Þjálfarar

Þjálfarar yngri flokka veturinn 2022-2023:

Atli Fannar Pétursson þjálfar ungu stúlkurnar okkar í U20 og U18 sem koma til með að spila í 1.deild kvenna sem Afturelding B .  Atli Fannar er fæddur og uppalinn í Neskaupstað og hefur þjálfað og spilað blak þar. Atli Fannar er á þriðja ári í íþróttafræði í Háskóla Íslands og mun spila með meistaraflokki karla í Aftureldingu í vetur ásamt því að vera aðstoðarþjálfari í úrvalsdeild kvenna. Atli Fannar er einnig í A landsliði karla

 

 

 

 

 

 

 

Hafsteinn Már Sigurðsson þjálfar  U12 ára börn  og verða æfingar bæði í Lágafellsskóla og að Varmá. Hafsteinn er fæddur og uppalinn á Ísafirði og hefur verið að þjálfa yngri flokka í Vestra ásamt því að spila með Vestra í úrvalsdeild karla og verið lykilmaður þar. Hann er í íþróttafræði í Háskóla Íslands á öðru ári. Hafsteinn er einnig leikmaður í A landsliði karla og spilar með úrvalsdeild karla hjá Aftureldingu.

 

 

 

Matias Ocompu þjálfar strákana okkar í U18/U20 sem koma til með að spila í 1.deild karla og 2.deild karla. Matias er frá Colombíu og þetta er annað árið hans hjá Aftureldingu. Matias þjálfar einnig í 2-4 deild kvenna.

 

 

Þjálfarar:  Borja Vincent Gonzales og Ana Maria Vidal sem er yfirþjálfari Blakdeildarinnar. 

netfang: valal13@gmail.com

Hjónin Borja og Valal koma frá Spáni. Þau þjálfuðu áður hjá blakdeild Þróttar í Neskaupstað með góðum árangri í 4 ár og unnu marga titla þar. Borja er yfirþjálfari   U20/U18 bæði karla og kvenna og mun þjálfa þá flokka einu sinni í viku og Valal  kemur til með að sjá um alla styrktarþjálfun í blakdeildinni.  Þau þjálfa einnig meistaraflokka kvenna og karla og Borja hefur verið landsliðsþjálfari A landsliðs kvenna undanfarin ár.

Styrktarþjálfari blakdeildar: Ana Maria Vidal

Þjálfarar Meistarflokka 2023-2022 :

Úrvalsdeild  kvenna:  Borja Vincent Gonzales,   aðstoðarþjálfari:  Atli Fannar Pétursson

Úrvalsdeild karla er:  Borja Vincent Gonzales,  aðstoðarþjálfari: Thelma Dögg Grétarsdóttir