10 ástæður fyrir því að þú ættir að synda meira!

Við hér í Mosfellsbæ eigum tvær frábærar sundlaugar. Annars vegar Lágafellslaug sem er ein vinsælasta sundlaug höfuðborgarsvæðisins og hins vegar gamla góða Varmárlaug sem er falinn demantur. Í Mosfellsbæ er unnið mjög metnaðarfullt starf innan sunddeildar Aftureldingar við afreksþjálfun í sundi. Deildin mun í vor einnig bjóða upp á námskeið í skriðsundi fyrir fullorðna og þannig stuðla að því að …

Skriðsund námskeið fyrir fullorðna í Varmárlaug

Sunddeild Aftureldingar býður upp á 5 vikna námskeið í skriðsundi fyrir fullorðna.* Æfingar fara fram í Varmárlaug tvisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum, á milli 19 og 20. Verð fyrir námskeiðið er 12.500 kr. Þjálfari er Daníel Hannes Pálsson, annar yfirþjálfara sunddeildar Aftureldingar. *Hámarksfjöldi þátttakenda er 12 og að lágmarki 4 þurfa að vera skráðir til að námskeiðið geti …

Sundskóli Aftureldingar á vorönn

Sundskóli Aftureldingar, fyrir 4 – 5 ára börn, heldur áfram á vorönn 2019. Skólinn er hugsaður sem undirbúningur fyrir skólasund og ætlaður krökkum sem eru á lokaári í leikskóla. Verð fyrir hvert námskeið er 10.000 kr og skrá þarf börnin í Nóra, á https://afturelding.felog.is. Kennsla fer fram í Lágafellslaug einu sinni í viku, 30 mínútur í senn, en hægt er að …

Sundskóli Aftureldingar fyrir 4 – 5 ára

Skráning í Sundskóla Aftureldingar er hafin á ný. Örlitlar breytingar voru gerðar á fyrirkomulaginu og verður nú hægt að velja á milli annars af tveimur námskeiðum sem verða kennd á haustönn 2018. Námskeiðin hefjast 1. og 4. október, n.k. og standa til 3. og 6. desember. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Mánudagar Fimmtudagar 16:00-1645 16:00-16:45 Kennsla fer fram í innilauginni að …

Opnar æfingar hjá sunddeildinni

Opið verður fyrir áhugasama í alla æfingatíma hjá sunddeild Aftureldingar 3.- 8. september. Æfingarnar fara fram í Lágafellslaug og æfingatímana má sjá hér.  Sund er frábær íþrótt fyrir fólk á öllum aldri. Við bjóðum upp á fjölbreytta æfingahópa, allt frá sundskóla fyrir 4-5 ára börn upp í afrekshóp.  

Aukaaðalfundur Sunddeildar 24. apríl

Sunddeild Aftureldingar boðar til aukaaðalfundar þann 24. apríl næstkomandi í vallarhúsinu að Varmá. Fundurinn hefst kl. 20:00. Dagskrá aukaaðalfundar: 1. Kjör formanns sunddeildar 2. Kjör á stjórn sunddeildar 3. Önnur mál Þeir aðilar sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í stjórn sunddeildar geta gert það með að senda tölvupóst á umfa@afturelding.is. Framboð til stjórnarstarfa skulu berast eigi síðar en á miðnætti 17. …

Sunddeild Aftureldingar á ferð og flugi

Afrekshópur Sunddeildar Aftureldingar fór í keppnisferð til Danmerkur helgina 15.-18. september sl.   Það voru 10 sundmenn sem tóku þátt í sundmóti í Ringsted í Danmörku eða Ringsted Cup. Lagt var af stað eldsnemma á föstudagsmorgni, um hádegisbil var lent á Kastrupflugvelli í Kaupmannahöfn.   Á þremur bílum var haldið til Ringsted þar sem helginni var eytt. Á föstudagskvöldinu tók …

Ringsted Cup 16.-17. September 2017

Keppnistímabilið í sundi hefst með trompi hjá Sunddeild Aftureldingar þetta haustið. Næstkomandi helgi keppa 10 sundmenn úr afrekshópi deildarinnar á alþjóðlegu sundmóti í Ringsted í Danmörku. Keppendur frá Aftureldingu eru á aldrinum 13-19 ára og hafa æft stíft síðasta einn og hálfan mánuðinn til að ná toppárangri á mótinu. Mótið fer fram í 25m innilaug og auk einstaklingsgreina mun hópurinn …