Aðalfundur frjálsíþróttadeildar Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Óflokkað

Kæru foreldrar og forráðamenn, Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar verður haldinn fimmtudaginn 17. mars í Vallarhúsinu við Varmá kl. 20:00. Á fundinum verða fundarstörf þessi: 1. Fundarsetning. 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3. Formaður deildar gerir grein fyrir starfsemi deildarinnar á liðnu starfsári. 4. Gjaldkeri deildar leggur fram reikninga deildarinnar til samþykktar. 5. Fjárhagsáætlun deildarinnar lögð fram til samþykktar. 6. Kosningar: a) …

Valdís og Sigvaldi í U17 landslið BLÍ

Blakdeild Aftureldingar Blak, Óflokkað

Valdís Unnur Einarsdóttir og Sigvaldi Örn Óskarsson úr Blakdeild Aftureldingar spiluðu með  U-17 landsliðum Íslands í blaki nú í vikunni. Liðin tóku þátt í NEVZA U17 sem er Norðurlandamót 2019 og var haldið í Ikast í Danmörku.  Strákarnir lentu í 4 sæti á mótinu og stelpurnar í 5. sæti. Þjálfarar U17 landsliðs kvenna eru Borja Vicente þjálfari mfl kvk hjá …

Æfingatafla vetrarins 2019-2020

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna, Óflokkað

Æfingatafla vetrarins fyrir yngstu iðkendurnar okkar eru tilbúin. Tafla fyrir 2. og 3. flokk karla kemur inn á næstu dögum.  Opnað verður fyri skráningar á næstu dögum. Nýtt æfingarhús verður tekið í notkun í október – þanngað til fara allar æfingar fram úti. Frekari upplýsingar má nálgasta hjá Bjarka yfirþjálfara eða Hönnu Björk Íþróttafulltrúa, hannabjork@afturelding.is 

Kristín Fríða og Regína Lind eru áfram með Aftureldingu

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir, Óflokkað

Kristín Fríða Sigurborgardóttir og Regína Lind Guðmundsdóttir skrifuðu báðar undir samning við Blakdeild Aftureldingar. Báðar eru þær búnar að vera í Aftureldingu og spila með upp alla yngri flokkana. Kristín Fríða hefur tekið þátt í landsliðsverkefnum U-liða Íslands og báðar voru þær með á síðustu leiktíð þegar kvennaliðið vann til bronsverðlauna á Íslandsmótinu.

Sævaldur bætir við sig þjálfaramenntun

Ungmennafélagið Afturelding Körfubolti, Óflokkað

Sævaldur Bjarnason yfirþjálfari körfuknattleiksdeildar Aftureldingar útskrifaðist úr FECC skóla FIBA um liðna helgi. Hann kemst þá í fámennan hópa íslenskra körfuboltaþjálfara. Sævaldur hefur unnið mikið og gott uppbyggingarstarf fyrir körfuna í Mosfellsbæ undanfarin ár. Fjölgun í deildin hefur verið hröð og mikil og sendi Aftureldinga kvennalið til leiks í barna- og unglingastarfi á síðasta tímabili, í fyrsta sinn síðan deildin …

Arnór Gauti framlengir við Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna, Óflokkað

Varnarmaðurinn efnilegi Arnór Gauti Jónsson hefur skrifað undir nýjan samning við Aftureldingu sem gildir út tímabilið 2020. Arnór Gauti er 17 ára gamall en hann er úr öflugum 2002 árgangi Aftureldingar sem varð Íslandsmeistari í 3. flokki í fyrra. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Arnór Gauti spilað átta leiki í Inkasso-deildinni í sumar en hann steig sín fyrstu skref í …

Meistaramót Íslands 11-14 ára

Ungmennafélagið Afturelding Frjálsar, Óflokkað

Meistaramót Íslands í frjálsum 11-14 ára fór fram um helgina í góðu veðri á Laugardalsvellinum. Það var flottur hópur frá Aftureldingu sem tók þátt og stóðu sig öll mjög vel. Flest ef ekki öll með persónulegar bætingar. Þeir sem unnu til verðlauna voru í flokki 13 ára stúlkna Ísabella Rink hún varð í 1. sæti langstökk og 2. sæti í kúluvarpi, …

Sumartafla yngri flokkana

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna, Óflokkað

Við minnum foreldra á að hver flokkur er með Facebook síðu sem við hvetjum foreldra til að tengja sig við, þar koma fram allar upplýsingar og breytingar á æfingatímum.

Wentzel Steinarr í Hvíta Riddarann

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna, Óflokkað

Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban, leikjahæsti leikmaðurinn í sögu Aftureldingar og fyrirliði síðustu ára, hefur gengið til liðs við félaga okkar í Hvíta Riddaranum. Wentzel hefur skorað 65 mörk í 249 deildar og bikarleikjum með Aftureldingu frá árinu 2007. Síðasta mark hans kom í 3-1 sigrinum á Hetti þar sem sigurinn í 2. deildinni var tryggður síðastliðið haust. Hinn þrítugi Wentzel …

Vorhátíð knattspyrnudeildar Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna, Óflokkað

Meistaraflokkar knattspyrnudeildar Afturelding byrja sumarið á vorhátíð í Vallarhúsinu. Miðvikudaginn þann 24. apríl frá kl 19.00-22.30 Dagskrá: Leikmannakynningar  Ávarp þjálfara Spjallað og spekúlerað Man. Utd – Man. City á skjáunum Við hvetjum allt knattspyrnuáhugafólk í Mosfellsbæ til að koma og fagna komandi sumri með okkur. Sjáumst spræk.