Bjarni Gíslason ráðin sem deildastjóri keppnishópa

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Bjarni Gíslason hefur verið ráðinn deildarstjóri keppnishópa. Bjarni er landsliðsþjálfari og með mikla reynslu í uppbyggingarstarfi. Okkur í fimleikadeild Aftureldingar hlakkar mikið til að fá hann í Mosfellsbæinn í ágúst 🤸🏻‍♀️

Lengjudeild Karla

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Stelpurnar í fótboltanum nældu sér í þrjú stig í gær. Nú er röðin komin að strákunum. Á morgun, sunnudaginn 28 júní kemur ÍBV í heimsókn á Fagverksvöllinn. Leikurinn hefst kl 16.00 og við bendum fólki á að mæta tímanlega! Einnig hvetjum við alla stuðningsmenn til þess að sækja sér miðasöluappið stubbur og næla sér í miða þar. Sjáumst á vellinum! …

Lengjudeild kvenna

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Knattspyrna

Fótboltinn er farinn að rúlla aftur. Stelpurnar okkar taka á móti Víkingum í kvöld, föstudaginn 26. júní, kl 19.15. Hamborgarar á grillinu og kaffið rjúkandi heitt. Allir á völlinn !

Stubbur miðasöluapp

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Miðasala á leiki í Lengjudeildum karla og kvenna 2020 fer fram í miðasöluappinu Stubb. Stubbur auðveldar stuðningsmönnum að kaupa miða á leiki í og Lengjudeildunum, ásamt því að stuðningsmenn geta fylgt sínu liði. Það sem þú getur gert í appinu:  -Keypt miða á leiki í Pepsi Max deild og Lengjudeild karla og kvenna. -Fylgt Aftureldingu og séð tilkynngar frá okkur. …

Unglingalandsmót UMFÍ 2020

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi um verslunarmannahelgina 2020 dagana 31. júlí – 2. ágúst. Mótið er haldið í samstarfi við HSK og Sveitarfélagið Árborg. Mótið hefur sannað gildi sitt sem glæsileg vímuefnalaus fjölskyldu- og íþróttahátíð þar sem saman kemur fjöldi barna og ungmenna með fjölskyldum sínum. Mótið er fyrir 11-18 ára börn og ungmenni sem reyna fyrir sér í …

Domino’s styður við Aftureldingu!

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Á tímabilinu 22. – 28. júní fá allir stuðningsmenn Aftureldingar 20% afslátt af sóttum pizzum af matseðli með því að nota kóðann AFTURELDING þegar pantað er á vef/appi 🍕 Þar að auki mun 👉 Domino’s láta 20% af öllum pöntunum með kóðanum renna beint til Aftureldingar 👈   Við hvetjum okkar fólk til að panta! Margt smátt gerir eitt stórt! …

Aðalfundi Aftureldingar lokið

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Aðalfundur Aftureldingar var haldinn í Hlégarði þann 9. júní 2020.  Hafsteinn Pálsson var fundarstjóri  og Hanna Björk Halldórsdóttir íþróttafulltrúi Aftureldingar var ritari.  Auk hefðbundinna fundarstarfa kom Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar og kynnti þarfagreiningu og hönnun Varmársvæðis en þetta verkefni var afmælisgjöf Mosfellsbæjar til félagsins á 110 ára afmæli þess. Birna Kristín Jónsdóttir formaður bauð sig áfram fram til formanns og …

Sigurvegarar í strandblaki

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Um liðna helgi fór fram stærsta strandblakmót sem haldið hefur verið á Islandi.en það var fyrsta stigamót sumarsins. Strandblaksmótaröðinni lýkur svo með Íslandsmóti í ágúst. Einnig var spilað í U15 ára unglingaflokki drengja. 82 lið skráðu sig á mótið og var spilað í 5 kvennadeildum og 4 karladeildum.  Til að fá að spila í efstu deild þá þarf viðkomandi að …