Umsóknir í sjóði – Minningarsjóður Guðfinnu og Ágústínu og Afrekssjóður Aftureldingar og Mosfellsbæjar

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Nú fer að líða að síðari úthlutun úr tveimur sjóðum hjá okkur í Aftureldingu. Annars vegar er það Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur og hins vegar er það Afreks- og styrktarsjóður Aftureldingar og Mosfellbæjar. Upplýsingar um sjóðina má finna á heimasíðu Aftureldingar, www.afturelding.is Þetta er seinni úthlutun af tveimur en sú fyrri fór fram í janúar á þessu ári.   Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur. Tilgangur sjóðsins er …

Liverpoolskólinn á Íslandi

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Stjórn Liverpoolskólans á Íslandi heldur í vonina  um að hægt verði að taka á móti þjálfurum frá Liverpool í ágústmánuði. Stjórnin er í  miklum samskiptum við Liverpool þessa dagana með það að  markmiðið að vera með Liverpoolskóla á Íslandi í fyrri hluta ágúst í ár. Það sem mestu skiptir akkúrat núna er hvort þjálfarar Liverpool verði fullbólusettir á þeim tíma …

Álafosshlaupið 100 ára

Ungmennafélagið Afturelding Frjálsar

Álafosshlaupið fer að venju fram þann 12. júní í Mosfellsbæ, ræst verður kl 10.00. Boðið verður upp á 10 km og 5 km hlaup sem eru að mestu á malarstígum um holt og hæðir í Mosfellsbæ. Hlaupið er eftir merktum leiðum, en samt óvenjulegum, göngustígum og malarvegum. Á brattann er að sækja fyrri helming en síðan er farinn malarvegur eða …

Thelma Dögg með 5 viðurkenningar á uppskeruhátíð BLí

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Ársþing Blaksambands Íslands var haldið laugardaginn 5.júní og á þinginu voru veittar viðurkenningar og valið í lið ársins.  Blakdeild Aftureldingar átti 3 fulltrúa í liði ársins í Mizunodeild kvenna: Uppspilarann; Luz Medina, kantsmassarann Maríu Rún Karlsdóttur og díó spilarann Thelmu Dögg Grétarsdóttur. Auk þess fékk Thelma Dögg viðurkenningur fyrir að vera; Stigahæst í sókn, stigahæst í uppgjöfum og stigahæst samtals. …

Þórður Íslandsmeistari 🏆👊🥋

Karatedeild Aftureldingar Karate

Íslandsmeistaramót fullorðinna í karate var haldið laugardaginn 29. maí 2021 sl. Karatedeild Aftureldingar var með tvo keppendur á mótinu, þau Oddnýju og Þórð en þau kepptu bæði í einstaklingskata fullorðinna. Úrslit mótsins má nálgast hér og frétt MBL um mótið má lesa hér. Þórður Jökull Íslandsmeistari karla annað árið í röð Þórður Jökull keppti til úrslita eins og í fyrra á …

AFTURELDING ÍSLANDSMEISTARAR KVENNA Í BLAKI

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Stelpurnar okkar spiluðu hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn við HK í dag. Fyrsta leikinn tóku HK stúlkur nokkuð örugglega og gátu með sigri að Varmá s.l. þriðjudag hampað titlinum en vinna þurfti 2 leiki. Aftureldingarstúlkur voru ekki til í það og sigruðu annan leikinn mjög örugglega og tryggðu sér oddaleik sem þær mættu í eins og sá sem valdið hafði og …

Stelpurnar okkar spiluðu frábæralega í kvöld – Hreinn úrslitaleikur á laugardaginn

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Stelpurnar okkar voru með bakið upp við vegg og urðu að vinna annan leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í blaki í kvöld. Þær töpuðu fyrri leiknum en vinna þarf tvo leiki til að hampa þeim stóra.  Það var ljóst frá byrjun að þær ætluðu ekki að leyfa HK að hampa bikarnum á okkar heimavelli og unnu sannfærandi sigur 3-1 þar sem …

Íslandsmeistaramót barna

Karatedeild Aftureldingar Karate

Íslandsmeistaramót barna í kata 6-11 ára var haldið sunnudaginn 16. maí 2021 í Smáranum í Kópavogi. Karatedeild Aftureldingar var með sex keppendur á mótinu auk eins hópkataliðs. Tvö ár hafa liðið frá síðasta móti fyrir þennan aldurshóp og því voru sumir mjög óöruggir auk þess sem aðrir voru að keppa í fyrsta sinn. Því var það mikill sigur að taka …

Oddný Íslandsmeistari 🏆👊🥋

Karatedeild Aftureldingar Karate

Íslandsmeistaramót unglinga 12-17 ára var haldið laugardaginn 15. maí 2021 í Smáranum í Kópavogi. Karatedeild Aftureldingar var með tvo keppendur á mótinu, þau Oddnýju og Gunnar en þau kepptu bæði í elsta flokkinum, 16-17 ára. Úrslit mótsins má nálgast hér. Oddný Íslandsmeistari 16-17 ára stúlkna Oddný vann 16-17 ára flokkinn nokkuð örugglega annað árið í röð. Hún lýkur því keppni …

Afturelding er komin í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í blaki

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Stelpurnar okkar tóku á móti KA að Varmá í hreinum úrslitaleik um það hvort liðið kæmist í úrslitaleikina á móti HK sem hafði unnið Þrótt Nes 2-0 í undanúrslitunum. Okkar stelpur komu mjög ákveðnar til leiks og sýndu það að þær ætluðu í úrlitakeppnina og unnu mjög sannfærandi sigur 3-1. Stigahæst var Thelma Dögg Grétarsdóttir með 24 stig og María …