Arnór Gauti framlengir við Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna, Óflokkað

Varnarmaðurinn efnilegi Arnór Gauti Jónsson hefur skrifað undir nýjan samning við Aftureldingu sem gildir út tímabilið 2020. Arnór Gauti er 17 ára gamall en hann er úr öflugum 2002 árgangi Aftureldingar sem varð Íslandsmeistari í 3. flokki í fyrra. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Arnór Gauti spilað átta leiki í Inkasso-deildinni í sumar en hann steig sín fyrstu skref í …

Meistaramót Íslands 11-14 ára

Ungmennafélagið Afturelding Frjálsar, Óflokkað

Meistaramót Íslands í frjálsum 11-14 ára fór fram um helgina í góðu veðri á Laugardalsvellinum. Það var flottur hópur frá Aftureldingu sem tók þátt og stóðu sig öll mjög vel. Flest ef ekki öll með persónulegar bætingar. Þeir sem unnu til verðlauna voru í flokki 13 ára stúlkna Ísabella Rink hún varð í 1. sæti langstökk og 2. sæti í kúluvarpi, …

Sumartafla yngri flokkana

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna, Óflokkað

Við minnum foreldra á að hver flokkur er með Facebook síðu sem við hvetjum foreldra til að tengja sig við, þar koma fram allar upplýsingar og breytingar á æfingatímum.

Wentzel Steinarr í Hvíta Riddarann

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna, Óflokkað

Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban, leikjahæsti leikmaðurinn í sögu Aftureldingar og fyrirliði síðustu ára, hefur gengið til liðs við félaga okkar í Hvíta Riddaranum. Wentzel hefur skorað 65 mörk í 249 deildar og bikarleikjum með Aftureldingu frá árinu 2007. Síðasta mark hans kom í 3-1 sigrinum á Hetti þar sem sigurinn í 2. deildinni var tryggður síðastliðið haust. Hinn þrítugi Wentzel …

Vorhátíð knattspyrnudeildar Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna, Óflokkað

Meistaraflokkar knattspyrnudeildar Afturelding byrja sumarið á vorhátíð í Vallarhúsinu. Miðvikudaginn þann 24. apríl frá kl 19.00-22.30 Dagskrá: Leikmannakynningar  Ávarp þjálfara Spjallað og spekúlerað Man. Utd – Man. City á skjáunum Við hvetjum allt knattspyrnuáhugafólk í Mosfellsbæ til að koma og fagna komandi sumri með okkur. Sjáumst spræk.

Veðurviðvörun

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Óflokkað

Áríðandi skilaboð frá slökkviliðinu. „Við hvetjum skóla og frístundastarfsemi í efri byggðum tli að fylgjast með veðri og mögulega fella niður æfingar sem hefjast eftir kl 15.00. Spáð er miklu hvassviðri frá kl. 15.00 og fram á nótt. Jafnframt að hvetja foreldra/forráðamenn barna undir 12. ára til að sækja börn eftir klukkan 15.00 ef þess er talin þörf.“ Allar knattspyrnuæfingar …

Tvíhöfði í blaki

Blakdeild Aftureldingar Blak, Óflokkað

Bæði liðin okkar í Mizunodeild karla og kvenna taka á móti liðum Álftaness í kvöld, miðvikudag og hefst kvennaleikurinn kl 18:30 og karlaleikurinn í kjölfarið eða kl 20:30. Við hvetjum okkar fólk til að mæta í rauðu á pallana og hvetja liðin okkar áfram.    Áfram Afturelding

Fyrstu mót vetrarins hjá yngri flokkunum

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti, Óflokkað

Það var mikið um að vera helgina 5.-7. október 2018 hjá framtíðarstjörnum Aftureldingar í handbolta. Strákarnir á yngra ári í 6. flokki fóru til Akureyrar og tóku þátt í árlegu gistimóti KA. Tvö lið mættu til leiks undir styrkri stjórn Ingimundar Helgasonar þjálfara. Liðin héldu sér í sínum deildum og sýndu strákarnir flott tilþrif. Stelpurnar á yngri ári í 5. …