Weetosmótinu aflýst 2020

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Kæru iðkendur, forráðamenn og þjálfarar, það hefur verið tekin ákvörðun um að aflýsa mótinu í ár í ljósi þess hvernig staðan er í samfélaginu. Við sýnum samfélagslega ábyrgð í verki og komum til með að taka vel á móti ykkur 2021 Við hlýðum Víði – Áfram Ísland

Frestun á Liverpoolskólanum í ágúst 2020

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Knattspyrna

Frá stjórn Liverpoolskólans á Íslandi Við þurfum því miður að fresta Liverpoolskólanum til 2021. Ástæðan er Covid 19. Skimunarreglur fyrir þá sem koma til landsins – og myndu vera í nánum tengslum við okkur sem búum hér – skipta hér miklu máli. Sömuleiðis aðstæður í Bretlandi vegna Covid 19, smit í fótboltaheiminum á Íslandi og afleiðingar þess, aðstæður í flugheiminum …

Lengjudeild Karla

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Stelpurnar í fótboltanum nældu sér í þrjú stig í gær. Nú er röðin komin að strákunum. Á morgun, sunnudaginn 28 júní kemur ÍBV í heimsókn á Fagverksvöllinn. Leikurinn hefst kl 16.00 og við bendum fólki á að mæta tímanlega! Einnig hvetjum við alla stuðningsmenn til þess að sækja sér miðasöluappið stubbur og næla sér í miða þar. Sjáumst á vellinum! …

Lengjudeild kvenna

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Knattspyrna

Fótboltinn er farinn að rúlla aftur. Stelpurnar okkar taka á móti Víkingum í kvöld, föstudaginn 26. júní, kl 19.15. Hamborgarar á grillinu og kaffið rjúkandi heitt. Allir á völlinn !

Stubbur miðasöluapp

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Miðasala á leiki í Lengjudeildum karla og kvenna 2020 fer fram í miðasöluappinu Stubb. Stubbur auðveldar stuðningsmönnum að kaupa miða á leiki í og Lengjudeildunum, ásamt því að stuðningsmenn geta fylgt sínu liði. Það sem þú getur gert í appinu:  -Keypt miða á leiki í Pepsi Max deild og Lengjudeild karla og kvenna. -Fylgt Aftureldingu og séð tilkynngar frá okkur. …

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Aftureldingar 28.5.2020 – Ath. breytt dagsetning!!

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Aftureldingar verður haldinn fimmtudaginn 28. maí næstkomandi kl. 19.30 í Hlégarði í stað 19. maí eins og áður hefur komið fram. Dagskrá samkvæmt reglum Aftureldingar: 1. Fundarsetning. 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3. Formaður deildar gerir grein fyrir starfssemi deildarinnar á liðnu starfsári. 4. Gjaldkeri deildar leggur fram til samþykktar og gerir grein fyrir reikningum deildarinnar, sem staðfestir …

Liverpool skólinn – ATH. breyttar dagsetningar

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Vegna ferðatakmarkana reynist því miður nauðsynlegt að fresta Liverpool skólanum sem vera átti á Íslandi í júní. Afturelding í samráði við Liverpool, Þór og Liverpool klúbbinn stefnir á að halda skólann síðar í sumar: Í Mosfellsbæ  10 – 12. ágúst Á Akureyri       13 – 15. ágúst Það er algjörlega háð því að létting á ferðatakmörkunum á Íslandi og Englandi hafi …

Varmárvöllur verður Fagverksvöllur

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Knattspyrnudeild Aftureldingar og Verktakafyrirtækið Fagverk hafa gert með sér samkomulag um að Fagverk kaupi nafnarétt knattspyrnuvallarins að Varmá. Völlurinn mun því kallast Fagverksvöllurinn að Varmá næstu tvö árin. Fagverk hefur verið styrktaraðili knattspyrnudeildar Aftureldingar undanfarin ár en eykur nú samstarf sitt við félagið. Þetta er í fyrsta sinn sem Afturelding selur nafnaréttinn að Varmá og er það gleðiefni að öflugt …

Sala á árskortum knattspyrnudeildar hafin

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Knattspyrnudeild Aftureldingar hefur hafið sölu á árskortum á heimaleiki karla- og kvennaliðs Aftureldingar en bæði lið leika í 1. deildinni í sumar. Kortin gilda á heimaleiki beggja liða og er það von félagsins að fjölmennt verði á heimaleiki félagsins í sumar. Sjaldan hefur verið jafn mikilvægt að styðja við meistaraflokka Aftureldingar og í ár þegar mikil óvissa er í samfélaginu …

Valgeir Árni framlengir við Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Valgeir Árni Svansson hefur framlengt samning sinn við Aftureldingu út tímabilið 2021. Valgeir er uppalinn hjá félaginu og leikið 26 keppnisleiki með Aftureldingu á síðustu þremur árum og skorað í þeim tvö mörk. Valgeir er á 22. aldursári og leikur í stöðu bakvarðar eða vængmanns. Hann lék 12 leiki með Aftureldingu í deild og bikar á síðustu leiktíð en missti …