Stúka reist við gervigrasvöllinn að Varmá

Í bæjarráði Mosfellsbæjar í morgun var samþykkt að ráðast í stúkubyggingu við gervigrasvöllinn að Varmá auk fleiri framkvæmda. Gert er ráð fyrir 300 sæta stúku en gerð er krafa um slíka stúku í leyfiskerfi KSÍ fyrir félög sem leika í Inkasso-deild karla. Afturelding á lið í bæði Inkasso-deild karla og kvenna í ár. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar er samkvæmt kostnaðaráætlun um …

Afturelding semur við argentínskan varnarmann

Afturelding hefur gengið frá samningi við argentínska miðvörðinn Ivan Moran. Ivan kom til Aftureldingar á reynslu í byrjun mánaðarins og hefur spilað síðustu leiki í Lengjubikarnum. Ivan er 26 ára gamall en hann hefur á ferli sínum lengst af leikið í heimalandi sínu Argentínu. Ivan hefur einnig leikið í Grikklandi og í úrvalsdeildinni í Gíbraltar. Afturelding fagnar komu Ivan og …

Góður sigur Aftureldingar gegn Fjölni

Afturelding mætti í gærkvöld Fjölni í riðli 3 í A-deild Lengjubikarsins. Afturelding var með fjögur stig fyrir leikinn en Fjölnir var með sjö. Bæði lið höfðu lokið þremur leikjum fyrir leikinn í kvöld. Afturelding leiddi í hálfleik með marki frá Jasoni Daða. Flóðgáttirnar opnuðust svo í seinni hálfleik. Jason Daði bætti sínu öðru marki við eftir fjórar mínútur en Guðmundur …

Andri Þór aftur í Aftureldingu

Andri Þór Grétarsson er mættur aftur í Mosfellsbæinn og mun leika með Aftureldingu í Inkasso-deildinni í sumar. Hann kemur á láni frá HK.  Andri Þór þekkir vel til hjá Aftureldingu en hann spilaði með liðinu í 2. deild síðasta sumar og hjálpaði liðinu að tryggja sæti sitt í Inkasso-deildinni. Trausti Sigurbjörnsson hefur spilað með Aftureldingu í vetur en hann meiddist …

Eyþór Aron og Róbert Orri í landsliðshópi U17

Davíð Snorri Jónasson hefur valið hópinn sem keppir í milliriðlum undankeppni EM 2020. Ísland er í riðli með Þýskalandi, Slóveníu og Hvíta Rússlandi og fara tvö efstu lið riðilsins áfram í lokakeppnina. Róbert Orri Þorkelsson og Eyþór Aron Wöhler hafa verið valdir í U17 ára landsliðshópinn. Til hamingju með valið strákar og gangi ykkur vel! Davíð Snorri Jónasson hefur valið hópinn sem keppir …

Krista og Halla semja við Aftureldingu

Afturelding bætir við sig leikmanni fyrir komandi átök í INKASSO deild kvenna í sumar en miðjumaðurinn Krista Björt Dagsdóttir er komin til félagsins frá Fjölni. Krista Björt sem fædd er árið 2000 er uppalin hjá Fjölni en lék með Gróttu í 2.deild kvenna á síðasta tímabili. Þá á Krista Björt leiki fyrir Fjölni í 2.deild kvenna árið 2017. Undanfarnar vikur hefur …

Afturelding og Fram ljúka samstarfi sínu

Afturelding og Fram hafa ákveðið að ljúka samstarfinu sínu með meistaraflokk kvenna í knattspyrnu. Afturelding mun því leika undir eigin nafni í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð. Sömuleiðis er samstarfi með yngri flokka í kvennaknattspyrnu lokið. Afturelding mun taka sæti Afturelding/Fram í Inkasso-deildinni á leiktíðinni sem senn fer að hefjast. Þessi ákvörðun er spennandi skref fyrir félagið en stefnan er sett …

Erika Rún Heiðarsdóttir í Aftureldingu

Afturelding kynnir með stolti nýjasta leikmann sinn,  Eriku Rún Heiðarsdóttur en hún gengur í raðir félagsins frá Víking Ólafsvík. Erika er fædd árið 2001 og skrifar undir tveggja ára samning við Aftureldingu. Erika spilar sem hafsent eða bakvörður og bindur félagið miklar vonir við hana í sumar sem og í framtíðinni. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Erika spilað 23 leiki …

Lambhagi verður aðalstyrktaraðili meistaraflokks kvenna

Lambhagi verður aðalstyrktaraðili meistaraflokks kvenna í knattspyrnu í sumar en liðið leikur í Inkasso-deildinni. Lambhagi gróðrastöð var stofnað árið 1979 og er í dag stærsti framleiðandi og seljandi á fersku salati og kryddjurtum í landinum. Hafberg Þórisson eigandi Lambhaga hefur þá fengið fjöldan allan af viðurkenningum fyrir metnaðarfullt og framsækið starf í framleiðslu Lambhaga. Það að svona stórt og flott …

Afturelding náði stigi í Kórnum

Afturelding fer ágætlega af stað í Lengjubikarnum og gerði á föstudag 1-1 jafntefi gegn HK, nýliðunum í Pepsi-Max deildinni. Leikurinn fór fram í Kórnum að viðstöddu nokkru fjölmenni. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Emil Atlason fyrsta mark leiksins snemma í seinni hálfleiknum. Það virtist stefna í sigur HK, en á 89. mínútu jafnaði Afturelding. Markið skoraði Alexander Aron Davorsson. Okkar …