Reglur fimleikasalar að Varmá

ALLIR:

  • Matur er hvorki leyfður í fimleikasal né í búnings- eða skiptiklefum. Neyta skal matar við borðin í anddyri.
  • Berið virðingu fyrir starfsfólkinu og fylgið ábendingum þeirra.
  • Ganga skal vel um húsið og áhöldin, þetta er eign okkar allra.
  • Tyggjó er ekki leyft í fimleikasalnum.

IÐKENDUR:

  • Iðkendur skulu mæta 10 mínútum áður en kennsla hefst til þess að skipta um föt.
  • Öll auka föt, skór og töskur eiga heima í búningsklefanum.
  • Iðkendur skulu ganga vel um búningsklefa.
  • Einungis er leyfilegt að vera með vatn í lokuðum brúsum/plastflöskum í fimleikasalnum.
  • Ekki er tekin ábyrgð á verðmætum í klefunum. Í anddyri eru læstir skápar sem iðkendur geta notað til að geyma verðmæti.
  • Iðkendur hafa ekki heimild til að fara í fimleikasalinn nema í fylgd með þjálfara. Nemendur fara út úr salnum að æfingu lokinni í fylgd með þjálfara
  • Iðkendur skulu mæta snyrtilega til fara, vera í æfingafatnaði, ekki bera skartgripi eða úr á sér og stúlkur með sítt hár skulu vera með teygjur í hárinu.
  • Ekki fara á nein áhöld án þess að spyrja þjálfarann ykkar um leyfi.
  • Einn í einu á stóru trampólínunum, nema þjálfari taki annað fram.
  • Iðkendur eiga ekki að hafa farsíma í salnum.

ÞJÁLFARAR:

  • Notið einungis þau áhöld sem þið hafið tekið frá fyrir ykkar hópa.
  • Gangið frá salnum með ykkar hópum, þegar æfingu er lokið.
  • Einungis er leyfilegt að vera með drykki í lokuðum brúsum/plastflöskum í fimleikasalnum.
  • Sýnið iðkendum virðingu og gagnrýnið á uppbyggilegan hátt.
  • Munið að þjálfarar eru fyrirmynd iðkenda.
  • Þjálfarar eiga að vera í þjálfarabolum við þjálfun.