Aðalfundur frjálsíþróttadeildar Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Óflokkað

Kæru foreldrar og forráðamenn,

Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar verður haldinn fimmtudaginn 17. mars í Vallarhúsinu
við Varmá kl. 20:00.

Á fundinum verða fundarstörf þessi:
1. Fundarsetning.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Formaður deildar gerir grein fyrir starfsemi deildarinnar á liðnu starfsári.
4. Gjaldkeri deildar leggur fram reikninga deildarinnar til samþykktar.
5. Fjárhagsáætlun deildarinnar lögð fram til samþykktar.
6. Kosningar:
a) Kosinn formaður og varaformaður.
b) Kosinn helmingur meðstjórnenda til tveggja ára í senn.
7. Önnur mál.
8. Fundarslit.

Hlökkum til að sjá ykkur.


Kær kveðja, Stjórn frjálsíþróttadeildar Aftureldingar