Æfingagjöld badmintondeildar vorönn 2021

Verðskrá

Flokkur

Verð

Æfingar á viku

3. bekkur Frítt 2

U – 9

20.000 2
U – 13 35.000- 3

13 +

35.000-

3

Fullorðinshópur

15.000-

Kúlur eru ekki innifaldar í gjaldi fyrir fullorðna. Kúlugjald er 800 kr fyrir hverja mætingu

4

Ganga skal frá skráningu og greiðslu innan tveggja vikna frá því að æfingar hefjast en miðað er við að þeir sem ekki hafa æft badminton áður fái tvær vikur í prufutíma áður en gengið er frá skráningu.


Afslættir: 
Veittur er 10% fjölgreina- eða fjölskylduafsláttur. Ef systkin æfa saman hjá badmintondeildinni fá þau hvort um sig 10% afslátt af æfingagjöldum. Ef iðkandi æfir aðra grein hjá Afturelding er veittur 10% afsláttur. Afslættir reiknast frá og með 2. skráningu í Nora.  Ekki er veittur afsláttur af gjaldi í fullorðinshóp.

Frístundaávísun 2019-2020 er 50.000 kr. en hækkar fyrir þriðja barn upp í 60.000, einnig fyrir fjórða og fimmta barn o.s.frv. Þetta á við um fjölskyldur sem skráð eru með sama lögheimili og fjölskyldunúmeri hjá foreldra.

Greiðsluform: Hægt er að greiða æfingagjöldin í gegnum Nóra greiðslukerfið með greiðslukorti eða fá sendan greiðsluseðil í heimabanka. Ef greitt er með greiðsluseðlum bætist útskriftargjald kr. 390 við hverja greiðslu. Ekki er hægt að millifæra æfingagjöld á reikning deildarinnar.*Sú upphæð sem forráðamaður getur ráðstafað fyrir hvert barn

Um Nóra (afturelding.felog.is ):Afturelding notar skráningarkerfið Nora, vefskráningar- og greiðslukerfi, sem er sérhannað fyrir íþróttafélög til að halda utan um iðkendaskráningu, æfingagjöld og mætingu. Forráðamenn sjá sjálfir um skráningu sinna barna á netinu og þannig má gera ráð fyrir að skráningarupplýsingar séu alltaf réttar