Bikefit kynning

Ungmennafélagið Afturelding Óflokkað

Siggi frá Bikefit kemur í heimsókn þann 7 október kl.20.00 Siggi og ætlar að kynna sig og sína starfsemi „Retül Fit er meira en bara bike fit (hjólamátun), það er leið til að kynnast líkamanum þínum, því sem veldur honum sársauka, og hvernig rétt fit hjálpar þér að ná settum markmiðum“. Það eru margir í hjólakaup-hugleiðingum, forkaupstilboð hjá umboðunum, Siggi …

Íslandsmeistararnir byrjuðu titilvörnina með öruggum sigri á Húsavík.

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Fyrsti leikur Íslandsmeistaranna okkar var í kvöld þegar stelpurnar okkar héldu norður í land og sóttu nýliðana í Úrvalsdeildinni heim en Völsungur vann 1.deild kvenna í vor. Talsverðir yfirburðir voru eins og búast mátti við og unnu stelpurnar öruggan sigur 3-0. Þær unnu hrinurnar 25-9. 25-18 og 25-13. Stigahæst í leiknum var Thelma Dögg Grétarsdóttir með 19 stig. Næsti leikur …

Frítt að prófa frjálsar

Ungmennafélagið Afturelding Óflokkað

Íþróttavika Evrópu hefst á morgun, fimmtudaginn 23 september. Frjálsíþróttadeild Aftureldingar heldur upp á þessa viku og býður nýjum iðkendum að vera frítt fram í miðjan október Við hvetjum alla krakka til að koma og prófa frjálsíþróttastarfið hjá Aftureldingu.    

Tilboðsdagar hjá JAKOSPORT

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Tilboðsdagar hjá JAKOsport til 3. október. Tryggðu þér og þínum Aftureldingarfatnað fyrir veturinn

Októberfest Aftureldingar 24. september

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu, sem á dögunum komst upp í Pepsí Max deildina, heldur októberfest á ný. Miðinn er á 6.900 kr. Innifalið er einn kaldur, matur og mikil skemmtun. Frábær leið til að styrkja stelpurnar, fagna með þeim og gleðjast. Hægt er að panta miða hjá bjartur87@gmail.com og á facebookviðburði: https://www.facebook.com/events/123431329860111

Frábær byrjun hjá strákunum í blakinu.

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Blakleiktíðin í úrvalsdeild karla hófst um helgina og átti karlaliðið okkar fyrstu leikina við Vestra frá Ísafirði og voru spilaðir tveir leikir að Varmá. Vestri sló okkar menn einmitt út úr úrslitakeppnninni í vor og áttu okkar menn því harma að hefna. Þeir gerðu það svo sannarlega því þeir unnu báða leikina 3-1 þar sem Sigþór Helgason var stigahæstur í …

Badmintonþjálfarar eru komnir í Sportabler

Ungmennafélagið Afturelding Badminton

Nú er búið að setja allar helstu upplýsingar inn í Sportabler svo hvetjum ykkur til að kíkja þangað inn. Þar getið þið m.a. Skoðað tímasetningar æfinga – og fengið tilkynningu ef æfing fellur t.d. niður vegna veðurs Merkt við hvort ykkar barn mætir á æfingu (og sett skýringu ef það kemst ekki) Skoðað tímasetningar næstu badmintonmóta Skráð og borgað fyrir …

LED skjár tekur við af vallarklukku á Fagverksvelli

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Knattspyrna

Það eru sannarlega tímamót hjá Aftureldingu í dag en þá tökum við í gagnið 15 fm LED skjá sem leysir gömlu góðu vallarklukkuna af hólmi.  Skjárinn verður vígður í síðasta leik kvenna í knattspyrnu í Lengjudeildinni en þær taka á móti FH.  Úrslit þessa leiks getur komið þeim í efstu deild á næsta tímabili. Afturelding þakkar byggingarfélaginu Bakka fyrir rausnarlegt …

Nýtt samskiptaforrit – Sportabler

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Nú hefur verið opnað fyrir skráningar hjá öllum deildum og eru æfingatöflur vetrarins tilbúnar og aðgengilegar á vefsíðu félags. Þær gætu þó tekið breytingum og biðjum við forráðamenn að fylgjast vel með viðkomandi deild.  Sú breyting hefur orðið á að nú fara allar skráningar í félagið í gegnum Sportabler https://www.sportabler.com/shop/afturelding Öll samskipti milli þjálfara og foreldra fara fram í gegnum forritið …

Ísland vann Smáþjóðamótið í U19

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

U19 ára kvennalandslið Íslands í blaki vann Færeyjar í úrslitaleik Smáþjóðamótsins sem haldið var á Laugarvatni um helgina. Afturelding átti 3 leikmenn í hópnum , Daníela Grétrsdóttir uppspilari, Rut Ragnarsdóttir frelsingi og Valdís Unnur Einarsdóttir miðja og voru þær allar í byrjunarliðinu og stóðu sig frábærlega eins og allt liðið. Aðalþjálfari liðsins er Borja Gonzalez Vincete þjálfari kvenna og karlaliða …