Æfingardagur Silfur og Gullhóps

Sunddeild Aftureldingar Sund

Æfingardagur Silfur og Gullhóps fór fram á laugardaginn. Farið var í Ásvallalaug í Hafnarfirði sem er ein flottasta æfingaraðstaða landsins. Syntar voru tvær sundæfingar og farið var í ratleik um svæðið úti á milli æfinga. Ég vil þakka SH fyrir að leyfa okkur að koma til sín

Einnig áttum við eina sundkonu á Ármannsmótinu um helgina og stóð hún sig með prýði.