Villý heiðruð, hefur spilað 300 leiki fyrir Aftureldingu ♥GOAT ♥

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Fyrir leik Aftureldingar og Þróttar Reykjavíkur í blaki í gærkvöldi var Velina Apostolova heiðruð.

Villý okkar kom til Aftureldingar þegar Blakdeildin ákvað að tefla fram kvennaliði í efstu deild haustið 2011. Með henni komu foreldrar hennar, Apostol  sem var þjálfari liðsins, móðir hennar, Miglena sem þjálfaði yngri iðkendur deildarinnar og yngri systir hennar Kristina sem spilaði lengi sem frelsingi liðsins. Villý hefur misst út eina leiktíð þegar hún fór í barneignarfrí.

Blakdeild Aftureldingar þakkar Villý fyrir hennar aðkomu að frábæru gengi liðsins frá upphafi en hún á stóran þátt þar og hefur verið með í öllum Íslands,-deilda,- og bikarmeistaratitlum liðsins frá upphafi sem eru:  Íslandsmeistarar 2021, 2016, 2014, 2012
Bikarmeistarar kvk 2017, 2016, 2015, 2012. Deildarmeistarar 2017.

Mynd: Raggi ÓLa   Takk Villý ♥ GOAT ♥