Sundæfingar – allir hópir byrjaðir

Sunddeild Aftureldingar Sund

Sundæfingarnar hófust aftur 1.september. Æfingataflan og ný verðskrá eru komnar hér á netið.   Allir yngri iðkendur eru velkomnir að koma og prufa frítt og með hverjum greiddum æfingagjöldum fylgir UMFA sundpoki, rauður eða svartur. Skráning fer fram inn á https://afturelding.felog.is/  

Sund – Garpaæfingar hefjast

Sunddeild Aftureldingar Sund

Sundæfingar fyrir Garpa (25 ára og eldri) hefjast í Lágafellslaug 2. september nk. Æfingar verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19.00 – 20.00. Æfingagjöld eru 5.500kr. á mánuði.   Þjálfari er Ingi Þór Ágústsson. Ingi er með 23 ára reynslu sem þjálfari – barna ungmenna og garpa. Hefur verið yfirþjálfari hjá sunddeild Vestra, sunddeild Breiðabliks og undanfarin ár verið að …

Sunddeild Aftureldingar Sund

Sunddeild Aftureldingar býður upp á sundnámskeið fyrir hressa krakkar sem eru að ljúka 1.-4. bekk 11.-25. júní (ath ekki kennt 17. júní). Kennt verður kl. 8-10 í sundlauginni að Varmá. Verð 9.500 kr. 1-2 bekkur verður saman kl. 8-9 3-4 bekkur verður saman kl. 9-10. Kennari á námsmkeiðinu er Salóme Rut Harðardóttir yfirþjálfari sunddeildarinnar og henni til aðstoðar sundiðkandi í …

Aðalfundur sunddeildar

Sunddeild Aftureldingar Sund

Aðalfundur sunddeildar Aftureldingar verður haldinn miðvikudaginn 18.mars kl.20 í leikskólanum Huldubergi Við viljum sérstaklega biðja foreldra sem hafa áhuga á að starfa í stjórn félagsins að láta okkur vita með því að senda póst á sund@afturelding.is. Í stjórninni starfa 5 foreldrar (formaður, gjaldkeri, ritari og 2 meðstjórnendur). Þennan veturinn hafa bara verið foreldrar úr gull hópnum í stjórn sem er …

Góður árangur í sundi

Sunddeild Aftureldingar Sund

Núna um helgina fara fram æfingabúðir unglingahóps SSÍ í Hveragerði. Æfingabúðirnar eru ætlaðar sundmönnum fæddum 1999-2001 sem náð hafa góðum árangri í greininni og uppfyllt skilyrði Alþjóða sundsambandsins FINA um stigafjölda í keppni. Frá Aftureldingu fer einn iðkandi í búðirnar en það er Bjartur Þórhallsson. Sunddeildin óskar honum góðs gengis um helgina. 

Garpa sundæfingar

Sunddeild Aftureldingar Sund

Sundæfingar fyrir Garpa (25 ára og eldri) hefjast í Lágafellslaug 4. september nk. Æfingar verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19.00 – 20.00. Æfingagjöld eru 5.500kr. á mánuði.   Þjálfari er Ragnheiður Sigurðardóttir (Ragga). Ragga þekkir vel til sundiðkunar. Hún er menntaður íþróttafræðingur og fyrrum yfirþjálfari sunddeildar Aftureldingar.   Skráning og greiðslur fara fram í skráningarkerfinu Nora inn á https://afturelding.felog.is/ …

Sundþjálfari óskast

Sunddeild Aftureldingar Sund

Staða sundþjálfara hjá Sunddeild Aftureldingar er laus til umsóknar. Óskað er eftir því að þjálfari geti tekið til starfa um miðjan ágúst n.k. Starfssvið: –          Þjálfun á Höfrungum     6-7 ára    tvisvar í viku –          Þjálfun á Bronshóp       8-9 ára    þrisvar í viku Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af sundþjalfun og menntun á sviði íþróttafræða er kostur. …

Góður árangur sunddeildarinnar á AMÍ og UMÍ

Sunddeild Aftureldingar Sund

Afturelding átti keppendur á tveimur  stórum sundmótum í júní. Mótin eru aldursskipt lágmarkamót og haldin í lok sundtímabils ár hvert. Á AMÍ (Aldursflokkameistarmóti Íslands)  kepptu 15 ára og yngri sundmenn og á UMÍ (Unglingameistaramóti Íslands) kepptu 15-20 ára sundmenn. AMÍ fór fram í Vatnaveröld í Reykjanesbæ helgina 13. – 15. júní. Á mótinu kepptu fjórir sundmenn fyrir hönd Aftureldingar, þau: …

Góður árangur sunddeildarinnar á ÍM 50

Sunddeild Aftureldingar Sund

Íslandsmeistaramótið í sundi í 50m laug var haldið af Sundsambandi Íslands helgina 11. – 13. apríl. Á mótinu kepptu margir fremstu sundmanna landsins og var keppnin hörð og góð og nokkur Íslandsmet slegin. Að þessu sinni voru fjórir iðkendur sem náðu lágmörkum inn á mótið og kepptu fyrir hönd Aftureldingar en það voru þau Bjarkey Jónasdóttir, Bjartur Þórhallsson, Davíð Fannar …

Sunddómaranámskeið

Sunddeild Aftureldingar Sund

Dómaranámskeið verður haldið í tengslum við Vormót Ármanns. Bókleg kennsla fer fram  þann 27. mars og verklega kennsla fer fram helgina 28. – 30. mars.   Björn Valdimarsson og Jón Hjaltason sjá um námskeiðið. Nánari upplýsingar veitir  : jon.hjaltason@vegagerdin.is eða dmt : dmtnefnd@gmail.com Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig á námskeiðið endilega sendið skráningar á : dmtnefnd@gmail.com