Arnór Gauti framlengir við Aftureldingu

Varnarmaðurinn efnilegi Arnór Gauti Jónsson hefur skrifað undir nýjan samning við Aftureldingu sem gildir út tímabilið 2020. Arnór Gauti er 17 ára gamall en hann er úr öflugum 2002 árgangi Aftureldingar sem varð Íslandsmeistari í 3. flokki í fyrra. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Arnór Gauti spilað átta leiki í Inkasso-deildinni í sumar en hann steig sín fyrstu skref í …

Róbert Orri valinn í landsliðhóp U18

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U18 karla,  hefur valið leikmannahóp sinn í U18 til þátttöku í tveimur vináttu landsleikjum gegn Lettlandi dagana,  17.- 21. júlí n.k. Báðir leikirnir fara fram ytra. Róbert Orri Þorkelsson úr Aftureldingu er í hópnum. Hann hefur verið fastamaður í U17 ára liði Íslands og tekur nú skrefið upp í U18 ára liðið. Afturelding óskar Róberti Orra til hamingju …

Róbert Orri skrifar undir nýjan samning við Aftureldingu

Róbert Orri Þorkelsson hefur skrifað undir nýjan samning við Aftureldingu sem gildir út tímabilið 2020. Hinn 17 ára gamli Róbert Orri hefur alist upp allan sinn fótboltaferil hjá Aftureldingu og verið fastamaður á miðjunni hjá meistaraflokki undanfarin tvö keppnistímabil. Í fyrra hjálpaði hann Aftureldingu að vinna 2. deildina og í ár hefur hann leikið vel með liðinu í Inkasso-deildinni. Róbert …

Darian Powell gengur til liðs við Aftureldingu

Afturelding hefur fengið liðsstyrk í Inkasso-deild kvenna því Darian Powell frá Bandaríkjunum hefur gengið til liðs við Aftureldingu. Powell hefur æft Aftureldingu undanfarna daga og hefur staðið sig mjög vel. Powell er framherji kemur til liðsins frá Sel­fossi. Powell lék með Marqu­ette-há­skól­an­um í Banda­ríkj­un­um áður en hún gekk til liðs við Sel­fyss­inga en hún kom við sögu í fjór­um leikj­um með …

Logi valinn í Orkumótsliðið

Logi Andersen úr Aftureldingu var valinn í Orkuliðsmótið sem fram fór í Vestmannaeyjum um síðustu helgi. Logi stóð sig frábærlega með liðsfélögum sínum úr Aftureldingu og var að lokum valinn í lið mótsins. Það voru dómarar mótsins sem völdu Loga inn í Orkumótsliðið. Afturelding sendi alls fjögur lið til keppni í mótinu. Afturelding 1 stóð sig frábærlega með Loga innanborðs …

Liverpool skólinn vekur alltaf athygli

Þetta skemmtilega myndbrot er frá árinu 2011 þegar Liverpool skólinn var haldinn í fyrsta sinn á Íslandi. Rætt er við káta krakka um upplifunina sem var að þeirra sögn frábær. Í dag starfa og spila þessi kátu krakkar öll með Aftureldingu. Ingólfur er markmannsþjálfari hjá okkur, Tómas Helgi er leikmaður 3. flokks og Hafrún Rakel er leikmaður meistaraflokks, hún hefur einnig …

Sumartafla yngri flokkana

Við minnum foreldra á að hver flokkur er með Facebook síðu sem við hvetjum foreldra til að tengja sig við, þar koma fram allar upplýsingar og breytingar á æfingatímum.

Tveir leikmenn til liðs við Aftureldingu

Afturelding hefur samið við spænska miðjumanninn Esteve Monterde og brasilíska varnarmanninn Romario Leiria um að leika með liðinu í sumar. Esteve er 23 ára gamall en hann á meðal annars leiki að baki í næstefstu deild á Spáni með Córdoba. Romario er 26 ára en hann varð heimsmeistari með U20 ára landsliði Brasilíu á sínum tíma. Hann hefur á ferli …

Stelpurnar komnar í 16-liða úrslit í Mjólkurbikarnum

Meistaraflokkur kvenna tók á móti Grindavík í 32-liða úrslitum bikarsins á Varmárvelli í gær. Búist var við hörkuleik enda bæði lið í Inkasso deildinni. Sú varð raunin en eftir framlengdan leik urðu lokatölur 5-4 Aftureldingu í vil. Staðan 4-4 eftir venjulegan leiktíma. Eydís Embla Lúðvíksdóttir er komin heim frá Bandaríkjunum þar sem hún stundar nám og skoraði 2 mörk í leiknum. …

Wentzel Steinarr í Hvíta Riddarann

Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban, leikjahæsti leikmaðurinn í sögu Aftureldingar og fyrirliði síðustu ára, hefur gengið til liðs við félaga okkar í Hvíta Riddaranum. Wentzel hefur skorað 65 mörk í 249 deildar og bikarleikjum með Aftureldingu frá árinu 2007. Síðasta mark hans kom í 3-1 sigrinum á Hetti þar sem sigurinn í 2. deildinni var tryggður síðastliðið haust. Hinn þrítugi Wentzel …