Afturelding gefur iðkendum endurskinsmerki

Ungmennafélagið Afturelding mun gefa öllum iðkendum sínum á aldrinum 6-16 ára ný og glæsileg endurskinsmerki. Með þessu vill félagið efla sýnileika og öryggi iðkenda sinna á meðan skammdegið er sem mest. Guðrún Kristín Einarsdóttir, formaður blakdeildar Aftureldingar, er í forsvari fyrir verkefnið. Hún er mjög ánægð með hvernig til hefur tekist en endurskinsmerkjunum verður dreift til iðkenda innan félagsins á …

UngRÚV í heimsókn hjá Karatedeild Aftureldingar

Nýverið fékk Karatedeild Aftureldingar góða heimsókn þegar Eydís Erna, fréttaritari UngRÚV, sótti deildina heim að Varmá og fékk að kynnast karateíþróttinni. Iðkendur og kennarar karatedeildar Aftureldingar tóku vel á móti Eydísi sem fékk kennslu og fræðslu í grunnatriðum íþróttarinnar. Oddný Þórarinsdóttir frá Aftureldingu er tekin tali og lýsir hún grunnatriðum íþróttarinnar. Sjá má innslagið í heild sinni á vef RÚV …

Afurelding með góðan útisigur á Víkingi

Afturelding vann góðan útisigur á Víkingi Reykjavík í Grill66-deild kvenna á föstudagskvöld. Leiknum lyktaði með fjögurra marka sigri Aftureldingar, 18-22. Staðan í hálfleik var 6-11 fyrir Aftureldingu. Þóra María Sigurjónsdóttir og Kiyo Inage voru atkvæðamestar í liði Aftureldingar en þær skoruðu sjö mörk hvor. Afturelding hefur leikið ákaflega vel síðustu mánuði og tapaði síðast leik í lok október. Afturelding er …

Afturelding með stórsigur á Vestra

Afturelding og Vestri mættust í B-riðli Fótbolta.net mótsins í gær en leikið var í Reykjaneshöll.  Upphaflega átti leikurinn að fara fram á gervigrasinu í Mosfellsbæ en vegna mikillar snjókomu var leikurinn færður í Reykjaneshöll. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og staðan markalaust þegar flautað var til hálfleiks. Kári Steinn Hlífarsson braut ísinn og kom Aftureldingu yfir þegar tæpar …

Íþróttaskóli barnanna hefst 26. janúar

Íþróttaskóli barnanna snýr aftur eftir áramót þann 26. janúar næstkomandi. Íþróttaskólinn átti að hefjast um helgina en vegna seinkunnar á framkvæmdum við íþróttasal að Varmá þá varð að fresta íþróttaskólanum um viku. Um er að ræða 12 tíma námskeið sem lýkur þann 13. apríl. Vonum að allir sýni þessum aðstæðum skilning. Sjáumst hress og kát þann 26. janúar næstkomandi!

Umsóknarfrestur í Afreks- og styrktarsjóð rennur út 28. janúar

Opið er fyrir umsóknir í Afreks- og styrktarsjóð Aftureldingar og Mosfellsbæjar og rennur umsóknarfrestur út þann 28. janúar næstkomandi. Úthlutað verður tvisvar úr sjóðum í ár og að þessu sinni er úthlutað vegna verkefna sem fóru fram síðari hluta ársins 2018. Markmið sjóðsins eru eftirfarandi: 1. Veita afreksfólki í deildum innan Aftureldingar styrk vegna æfinga og/eða keppni og búa þeim …

Aðalfundur knattspyrnudeildar 30. janúar

Aðalfundur knattspyrnudeildar Aftureldingar fer fram 30. janúar næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 20.00 í Vallarhúsinu að Varmá. Dagskrá: Hefðbundin aðalfundastörf Framboðum til stjórnar skal skilað inn með tölvupósti á fotbolti@afturelding.is og skal skila framboðum eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund eða fyrir miðnætti 23. janúar. Félagar eru hvattir til að mæta, sem og allt áhugafólk um knattspyrnumál. Hér má sjá …

Jákvæð þróun að Varmá

Birna Kristín Jónsdóttir, formaður Aftureldingar, skrifar: Árið 2018 leyfi ég mér að segja að sé búið að vera farsælt ár hjá Aftureldingu. Margt gott hefur áunnist í félaginu okkar, árangur innan allra þeirra 11 deilda sem við höfum starfandi er gríðarlegur. Við höfum unnið marga titla og líka stundum verið nálægt því að vinna titla. Enn fremur hefur iðkendum okkar …

10 ástæður fyrir því að þú ættir að synda meira!

Við hér í Mosfellsbæ eigum tvær frábærar sundlaugar. Annars vegar Lágafellslaug sem er ein vinsælasta sundlaug höfuðborgarsvæðisins og hins vegar gamla góða Varmárlaug sem er falinn demantur. Í Mosfellsbæ er unnið mjög metnaðarfullt starf innan sunddeildar Aftureldingar við afreksþjálfun í sundi. Deildin mun í vor einnig bjóða upp á námskeið í skriðsundi fyrir fullorðna og þannig stuðla að því að …

Risa þorrablót Aftureldingar haldið 26. janúar

Þorrablót Aftureldingar 2019 fer fram laugardaginn 26. janúar í íþróttahúsinu að Varmá. Miðasala og borðaúthlutun fer fram föstudaginn 18. janúar á veitingastaðnum Blik. „Mikil stemning hefur myndast í forsölunni en eins og áður er eingöngu hægt að taka frá sæti gegn keyptum miða. Uppselt hefur verið á þorrablótið undanfarin ár. VIP borðin sem eru 10 manna hringborð eru komin í …