Afturelding með fullt hús stiga

Afturelding er með fullt hús stiga á toppi Olís-deildar karla eftir eins marks sigur í æsispennandi leik að Varmá í gærkvöldi, 28-27. Leikurinn var í járnum allt frá upphafi og æsispennandi. ÍR leiddi í hálfleik 13-14. ÍR náði þriggja marka forystu um miðjan síðari hálfleik en okkar menn komu tilbaka og náðu með góðum endaprett að vinna annan leikinn í …

Sigur í fyrsta leik tímabilsins

Afturelding fer vel af stað í Grill66-deild kvenna í handbolta og vann í gærkvöld góðan útisigur á Val-U á Hlíðarenda 24-25. Leikurinn var jafn og spennandi en staðan í hálfleik var jöfn, 11-11. Þóra María Sigurjónsdóttir var markahæst í liði Aftureldingar en hún skoraði 7 mörk í leiknum og Kristín Arndís Ólafsdóttir kom næst með 6 mörk. Ragnhildur Hjartardóttir gerði 5 …

Afturelding Íslandsmeistari í 3. flokki karla

Þriðji flokkur karla í knattspyrnu gerði sér lítið fyrir í dag og lagði FH í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í A-deild. Leiknum lyktaði með 3-2 sigri Aftureldingar í frábærum leik. Um 300 áhorfendur lögðu leið sína á Varmárvöll í dag til að fylgjast með frábærum leik. Mörk Aftureldingar gerðu þeir Ísak Pétur Bjarkason Clausen og Aron Daði Ásbjörnsson sem skoraði tvívegis …

Afturelding á toppnum fyrir lokaumferðina

Afturelding er á toppi 2. deildar karla þegar ein umferð er eftir. Afturelding vann góðan sigur í gær á Leikni frá Fáskrúðsfirði á Varmárvelli, 4-1 í fjörugum leik. Fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína á Varmárvöll en frítt var á völlinn í Fasteignasölu Mosfellsbæjar. Andri Freyr Jónasson kom Aftureldingu yfir á 32. mínútu leiksins og var það staðan í hálfleik. Jökull …

Afturelding/Fram áfram í Inkasso-deildinni

Afturelding/Fram mun leika áfram í Inkasso-deild kvenna á næstu leiktíð eftir 5-1 sigur á Sindra frá Höfn í Hornafirði en lokaumferð deildarinnar var leikin í kvöld. Afturelding/Fram lýkur leik á þessu sumri í 7. sæti deildarinnar með 17 stig. Leikurinn í kvöld var fjörugur og komst Sindri yfir í leiknum um miðjan fyrri hálfleik. Afturelding/Fram náði að jafna leikinn með …

Komdu í blak – frítt að æfa í 6.-7. flokki til áramóta

Blakdeild Aftureldingar býður alla velkomna í blak. Fríar æfingar eru fyrir krakka í 1.-4. bekk til áramóta.  Hópinn þjálfar Aleksandra Agata Knasiak. Hún hefur spilað blak frá því hún var barn, í HK og Aftureldingu og þjálfaði blak krakka í HK. Hún er að læra íþróttafræði í Háskólanum í Reykjavík.  Í dag spilar hún með Úrvalsdeildarliði Aftureldingar og hefur tekið þátt …

Tveir fulltrúar í landsliðshóp í Kata

  Þau Oddný Þórinsdóttir og Þórður Jökull Henrysson hafa verið valin í landslið Kata.  Laugardaginn 8.september næstkomandi fer fram sterkt bikarmót Í Helsinki, sem heitir Finnish Open Cup. Ísland sendir vaska sveit keppenda á mótið, allt okkar landsliðsfólk í kata mun keppa. Íslensku keppendurnir nota þetta mót sem undirbúning fyrir Smáþjóðamótið sem haldið verður í San Marínó 28-29.september og fyrir …

Sundskóli Aftureldingar fyrir 4 – 5 ára

Skráning er hafin í sundskóla Aftureldingar fyrir börn í eldri deildum leikskóla, 4-5 ára. Fyrsta námskeiðið hefst mánudaginn 10. september, en alls verða haldin þrjú námskeið á haustönn 2018: 10. september – 12. október 15. október – 16. nóvember 19. nóvember – 21. desember Kennt verður á mánudögum og fimmtudögum, kl. 16:00 – 16:45 í innilauginni að Lágafelli. Hvert námskeið …

Afturelding styrkir sig fyrir átökin í Grill 66 deildinni

Meistaraflokkur kvenna hefur styrkt sig fyrir komandi átök í Grill 66 deildinni í vetur. Þrír sterkir leikmenn hafa gengið til liðs við félagið í sumar en það eru þær Ástrós Anna Bender, Kristín Arndís Ólafsdóttir og Þóra Guðný Arnarsdóttir. Ástrós sem er tvítug er markmaður og er uppalin í HK en hún fór þaðan í Val árið 2015. Ástrós kemur …