Tilboðsdagar hjá JAKOSPORT

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Tilboðsdagar hjá JAKOsport til 3. október. Tryggðu þér og þínum Aftureldingarfatnað fyrir veturinn

Októberfest Aftureldingar 24. september

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu, sem á dögunum komst upp í Pepsí Max deildina, heldur októberfest á ný. Miðinn er á 6.900 kr. Innifalið er einn kaldur, matur og mikil skemmtun. Frábær leið til að styrkja stelpurnar, fagna með þeim og gleðjast. Hægt er að panta miða hjá bjartur87@gmail.com og á facebookviðburði: https://www.facebook.com/events/123431329860111

Frábær byrjun hjá strákunum í blakinu.

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Blakleiktíðin í úrvalsdeild karla hófst um helgina og átti karlaliðið okkar fyrstu leikina við Vestra frá Ísafirði og voru spilaðir tveir leikir að Varmá. Vestri sló okkar menn einmitt út úr úrslitakeppnninni í vor og áttu okkar menn því harma að hefna. Þeir gerðu það svo sannarlega því þeir unnu báða leikina 3-1 þar sem Sigþór Helgason var stigahæstur í …

Badmintonþjálfarar eru komnir í Sportabler

Ungmennafélagið Afturelding Badminton

Nú er búið að setja allar helstu upplýsingar inn í Sportabler svo hvetjum ykkur til að kíkja þangað inn. Þar getið þið m.a. Skoðað tímasetningar æfinga – og fengið tilkynningu ef æfing fellur t.d. niður vegna veðurs Merkt við hvort ykkar barn mætir á æfingu (og sett skýringu ef það kemst ekki) Skoðað tímasetningar næstu badmintonmóta Skráð og borgað fyrir …

LED skjár tekur við af vallarklukku á Fagverksvelli

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Knattspyrna

Það eru sannarlega tímamót hjá Aftureldingu í dag en þá tökum við í gagnið 15 fm LED skjá sem leysir gömlu góðu vallarklukkuna af hólmi.  Skjárinn verður vígður í síðasta leik kvenna í knattspyrnu í Lengjudeildinni en þær taka á móti FH.  Úrslit þessa leiks getur komið þeim í efstu deild á næsta tímabili. Afturelding þakkar byggingarfélaginu Bakka fyrir rausnarlegt …

Nýtt samskiptaforrit – Sportabler

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Nú hefur verið opnað fyrir skráningar hjá öllum deildum og eru æfingatöflur vetrarins tilbúnar og aðgengilegar á vefsíðu félags. Þær gætu þó tekið breytingum og biðjum við forráðamenn að fylgjast vel með viðkomandi deild.  Sú breyting hefur orðið á að nú fara allar skráningar í félagið í gegnum Sportabler https://www.sportabler.com/shop/afturelding Öll samskipti milli þjálfara og foreldra fara fram í gegnum forritið …

Ísland vann Smáþjóðamótið í U19

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

U19 ára kvennalandslið Íslands í blaki vann Færeyjar í úrslitaleik Smáþjóðamótsins sem haldið var á Laugarvatni um helgina. Afturelding átti 3 leikmenn í hópnum , Daníela Grétrsdóttir uppspilari, Rut Ragnarsdóttir frelsingi og Valdís Unnur Einarsdóttir miðja og voru þær allar í byrjunarliðinu og stóðu sig frábærlega eins og allt liðið. Aðalþjálfari liðsins er Borja Gonzalez Vincete þjálfari kvenna og karlaliða …

Það NÝJASTA !

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Góðan daginn !   Þetta er alveg nýtt hjá okkur ! Við erum viss um að þetta eigi eftir að hitta í mark ! Ef það er áhugi þá er hægt að koma og prófa. Endilega sendið e-mail á fimleikar@afturelding.is ef þið hafið spurningar. Skrifstofan opnar á mánudaginn.

Afturelding með þrjár í U19 landsliði kvenna

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Um komandi helgi, 2-4 september fara fram fyrstu landsleikir í blaki  U liða  síðan haustið 2019 þegar U19 kvennaliðið tekur þátt í Smáþjóðamóti. Blaksamband Íslands hefur skipulagt mótið á Laugarvatni í samstarfi með Smáþjóðanefndinni. Ísland spilar við lið Gíbraltar, Möltu og Færeyja og verður opið fyrir áhorfendur og einnig verður leikjunum streymt. Afturelding á þrjá fulltrúa í liðinu og eru …

Byrjendablak fyrir fullorðna

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Blakdeild Aftureldingar býður upp á byrjendablak fyrir fullorðna á þriðjudögum kl 21:15-22:45 Æft verður einu sinni í viku undir leiðsögn þjálfara og byrjar námskeiðið þriðjudaginn 7. september og fara æfingar fram í sal 3 í íþróttahúisnu að Varmá. Allir velkomnir, bæði karlar og konur. Skráning á:  blakdeildaftureldingar@gmail.com