Weetosmótið Tungubökkum

Weetosmótið 2021

Afturelding heldur sitt árlega fótboltamót á Tungubökkum í Mosfellsbæ helgina 28. ágúst – 29. ágúst 2021.

Keppt verður í 6. og 7. flokki karla og kvenna með hraðmóts-fyrirkomulagi eins og tíðkast hefur. 6.flokkur spilar á laugardegi og 7.flokkur á sunnudegi.

Athygli er vakin á því að leikið er í 5 manna liðum í öllum flokkum samkvæmt KSÍ reglum.

Innifalið í þátttökugjaldi, sem er 3.000 kr pr keppenda, er glaðningur frá styrktaraðila mótins, Weetos á Íslandi.

Á mótssvæði verður að sjálfsögðu veitingasala með ljúffengum veitingum. Mótið er haldið í tengslum við bæjarhátíð okkar Mosfellinga „Í túninu heima“ og ættu gestir að geta fundið sér ýmislegt til skemmtunar og afþreyingar fyrir og eftir leiki.

Skráning er rafræn inn á Facebook síðu mótsins – https://www.facebook.com/weetosmotid/. Þjálfarar liða sjá um skráninguna.

Leiðarlýsing að Tungubökkum

Hægt er að komast að íþróttasvæðinu að Tungubökkum eftir tveimur leiðum (sjá kort hér).

a) í gegnum Mosfellsbæ, hringtorg við N1->Háholt, Skólabraut, Tungubraut.

b) frá Vesturlandsvegi við Leirvogstungu (afleggjari að Ístaki / Útilegumanninum),  brú og til suðurs inn í Leirvogstungu, til hægri Vogatungu.

Bílastæði eru takmörkuð auðlind. 

Vestan við vallarhús

Norðan við Tunguveg á grasbala

Efst í Leirvogstunguhverfi við leikstólann

Veitingasala er í gámahúsi og tjaldi.

KORT AF VÖLLUM OG AÐSTÖÐU

Hér er kort af aðstöðunni að Tungubökkum.

 

GREIÐSLA OG REIKNINGSUPPLÝSINGAR

Liðsstjórar geta greitt þátttökugjaldið, kr. 3.000 per leikmann, hjá mótsstjórn með korti og peningum eða lagt inn á reikning 528-14-403010, kt. 460974-0119.

Setja þarf nafn liðs og fjölda leikmanna í textaskýringu og senda kvittun á mot@afturelding.is.

Sækja síðan þátttökumiða hjá mótstjórn á staðnum