Dósasöfnun – vantar ykkur að losna við dósir?

Sunddeild Aftureldingar Sund

Sunddeildin er sú deild Aftureldingar sem sér um dósasöfnun í bænum. Dósasöfnunin fer fram annan fimmtudag í mánuði. Því miður náum við ekki alltaf að klára að safna í öllum bænum og einnig eru ekki alltaf allir heima þegar við komum. En ef þið eruð með dósir og flöskur sem þið viljið gefa okkur þá endilega sendið póst hvenær sem er …

Sundæfingar – allir hópir byrjaðir

Sunddeild Aftureldingar Sund

Sundæfingarnar hófust aftur 1.september. Æfingataflan og ný verðskrá eru komnar hér á netið.   Allir yngri iðkendur eru velkomnir að koma og prufa frítt og með hverjum greiddum æfingagjöldum fylgir UMFA sundpoki, rauður eða svartur. Skráning fer fram inn á https://afturelding.felog.is/  

Sund – Garpaæfingar hefjast

Sunddeild Aftureldingar Sund

Sundæfingar fyrir Garpa (25 ára og eldri) hefjast í Lágafellslaug 2. september nk. Æfingar verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19.00 – 20.00. Æfingagjöld eru 5.500kr. á mánuði.   Þjálfari er Ingi Þór Ágústsson. Ingi er með 23 ára reynslu sem þjálfari – barna ungmenna og garpa. Hefur verið yfirþjálfari hjá sunddeild Vestra, sunddeild Breiðabliks og undanfarin ár verið að …

Sunddeild Aftureldingar Sund

Sunddeild Aftureldingar býður upp á sundnámskeið fyrir hressa krakkar sem eru að ljúka 1.-4. bekk 11.-25. júní (ath ekki kennt 17. júní). Kennt verður kl. 8-10 í sundlauginni að Varmá. Verð 9.500 kr. 1-2 bekkur verður saman kl. 8-9 3-4 bekkur verður saman kl. 9-10. Kennari á námsmkeiðinu er Salóme Rut Harðardóttir yfirþjálfari sunddeildarinnar og henni til aðstoðar sundiðkandi í …

Aðalfundur sunddeildar

Sunddeild Aftureldingar Sund

Aðalfundur sunddeildar Aftureldingar verður haldinn miðvikudaginn 18.mars kl.20 í leikskólanum Huldubergi Við viljum sérstaklega biðja foreldra sem hafa áhuga á að starfa í stjórn félagsins að láta okkur vita með því að senda póst á sund@afturelding.is. Í stjórninni starfa 5 foreldrar (formaður, gjaldkeri, ritari og 2 meðstjórnendur). Þennan veturinn hafa bara verið foreldrar úr gull hópnum í stjórn sem er …

Góður árangur í sundi

Sunddeild Aftureldingar Sund

Núna um helgina fara fram æfingabúðir unglingahóps SSÍ í Hveragerði. Æfingabúðirnar eru ætlaðar sundmönnum fæddum 1999-2001 sem náð hafa góðum árangri í greininni og uppfyllt skilyrði Alþjóða sundsambandsins FINA um stigafjölda í keppni. Frá Aftureldingu fer einn iðkandi í búðirnar en það er Bjartur Þórhallsson. Sunddeildin óskar honum góðs gengis um helgina. 

Garpa sundæfingar

Sunddeild Aftureldingar Sund

Sundæfingar fyrir Garpa (25 ára og eldri) hefjast í Lágafellslaug 4. september nk. Æfingar verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19.00 – 20.00. Æfingagjöld eru 5.500kr. á mánuði.   Þjálfari er Ragnheiður Sigurðardóttir (Ragga). Ragga þekkir vel til sundiðkunar. Hún er menntaður íþróttafræðingur og fyrrum yfirþjálfari sunddeildar Aftureldingar.   Skráning og greiðslur fara fram í skráningarkerfinu Nora inn á https://afturelding.felog.is/ …

Sundþjálfari óskast

Sunddeild Aftureldingar Sund

Staða sundþjálfara hjá Sunddeild Aftureldingar er laus til umsóknar. Óskað er eftir því að þjálfari geti tekið til starfa um miðjan ágúst n.k. Starfssvið: –          Þjálfun á Höfrungum     6-7 ára    tvisvar í viku –          Þjálfun á Bronshóp       8-9 ára    þrisvar í viku Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af sundþjalfun og menntun á sviði íþróttafræða er kostur. …

Góður árangur sunddeildarinnar á AMÍ og UMÍ

Sunddeild Aftureldingar Sund

Afturelding átti keppendur á tveimur  stórum sundmótum í júní. Mótin eru aldursskipt lágmarkamót og haldin í lok sundtímabils ár hvert. Á AMÍ (Aldursflokkameistarmóti Íslands)  kepptu 15 ára og yngri sundmenn og á UMÍ (Unglingameistaramóti Íslands) kepptu 15-20 ára sundmenn. AMÍ fór fram í Vatnaveröld í Reykjanesbæ helgina 13. – 15. júní. Á mótinu kepptu fjórir sundmenn fyrir hönd Aftureldingar, þau: …

Góður árangur sunddeildarinnar á ÍM 50

Sunddeild Aftureldingar Sund

Íslandsmeistaramótið í sundi í 50m laug var haldið af Sundsambandi Íslands helgina 11. – 13. apríl. Á mótinu kepptu margir fremstu sundmanna landsins og var keppnin hörð og góð og nokkur Íslandsmet slegin. Að þessu sinni voru fjórir iðkendur sem náðu lágmörkum inn á mótið og kepptu fyrir hönd Aftureldingar en það voru þau Bjarkey Jónasdóttir, Bjartur Þórhallsson, Davíð Fannar …