Þjálfarar

Birna Varðardóttir, yfirþjálfari
Þjálfari Hlaupanámskeið Aftureldingar
Birna er íþrótta- og næringafræðingur. Hún er jafnframt í doktorsnámi við HÍ og aðjunkt. Birna hefur æft frjálsar um árabil og á að baki glæstan feril í millivega- og langhlaupum.
Birna hefur æft hlaup og frjálsar íþróttir frá unga aldri, og skipað sér í flokk fremstu millivegalengda- og langhlaupara hérlendis. Hún hefur einnig keppt í kraftlyftingum og tekið þátt í ýmsum þrekmótum/áskorunum í gegnum tíðina. Birna er með meistarapróf í íþróttanæringarfræði frá Maastricht háskóla í Hollandi, og starfar í dag sem aðjunkt og doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands.
Arnarldur Birgir Konráðsson
Þjálfari á Hlaupanámskeiði Aftureldingar
Birgir (Coach Birgir) hefur yfir 25 ára reynslu af þjálfun einstaklinga, hópa og íþróttaliða. Sjálfur hefur Birgir stundað hlaup í mörg ár og lokið fjölda hálf og heil maraþona í bland við enn lengri hlaup á borð við 110 km hlaup í Sahara eyðimörkinni, Útmeða styrktarhlaup í kringum landið með góðum hópi fólks til styrktar Geðhjálp og margt fleira. Birgir starfar í dag ásamt Lindu eiginkonu sinni undir Coach Birgir þar sem þau bjóða upp á þjálfun, markmiðasetningu, ráðgjöf o.fl.
Birnir Logi Arnarson, þjálfari yngri flokka
Birnir Logi sér um þjálfun yngri flokkana með dyggum stuðningi Birnu Varðar yfirþjálfara. Birnir Logi hefur aðstoðað við þjálfun barna í talsverðan tíma.
Meistarflokkur æfir með Fjölni undir handleiðslu frábærra þjálfara Fjölnis.