Byrjenda- og framhaldsæfingar hjá Karatedeild Aftureldingar hefjast eftir áramót skv. stundaskrá Æfingar framhaldshópa hefjast þriðjudaginn 3. janúar og byrjenda hefjast miðvikudaginn 4. janúar Í karate er unnið m.a. með styrk, jafnvægi, samhæfingu, sjálfsstjórn, áræðni, minni og síðast en ekki síst sjálfsvörn. Komið í prufutíma – það kostar ekkert! Allir nýjir iðkendur eru velkomnir og hægt er að prófa í tvær …
Viðbótatímar fyrir leikskólahópa hefjast 2. október
Skráningar í leikskólahópana hjá okkur hafa farið langt umfram það sem fimleikadeildin var að búast við. Deildin hefur búið til auka hóp til að mæta eftirspurn og fyrsta æfingin verður núna á sunnudaginn 2. október. Æfingarnar verða á sunnudögum klukkan 13:00-14:00 og eru í boði fyrir börn fædd 2017 og 2018. Ef þið viljið skrá barn sem er fætt 2018 …
Loksins fengum við að keppa !
Það er skemmtilegt að segja frá því að fyrsta mótið á vegum FSÍ var haldið um helgina eftir mjög langa bið vegna Covid. Tvö elstu liðin okkar fóru á Akranes að keppa á GK mótinu. Bæði liðin stóðu sig einstaklega vel og sigruðu fjölda markmiða sem þau settu sér. Úrslit: Strákarnir enduðu í 1. sæti á mótinu með einkunina 39.160. …
Bikefit kynning
Siggi frá Bikefit kemur í heimsókn þann 7 október kl.20.00 Siggi og ætlar að kynna sig og sína starfsemi „Retül Fit er meira en bara bike fit (hjólamátun), það er leið til að kynnast líkamanum þínum, því sem veldur honum sársauka, og hvernig rétt fit hjálpar þér að ná settum markmiðum“. Það eru margir í hjólakaup-hugleiðingum, forkaupstilboð hjá umboðunum, Siggi …
Frítt að prófa frjálsar
Íþróttavika Evrópu hefst á morgun, fimmtudaginn 23 september. Frjálsíþróttadeild Aftureldingar heldur upp á þessa viku og býður nýjum iðkendum að vera frítt fram í miðjan október Við hvetjum alla krakka til að koma og prófa frjálsíþróttastarfið hjá Aftureldingu.
Frábær helgi hjá sunddeildinni
Um helgina fór fram Íslandsmeistaramót í Sundi í 50m. laug og áttum við þrjá keppendur á mótinu og einnig tvö boðsund. Birta Rún Smáradóttir keppti í 50m skriðsundi, 400m. fjórsundi, 100m. bringusundi og 100m skriðsundi. Í 50m. skriðsundi komst hún í úrslit og endaði í 6. sæti og bætti þar sinn besta tíma í greininni og einnig bætti hún Aftureldingarmetinu …
Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Aftureldingar 27. apríl
Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Aftureldingar verður haldinn þriðjudaginn 27. apríl kl. 20 á skrifstofu Aftureldingar við íþróttamiðstöðina að Varmá ef aðstæður leyfa annars verður fundinum streymt rafrænt. Á dagskrá fundarins verður: Skýrsla stjórnar Ársreikningur lagður fram til samþykktar Kosning formanns og annarra stjórnarmanna. Framboð til stjórnar óskast tilkynnt fyrir þriðjudaginn 20. apríl á netfang: ormarsson@yahoo.com Undirbúningur fyrir starfssemi deildarinnar á næsta ári …
Þór Guðmundsson kominn í þjálfarateymi m.fl.kvenna
Þór Guðmundsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari hjá m.fl. kvenna. Hann verður í þjálfarateyminu ásamt Guðmundi Helga Pálssyni og Einari Bragasyni. Þór mun einnig þjálfa yngri flokka félagsins. Þór hefur starfað við þjálfun síðustu 9 ár og hefur hann þjálfað hjá bæði Fram og Víking. Sístu ár var hann þjálfari m.fl. kvenna hjá Víking. „Fyrst og fremst hlakka hlakka ég til …
Grímur merktar Aftureldingu
Við höfum sett í sölu þriggja laga, fjölnota grímur með merki Aftureldingar. Nú er lag að styrkja Aftureldingu og taka þátt í að berja veiruna niður. Fyrsta upplagið nemur einungis 100 stk. sem verður tilbúið á mánudaginn. Verði mikill áhugi pöntum við meira. Ath. sérstakar grímur ætlaðar börnum eru í hönnun. https://afturelding.is/fjaroflun/voruflokkar/fjaroflun/
Upplýsingar til forráðamanna vegna XPS Network/Sideline
Kæru forráðamenn og iðkendur, Nú erum við að fara í okkar annað tímabil með notkun á XPS Network / Sideline appinu. Samningur á milli Aftureldingar og Sideline Sports gerir öllum þjálfurum Aftureldingar kleift að vinna með Sideline í sínu starfi sem mun hjálpa félaginu við að efla umgjörð, skipulag og gæði í kringum íþróttastarf félagsins. Fyrir forráðamenn og iðkendur þá …