Þjálfarar

Þjálfarar yngri flokka veturinn 2022-2023:

Atli Fannar Pétursson þjálfar U8 börn sem taka þátt í íþróttablöndu með frjálsum og sunddeildinni  í Lágafelli sem og U18 kvk .  Atli Fannar er fæddur og uppalinn í Neskaupstað og hefur þjálfað og spilað blak þar. Atli Fannar er á öðru ári í íþróttafræði í Háskóla Íslands og mun spila með meistaraflokki karla í Aftureldingu í vetur. Atli Fannar er einnig í A landsliði karla og hefur verið í stóru verkefni með þeim í allt sumar.

 

 

 

Dorian Poinc er á öðru ári hjá Blakdeild Aftureldingar. Hann þjálfar U14 ára börn, U lið stúlkna og U16/U18 pilta. Dorian kom til félagsins í fyrrahaust og hefur gert frábæra hluti með krökkunum okkar. Dorian er lykilleikmaður með meistaraflokki kk hjá Aftureldingu.

 

 

 

Hafsteinn Már Sigurðsson þjálfar U10 ára börn í Lágafellsskóla sem og U12 ára börn að Varmá. Hafsteinn er fæddur og uppalinn á Ísafirði og hefur verið að þjálfa yngri flokka í Vestra ásamt því að spila með Vestra í úrvalsdeild karla og verið lykilmaður þar. Hann er í íþróttafræði í Háskóla Íslands. Hafsteinn hefur verið lykilleikmaður íslenska karlalandsliðsins í verkefnum sumarsins og mun spila með karlaliði Aftureldingar.

 

 

 

Kristinn Rafn Sveinsson er á sínu öðru ári hjá félaginu. Kristinn Rafn mun sjá um þálfun hjá U16/nýliðahópnum okkar en þar eru alllar stelpur velkomnar sem ekki hafa æft blak áður til að læra grunninn áður en þær halda inn í sína aldurshópa. Kristinn Rafn er frá Reykjanesbæ og hefur spilað með Álftanesi áður en hann kom til Aftureldingar. Kristinn Rafn er einnig dómari í blaki og körfubolta og hefur lokið þjálfaranámskeiði BLI.

 

 

Þjálfarar:  Borja Vincent Gonzales og Ana Maria Vidal sem er yfirþjálfari Blakdeildarinnar. 

netfang: valal13@gmail.com
U- 19 (2. flokkur kvk – 16-19. ára)
U-16 (3. flokkur kvk – 9. og 10. bekkur)

Hjónin Borja og Valal koma frá Spáni. Þau þjálfuðu áður hjá blakdeild Þróttar í Neskaupstað með góðum árangri í 4 ár og unnið marga titla þar. Borja mun þjálfa  2 -3 flokk kvk  og Valal  kemur til með að sjá um alla styrktarþjálfun í blakdeildinni. Þau þjálfa meistaraflokka kvenna og karla, bæði munu þau spila með meistaraflokkunum okkar.

Styrktarþjálfari blakdeildar: Ana Maria Vidal

Þjálfarar Meistarflokka 2022-2023 :

Úrvalsdeildar  kvenna er: Borja Vincent Gonzales,   aðstoðarþjálfari:  Ana Maria Vidal

Þjálfari úrvalsdeildar karla er: Borja Vincent Gonzales,