28. mars 2019 kl. 18:30 í vallarhúsinu við Varmá. D A G S K R Á Venjuleg aðalfundarstörf 1. Fundarsetning 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara 3. Skýrsla stjórnar 4. Reikningar ársins 2018 5. Kosning formanns 6. Kosning stjórnarmanna 7. Tillögur sem borist hafa til stjórnar 8. Önnur mál Hlökkum til að sjá sem flesta félaga …

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Karatedeild Aftureldingar hefur endurnýjað samning sinn við Íþrótta- og ólympíusamband Íslands um fyrirmyndafélag. Viðurkenningin er veitt fyrir fyrirmyndarstarf fyrir börn og unglinga að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem ÍSÍ setur. Skilyrðin snúa að skipulagi félagsins, umgjörð þjálfunar og keppni, fjármálastjórn, menntun þjálfara, félagsstarfi, foreldrastarfi, fræðslu, forvörnum og jafnréttismálum. Karatedeildin hefur verið með viðurkenninguna Fyrirmyndarfélag allt frá árinu 2006.