Jólasveinaheimsókn á Aðfangadag

Magnús Einarsson Knattspyrna, Óflokkað

Jólasamstarf jólasveinanna og Knattspyrnudeildar Aftureldingar verður á sínum stað í ár. Heimsóknartíminn er Sunnudagurinn 24. des á milli kl 10:00 og 14:00.

Hægt er að panta jólasveinaheimsókn innan Mosfellsbæjar og láta þessa skemmtilegu jólasveina afhenda pakka. Setja í athugasemd (í greiðsluferlinu) upplýsingar um bíll/tegund/númer eða staður sem pakki/ar er geymdur. Einnig má setja í athugasemd ef sérstakar óskir eru um tíma.

Heimsóknin kostar 5000 krónur en panta þarf í vefverslun Aftureldingar fyrir klukkan 16:00 á Þorláksmessu, laugardaginn 23. desember.

SMELLTU HÉR TIL AÐ PANTA