3.Bikarmót og 3. Grand prix mót Karatesambands Íslands

Um helgina fóru fram 3. bikarmót og 3. grand prix mót Karatesambands Íslands. Keppendur frá Aftureldingu tóku þátt og komust öll á pall í báðum mótum. Mótin voru liður í lokaundirbúningi Oddnýjar og Þórðar sem keppa á Norðurlandameistaramótinu um næstu helgi í Finnlandi, en þau sigruðu bæði sína flokka á mótinu.    

Vel heppnuð keppnisferð til Skotlands

Þá erum við komin heim eftir árlegar ferð til Skotlands klyfjuð verðlaunum. Frá Aftureldingu voru 5 keppendur og 3 frá Fjölni. Allir keppendur unnu til verðlauna og sumir unnu fleiri en ein. Afturelding var með 4 gull, 1 silfur og 4 brons. Fjölnir með 3 gull og 2 silfur. Í sumum greinum eins og hópkata þá keppa 3 saman og í …

Telma Rut Íslandsmeistari í kumite

Íslandsmeistaramót fullorðinna í kumite var haldið um helgina. Telma Rut Frímannsdóttir var eini keppandi Aftureldingar á mótinu, en hún hefur ekki tekið þátt í æfingum eða keppni í rúmlega tvö ár vegna anna við nám. Telma sýndi og sannaði að hún hafði engu gleymt og gerði sér lítið fyrir og vann sinn flokk, +61 kg örugglega. Hún tapaði svo naumlega í undanúrslitum …

Smáþjóðamót San Marinó

Þá hafa keppendur Aftureldingar lokið þátttöku á Smáþjóðamótinu í karate í San Marino með landsliði Íslands. Oddný keppti í kata cadet og lenti í þriðja sæti. Þórður Jökull keppti í hópkata fullorðinna en komst ekki áfram þar. Hann keppti einnig í kata junior og lenti í þriðja sæti. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn! Sjá má úrslit mótsins …

Tveir fulltrúar í landsliðshóp í Kata

  Þau Oddný Þórinsdóttir og Þórður Jökull Henrysson hafa verið valin í landslið Kata.  Laugardaginn 8.september næstkomandi fer fram sterkt bikarmót Í Helsinki, sem heitir Finnish Open Cup. Ísland sendir vaska sveit keppenda á mótið, allt okkar landsliðsfólk í kata mun keppa. Íslensku keppendurnir nota þetta mót sem undirbúning fyrir Smáþjóðamótið sem haldið verður í San Marínó 28-29.september og fyrir …

Æfingatímabil 2018-2019

Byrjendur: Önnin hefst 12.september Æfingar er 2x í viku á mánudögum og miðvikudögum. Fyrir 5-7 ára, kl. 17:30-18:15. Fyrir 8-11 ára Kl. 18:15-19:00 Framhaldsiðkendur: Æfingar eru 3x í viku á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum. Æfingagjöld á haustönn 2018: Byrjendur  27.000 kr. fyrir 1 önn. Byrjum 12.september Framhaldsiðkendur 33.500 kr. fyrir 1 önn, 62.000 fyrir 2.annir. Byrjum 4.september Æfingar fara fram …

Æfa með landsliðinu

Nú á dögunum voru þrír iðkendur úr afrekshóp karatedeildar Aftureldingar valin til að æfa með landsliðinu í kata. Þetta eru þau Máni Hákonarson, Oddný Þórarinsdóttir og Þórður Jökull Henrýson. Hér á myndinni má sjá þau ásamt Karin Hägglund, fyrrum landsliðsþjálfara Svía í kata, á æfingum sem karatesambandið stóð fyrir 20. – 22. apríl s.l. Mynd f.v. Máni, Oddný, Karin og …

Íslandsmeistaramót barna og unglinga 2018

Það var mikið um að vera hjá Blikum í Smáranum um helgina en þar fór fram Íslandsmót barna- og unglinga í kata. Nokkrir iðkendur karatedeildar Aftureldingar tóku þátt en elstu iðkendur voru einnig í hlutverki liðsstjóra á barnamótinu. Okkar keppendur stóðu sig prýðilega og fer þeim yngsti stöðugt fram í keppni.