Villý heiðruð, hefur spilað 300 leiki fyrir Aftureldingu ♥GOAT ♥

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Fyrir leik Aftureldingar og Þróttar Reykjavíkur í blaki í gærkvöldi var Velina Apostolova heiðruð. Villý okkar kom til Aftureldingar þegar Blakdeildin ákvað að tefla fram kvennaliði í efstu deild haustið 2011. Með henni komu foreldrar hennar, Apostol  sem var þjálfari liðsins, móðir hennar, Miglena sem þjálfaði yngri iðkendur deildarinnar og yngri systir hennar Kristina sem spilaði lengi sem frelsingi liðsins. …

Fullorðinsfimleikar

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Fimleikadeild Aftureldingar fer á flug með fullorðinsfimleika sem hefjast þriðjudaginn 10. október. Hún Lena Dögg verður aðalþjálfarinn og hefur hún mikla þekkingu á fullorðinsfimleikum. Það er ekkert mál að koma og prófa hjá okkur 1-2 tímar og sjá svo til. Frekari upplýsingar má nálgast hjá fimleikar@afturelding.is.

karate

Prufutímabili lokið

Karatedeild Aftureldingar Karate

Skráningu nýrra iðkenda á haustönn 2023 er lokið, og einnig er prufutímabili lokið. Í janúar 2024 hefst ný önn, þá eru nýjir iðekndur velkomnir.

Vel heppnað Meistaramót um helgina

Badmintondeild Aftureldingar Badminton

Helgina 23-24 sept var haldið Meistaramót Aftureldingar að Varmá sem var jafnframt fyrsta fullorðins mót vetrarins hjá Badmintonsambandi Íslands. Þátttakendur komu frá 6 félögum og voru spilaðir yfir 80 leikir í sölum 1 og 2 að Varmá. Krakkarnir okkar aðstoðuðu með talningu á mótinu og stóðu sig með prýði. Okkar eigin Sunna Karen Ingvarsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði …

Mikið fjör á frysta móti vetrains

Sunddeild Aftureldingar Sund

Fyrsta mót vetrarins fór fram síðustu helgi. 20 sundmenn frá Aftureldingar stungu sér til sunds á mótinu. Og var bætingaprósentan á mótinu 73% sem er virkilega flottur árangur miða við fyrsta mót tímabilsins. Við erum virkilega stolt af hópnum og hlökkum til vetrarins með þeim.

Körfuboltakrakkar á ferð og flugi

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Afturelding, Körfubolti

Krakkarnir okkar í Aftureldingu Körfubolta spiluðu um helgina fjölmarga leiki. 8. bekkurinn, krakkar fæddir 2010, spiluðu í 1. umferð Íslandsmótsins vestur í bæ um helgina. Hvar þeir sigruðu báða leiki sína á laugardaginn. Fyrst ÍA eftir hörkuleik og fylgdu því svo eftir með öðrum flottum sigri á KR-e. Á sunnudaginn lék liðið hreinan úrslitaleik gegn Haukum –b  um hvort liðið …

Karate Þórður

Smáþjóðamót í Luxembourg

Karatedeild Aftureldingar Karate

Dagana 15.-17. september var haldið 9. Smáþjóðamótið í karate, að þessu sinni í Luxembourg. 337 keppendur frá 9 smáþjóðum tóku þátt. Þórður tók þátt fyrir hönd landsliðs Íslands og keppti í tveim flokkum, kata karla fullorðinna (16 ára og eldri) og hópkumite. Í kata karla fullorðinna voru 28 keppendur frá 9 þjóðum og keppt var í fjórum umferðum. Þórður komst …

Leikir helgarinnar í körfunni

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Afturelding, Körfubolti

Um helgina voru leikir í 9. og 10. flokki. Í gær, laugardag, fór 10. flokkur í heimsókn á Laugarvatn og kepptu við Laugdæli/Hrunamenn.  Leikurinn byrjaði brösuglega fyrir okkar menn en í loka leikhlutanum duttu nokkrir þristar og komst spenna í leikinn. Leikurinn endaði þó með tapi okkar manna 74-68. Strákarnir sigruðu báða sína leiki í dag á heimavelli í Varmá …

Íþróttaskóli barnanna hefst á laugardaginn, 23. sept.

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Íþróttaskóli barnanna

Íþróttaskóli barnanna hjá Aftureldingu hefst næsta laugardag,  eða þann 23.september. Skráning fer nú fram á Sportabler https://www.sportabler.com/shop/afturelding Innifalið í verði er bolur á barnið frá JAKO  og nafnamerking. Yngstu börnin byrja fyrst, kl 9:15 – 10:00, næsti hópur kemur kl 10:15 – 11:00 og síðasti hópurinn kermur kl 11:15-12:00 Börnunum verður skipt upp í aldurshópa eftir að skráningu lýkur og er …

Badminton komið á fullt

Badmintondeild Aftureldingar Badminton

Í síðustu viku hófust badmintonæfingar hjá öllum hópum samkvæmt stundatöflu. Virkilega góð mæting hjá fullorðinshópnum okkar þar sem bæði byrjendur og lengra komnir spila saman. Í unglingahópunum okkar er ennþá pláss til að bæta við iðkenndum og hvertjum við alla að koma og prófa í þessari viku. U9: 1-3 bekkur U11: 4 og 5 bekkur U13: 6 og 7 bekkur …