Æfingagjöld karatedeildar 2020-2021

Byrjendur:
30.000.- kr. fyrir haustönn (til áramóta)
þegar búið er að greiða æfingagjöld fær iðkandi karategalla (gi)

33.000.- kr. fyrir vorönn (til lok maí)

Framhaldshópar og fullorðnir:
35.000.- kr. fyrir önnina – þegar búið er að greiða æfingagjöld fær iðkandi hanska

65.000.- kr. fyrir allt æfingatímabilið (til júní 2021 ef greitt er fyrir allt tímabilið)

Ganga skal frá skráningu og greiðslu innan tveggja vikna frá því að æfingar hefjast.

Afslættir: Veittur er 10% fjölgreina- eða fjölskylduafsláttur. Ef systkin/foreldri æfa saman hjá karatedeildinni fá þau hvort um sig 10% afslátt af æfingagjöldum. Ef iðkandi æfir aðra grein hjá Afturelding er veittur 10% afsláttur. Afslættir reiknast frá og með skráningu iðkanda tvö í Nora.

Frístundaávísun: Tekið er við frístundaávísun Mosfellsbæjar og frístundakorti Reykjavíkur sem greiðslu. Nánari upplýsingar um frístundaávísun og frístundakort má finna á heimasíðu Mosfellsbæjar og Reykjavíkur.

Greiðsluform: Hægt er að greiða æfingagjöldin í gegnum Nóra greiðslukerfið með greiðslukorti eða fá sendan greiðsluseðil í heimabanka. Ef greitt er með greiðsluseðlum bætist útskriftargjald kr. 390 við hverja greiðslu. Ekki er hægt að millifæra æfingagjöld á reikning deildarinnar.

Um Nóra (afturelding.felog.is): Afturelding notar skráningarkerfið Nora, vefskráningar- og greiðslukerfi, sem er sérhannað fyrir íþróttafélög til að halda utan um iðkendaskráningu, æfingagjöld og mætingu. Forráðamenn sjá sjálfir um skráningu sinna barna á netinu og þannig má gera ráð fyrir að skráningarupplýsingar séu alltaf réttar.[/cs_text][/cs_element_column][/cs_element_row][/cs_element_section][/cs_content]